Ísland ekki með í fyrstu tilnefningum Biden til sendiherra Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2021 12:43 Jeffrey Ross Gunter sagði af sér sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi eftir að Donald Trump tapaði forsetakosningunum í nóvember. Eftirmaður hans hefur enn ekki verið tilnefndur. Twitter bandaríska sendiráðsins Fyrstu tilnefningar Joes Biden Bandaríkjaforseta til sendiherraembætta voru gerðar opinberar á þriðjudag en sendiherraefni fyrir Ísland er ekki á meðal þeirra. Biden tilnefnir meðal annars flughetju sem fulltrúa sinn gagnvar Alþjóðaflugmálastofnuninni. Sendiherralaust hefur verið í bandaríska sendiráðinu á Íslandi frá því að Jeffrey Ross Gunter yfirgaf landið 21. janúar, daginn eftir stjórnarskiptin í Bandaríkjunum. Venja er að pólitískt skipaðir sendiherrar segi af sér við stjórnarskipti. Gunter var nokkuð umdeildur. Hann var húðlæknir í Kaliforníu sem lagði fé í kosningasjóði Donalds Trump árið 2016 og var verðlaunaður með sendiherrastöðunni. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því á sínum tíma að Gunter hefði farið fram á að fá að bera skotvopn á Íslandi öryggis síns vegna. Þá hafi hann skipt ótt og títt um næstráðendur í sendiráðinu þar sem hann taldi marga þeirra ekki nógu hliðholla Trump. Hópur Bandaríkjamanna á Íslandi safnaði um tíma undirskriftum til að krefjast þess að Gunter yrði kallaður heim. Enn verður bið á að eftirmaður Gunter verði skipaður því ekkert sendiherraefni fyrir Ísland var á lista Biden í vikunni. Washington Post segir að stjórn Biden hafi meðal annars verið sein til að tilkynna um tilnefningar sínar til pólitískt skipaðra embætta vegna álitamála um fjölbreytni sendiherraefnanna. Margir vinir, bandamenn og bakhjarlar Biden, sem er oft sá hópur sem hlýtur tilnefningar sem þessar, séu flestir hvítir karlar en stjórnin vilji fjölbreytni í kyni og kynþætti sendiherra sinna. Á meðan enginn sendiherra hefur verið skipaður á Íslandi er Harry Kamian starfandi sendiherra samkvæmt upplýsingum frá bandaríska sendiráðinu. Sullenberger flugstjóri varð að þjóðhetju þegar honum tókst að lenda Airbus A320-farþegaþotu í Hudson-ánni árið 2009. Allir 155 sem voru um borð komust lífs af.Vísir/EPA „Sully“ flugstjóri tilnefndur Af þeim sem Biden tilnefndi til sendiherraembætta á þriðjudag er helst að nefna Thomas R. Nides, fyrrverandi embættismann í utanríkisráðnuneytinu, sem á að verða sendiherra í Ísrael, Julie Smith, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Biden, er tilnefnd sendifulltrúi gagnvart Norðuratlantshafsbandalaginu, og Ken Salazar, fyrrverandi innanríkisráðherra, sem er tilnefndur sendiherra í Mexíkó. Þá tilnefndi Biden C.B. „Sully“ Sullenberger, flugmanninn sem lenti farþegaþotu í Hudson-ánni í New York þegar báðir hreyflar hennar brugðust skömmu eftir flugtak árið 2009, sem sendiherra við ráð Alþjóðaflugmálastofnunarinnar. Búist er við því að Biden kynni fleiri tilnefningar til sendiherra og fleiri embætta á næstu vikum, þar á meðal fyrir Kína, Indland og Japan. Talið er að Biden ætli sér að tilnefndi Cindy McCain, ekkju Johns McCain, öldungadeildarþingmanns repúblikana, sem fulltrúa Bandaríkjastjórnar hjá Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkin Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Umdeildur sendiherra Bandaríkjanna kveður og þakkar Trump Jeffrey Ross Gunter lýkur í dag störfum sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta tilkynnir hann á Facebook-síðu sendiráðsins en Gunter var tilnefndur í embættið af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2019. 20. janúar 2021 18:55 Bandaríska sendiráðið sakar Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ Í færslu á Facebook-síðu bandaríska sendiráðsins á Íslandi sem birt var í nótt er spurt hvort að falsfréttir séu komnar til Íslands. 30. október 2020 07:18 Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. 28. júlí 2020 07:46 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Sendiherralaust hefur verið í bandaríska sendiráðinu á Íslandi frá því að Jeffrey Ross Gunter yfirgaf landið 21. janúar, daginn eftir stjórnarskiptin í Bandaríkjunum. Venja er að pólitískt skipaðir sendiherrar segi af sér við stjórnarskipti. Gunter var nokkuð umdeildur. Hann var húðlæknir í Kaliforníu sem lagði fé í kosningasjóði Donalds Trump árið 2016 og var verðlaunaður með sendiherrastöðunni. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því á sínum tíma að Gunter hefði farið fram á að fá að bera skotvopn á Íslandi öryggis síns vegna. Þá hafi hann skipt ótt og títt um næstráðendur í sendiráðinu þar sem hann taldi marga þeirra ekki nógu hliðholla Trump. Hópur Bandaríkjamanna á Íslandi safnaði um tíma undirskriftum til að krefjast þess að Gunter yrði kallaður heim. Enn verður bið á að eftirmaður Gunter verði skipaður því ekkert sendiherraefni fyrir Ísland var á lista Biden í vikunni. Washington Post segir að stjórn Biden hafi meðal annars verið sein til að tilkynna um tilnefningar sínar til pólitískt skipaðra embætta vegna álitamála um fjölbreytni sendiherraefnanna. Margir vinir, bandamenn og bakhjarlar Biden, sem er oft sá hópur sem hlýtur tilnefningar sem þessar, séu flestir hvítir karlar en stjórnin vilji fjölbreytni í kyni og kynþætti sendiherra sinna. Á meðan enginn sendiherra hefur verið skipaður á Íslandi er Harry Kamian starfandi sendiherra samkvæmt upplýsingum frá bandaríska sendiráðinu. Sullenberger flugstjóri varð að þjóðhetju þegar honum tókst að lenda Airbus A320-farþegaþotu í Hudson-ánni árið 2009. Allir 155 sem voru um borð komust lífs af.Vísir/EPA „Sully“ flugstjóri tilnefndur Af þeim sem Biden tilnefndi til sendiherraembætta á þriðjudag er helst að nefna Thomas R. Nides, fyrrverandi embættismann í utanríkisráðnuneytinu, sem á að verða sendiherra í Ísrael, Julie Smith, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Biden, er tilnefnd sendifulltrúi gagnvart Norðuratlantshafsbandalaginu, og Ken Salazar, fyrrverandi innanríkisráðherra, sem er tilnefndur sendiherra í Mexíkó. Þá tilnefndi Biden C.B. „Sully“ Sullenberger, flugmanninn sem lenti farþegaþotu í Hudson-ánni í New York þegar báðir hreyflar hennar brugðust skömmu eftir flugtak árið 2009, sem sendiherra við ráð Alþjóðaflugmálastofnunarinnar. Búist er við því að Biden kynni fleiri tilnefningar til sendiherra og fleiri embætta á næstu vikum, þar á meðal fyrir Kína, Indland og Japan. Talið er að Biden ætli sér að tilnefndi Cindy McCain, ekkju Johns McCain, öldungadeildarþingmanns repúblikana, sem fulltrúa Bandaríkjastjórnar hjá Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna.
Bandaríkin Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Umdeildur sendiherra Bandaríkjanna kveður og þakkar Trump Jeffrey Ross Gunter lýkur í dag störfum sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta tilkynnir hann á Facebook-síðu sendiráðsins en Gunter var tilnefndur í embættið af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2019. 20. janúar 2021 18:55 Bandaríska sendiráðið sakar Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ Í færslu á Facebook-síðu bandaríska sendiráðsins á Íslandi sem birt var í nótt er spurt hvort að falsfréttir séu komnar til Íslands. 30. október 2020 07:18 Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. 28. júlí 2020 07:46 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Umdeildur sendiherra Bandaríkjanna kveður og þakkar Trump Jeffrey Ross Gunter lýkur í dag störfum sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta tilkynnir hann á Facebook-síðu sendiráðsins en Gunter var tilnefndur í embættið af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2019. 20. janúar 2021 18:55
Bandaríska sendiráðið sakar Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ Í færslu á Facebook-síðu bandaríska sendiráðsins á Íslandi sem birt var í nótt er spurt hvort að falsfréttir séu komnar til Íslands. 30. október 2020 07:18
Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. 28. júlí 2020 07:46