Haraldur þiggur ekki annað sæti ef hann tapar oddvitaslagnum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. júní 2021 17:51 Haraldur Benediktsson er oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi. vísir/vilhelm Haraldur Benediktsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, mun ekki þiggja annað sæti á lista flokksins í kjördæminu ef hann tapar baráttunni um oddvitasætið við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur í prófkjöri flokksins um næstu helgi. Þetta sagði hann í viðtali við vestfirska miðilinn Bæjarins besta í dag. Þar sagði hann að það væru skýr skilaboð frá flokksmönnum ef þeir vildu annan en hann í fyrsta sætið. „Það getur ekki verið gott fyrir nýjan oddvita að hafa þann gamla í aftursætinu.“ Fáheyrt að þingmaður vinni ráðherra og varaformann Margt hefur breyst frá því að þau Haraldur og Þórdís Kolbrún háðu saman baráttu fyrir flokkinn í kjördæminu fyrir síðustu alþingiskosningar. Haraldur leiddi þá listann og var Þórdís Kolbrún í öðru sætinu. Þau voru þau einu á listanum sem komust á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðvesturkjördæmi. Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins var mynduð var Þórdísi Kolbrúnu hins vegar boðið ráðherrasæti, sem ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, en ekki Haraldi. Hún varð síðan varaformaður flokksins í mars 2018. Það er því nokkuð sérstök staða uppi í kjördæminu hjá Sjálfstæðisflokknum. Það er auðvitað fáheyrt að varaformaður og ráðherra flokks tapi í oddvitaslag í kjördæmi sínu en eftir því sem Vísir kemst næst er tvísýnt um úrslitin og gæti vel farið svo að Haraldur vinni en hann á sterkt bakland í kjördæminu. Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Norðvesturkjördæmi Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Þetta sagði hann í viðtali við vestfirska miðilinn Bæjarins besta í dag. Þar sagði hann að það væru skýr skilaboð frá flokksmönnum ef þeir vildu annan en hann í fyrsta sætið. „Það getur ekki verið gott fyrir nýjan oddvita að hafa þann gamla í aftursætinu.“ Fáheyrt að þingmaður vinni ráðherra og varaformann Margt hefur breyst frá því að þau Haraldur og Þórdís Kolbrún háðu saman baráttu fyrir flokkinn í kjördæminu fyrir síðustu alþingiskosningar. Haraldur leiddi þá listann og var Þórdís Kolbrún í öðru sætinu. Þau voru þau einu á listanum sem komust á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðvesturkjördæmi. Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins var mynduð var Þórdísi Kolbrúnu hins vegar boðið ráðherrasæti, sem ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, en ekki Haraldi. Hún varð síðan varaformaður flokksins í mars 2018. Það er því nokkuð sérstök staða uppi í kjördæminu hjá Sjálfstæðisflokknum. Það er auðvitað fáheyrt að varaformaður og ráðherra flokks tapi í oddvitaslag í kjördæmi sínu en eftir því sem Vísir kemst næst er tvísýnt um úrslitin og gæti vel farið svo að Haraldur vinni en hann á sterkt bakland í kjördæminu.
Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Norðvesturkjördæmi Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira