Fögnuðu fyrstu útskriftinni með oddaflugi yfir eldgosið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. júní 2021 20:01 Flugvélunum var flogið í oddaflugi yfir gosstöðvarnar. Þráinn Kolbeinsson Fyrsta svokallaða oddaflugið yfir eldgosið í Geldingadölum var farið í gærkvöld, þegar flugkennarar Flugakademíu Íslands fylktu liði frá Reykjavíkurflugvelli. Rúmlega þrjátíu manns útskrifuðust frá skólanum í vikunni. Þrátt fyrir hálf hráslagalegt veður undanfarna daga lét sólin loks sjá sig þegar flugkennarar í nýsameinuðum Flugakademíu Íslands hittust á Reykjavíkurflugvelli seint í gærkvöld til að fagna fyrstu útskrift úr nýsameinuðum skóla við Flugskóla Íslands. „Þetta voru 32 sem útskrifuðust 11. júní síðastliðinn. Það er talsverð fækkun síðan í fyrra, þá voru 84 sem útskrifuðust og árið 2020 var erfitt flugkennslu. Hún var bönnuð stóran hluta ársins og við gátum ekki flogið og kennt, það hafði sitt að segja,“ segir Kári Kárason, forstöðumaður Flugakademíu Íslands. Eldgosið virðist hins vegar vakið áhuga á flugnámi, bæði hérlendis og erlendis og Kári er bjartsýnn á að hægt verði að útskrifa stærri hóp að þremur árum liðnum. Áfanganum var fagnað með svokölluðu oddaflugi, þegar sex vélum var flogið í tígli frá Reykjavík til Keflavíkur og þaðan að gosstöðvunum í Geldingadölum. Kári og Davíð Brár Unnarsson, skólastjóri Flugakademíunnar, fóru í broddi fylkingar eftir að hafa skipulagt flugferðina í þaula. Og það borgaði sig svo sannarlega því útsýnið var stórbrotið. Vísir/Egill Aðalsteinsson „Mér finnst frábært að fljúga yfir gosið,“ segir Kári. „Það er kannski ekki gaman að fljúga beint yfir það því þá hristist maður allur og skelfur út af hitauppstreymi en í kringum það er alveg frábært. Eins og að horfa ofan í helvíti,“ segir hann. Davíð Brár Unnarsson, skólastjóri Flugakademíunnar, tekur undir og bætir við að enginn annar hafi flogið í fylkingaflugi yfir eldgosið. „Ekki svo ég viti til. En það er skemmtilegt að gera eitthvað nýtt,“ segir Davíð. Hann segir að skipulagning skipti miklu máli í samflugi en að hún sé þó ekkert sérstaklega flókin í framkvæmd. „Áhafnir í hverri einustu vél þurfa bara að tala sig vel saman, hvar hver á að vera og um undankomuleiðir ef á þyrfti að halda.“ Flugmennirnir í vélunum sex voru allir sammála um að flugið hafi verði stórkostlegt. „Þetta var mjög skemmtilegt. Maður verður eins og lítill strákur svolítið,“ segir hann. Eldgos í Fagradalsfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Þrátt fyrir hálf hráslagalegt veður undanfarna daga lét sólin loks sjá sig þegar flugkennarar í nýsameinuðum Flugakademíu Íslands hittust á Reykjavíkurflugvelli seint í gærkvöld til að fagna fyrstu útskrift úr nýsameinuðum skóla við Flugskóla Íslands. „Þetta voru 32 sem útskrifuðust 11. júní síðastliðinn. Það er talsverð fækkun síðan í fyrra, þá voru 84 sem útskrifuðust og árið 2020 var erfitt flugkennslu. Hún var bönnuð stóran hluta ársins og við gátum ekki flogið og kennt, það hafði sitt að segja,“ segir Kári Kárason, forstöðumaður Flugakademíu Íslands. Eldgosið virðist hins vegar vakið áhuga á flugnámi, bæði hérlendis og erlendis og Kári er bjartsýnn á að hægt verði að útskrifa stærri hóp að þremur árum liðnum. Áfanganum var fagnað með svokölluðu oddaflugi, þegar sex vélum var flogið í tígli frá Reykjavík til Keflavíkur og þaðan að gosstöðvunum í Geldingadölum. Kári og Davíð Brár Unnarsson, skólastjóri Flugakademíunnar, fóru í broddi fylkingar eftir að hafa skipulagt flugferðina í þaula. Og það borgaði sig svo sannarlega því útsýnið var stórbrotið. Vísir/Egill Aðalsteinsson „Mér finnst frábært að fljúga yfir gosið,“ segir Kári. „Það er kannski ekki gaman að fljúga beint yfir það því þá hristist maður allur og skelfur út af hitauppstreymi en í kringum það er alveg frábært. Eins og að horfa ofan í helvíti,“ segir hann. Davíð Brár Unnarsson, skólastjóri Flugakademíunnar, tekur undir og bætir við að enginn annar hafi flogið í fylkingaflugi yfir eldgosið. „Ekki svo ég viti til. En það er skemmtilegt að gera eitthvað nýtt,“ segir Davíð. Hann segir að skipulagning skipti miklu máli í samflugi en að hún sé þó ekkert sérstaklega flókin í framkvæmd. „Áhafnir í hverri einustu vél þurfa bara að tala sig vel saman, hvar hver á að vera og um undankomuleiðir ef á þyrfti að halda.“ Flugmennirnir í vélunum sex voru allir sammála um að flugið hafi verði stórkostlegt. „Þetta var mjög skemmtilegt. Maður verður eins og lítill strákur svolítið,“ segir hann.
Eldgos í Fagradalsfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira