Handtekni blaðamaðurinn birtist opinberlega Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2021 16:21 Roman Prótasevits á fundinum í dag. Vísir/EPA Hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevits sem var handtekinn um borð í flugvél Ryanair kom fram á blaðamannafundi í fylgd með embættismönnum í dag. Þar neitaði Prótasevits að hafa verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og lýsti iðrun vegna meintra glæpa sinna. Stjórnarandstaðan telur að hann hafi verið þvingaður til að koma fram opinberlega. Stjórnvöld í Minsk þvinguðu flugvél Ryanair til lendingar þegar hún flaug í gegnum lofthelgi landsins á leið frá Grikklandi til Litháen í síðasta mánuði. Prótasevits, sem er sjálfstæður blaðamaður og andófsmaður sem hefur verið í sjálfskipaðri útlegð, var leiddur út úr vélinni áfram Sofiu Sapega, kærustu sinni. Síðan þá hafa hvítrússnesk yfirvöld birt myndbönd af parinu þar sem þau játa á sig meinta glæpi og virðast þau hafa verið neydd til þess að lesa upp yfirlýsingarnar. Stjórnarandstaðan telur að Prótasevits hafi sætt barsmíðum í varðhaldi. Prótasevits hefur meðal annars játað sig sekan um að hafa lagt á ráðin um að steypa Alexander Lúkasjenka, forseta, af stóli með því að skipuleggja „óeirðir“ í kjölfar umdeildra kosninga í ágúst. Þá hefur hann dregið til baka gagnrýni sína á Lúkasjenka. Þegar Prótasevits var leiddur fyrir blaðamenn í dag var hann í fylgd fjögurra embættismanna, þar af tveggja í einkennisbúningi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þar sagðist hann við góða heilsu og að hann hefði ekki verið þvingaður til samstarfs við yfirvöld. „Það er allt í lagi með mig. Enginn barði mig, enginn snerti mig. Ég geri mér grein fyrir þeim skaða sem ég olli, ekki aðeins ríkinu, heldur landinu. Nú vil ég gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að bæta úr ástandinu,“ sagði Prótasevits. Umkringdur embættismönnum sagðist Prótasevits alls ekki hafa verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og að hann væri miður sín vegna þeirra glæpa sem hann hafi framið.Vísir/EPA „Sena úr Kafka eða Orwell“ Fáir trúa því þó að Prótasevits hafi komið fram ótilneyddur í dag. Franak Viacorka, ráðgjafi Svetlönu Tsikhanouskaju, eins leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, tísti að ekki mætti gleyma að Prótasevits væri fangi og að stjórnvöld notuðu hann nú eins og verðlaunagrip. „Þetta er ekki blaðamannafundur heldur sena úr annað hvort Kafka eða Orwell,“ tísti Viacorka. Jonah Fisher, fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC, segir að hann og fleiri blaðamenn hafi gengið út af fundinum í dag. „Tökum ekki þátt þegar hann er greinilega þarna tilneyddur,“ tísti Fisher. We have just walked out. Not taking part when he is clearly there under duress. https://t.co/vg4gSGZJeL— Jonah Fisher (@JonahFisherBBC) June 14, 2021 Lúkasjenka hefur setið óslitið á forsetastóli frá 1994 og er hann gjarnan nefndur síðasti einræðisherra Evrópu. Eftir forsetakosningarnar í fyrra, sem stjórnarandstaðan fullyrðir að hafi verið sviksamlegar, lét hann berja niður mótmæli af mikilli hörku. Evrópskir ráðamenn sökuðu hvítrússnesk stjórnvöld um flugrán þegar þau neyddu vélina sem Prótasevits var farþegi í til þess að lenda. Síðan þá hefur Evrópusambandið samþykkt refsiaðgerðir gegn hvítrússneskum embættismönnum, hvatt evrópsk flugfélög til þess að taka krók fram hjá lofthelgi landsins og bannað hvítrússneskum flugfélögum að fara um evrópska flughelgi. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Banna hvítrússneskar þotur í Evrópu Evrópusambandið hefur ákveðið að banna hvítrússneskum flugvélum að fljúga í lofthelgi aðildarríkja sinna og að lenda á evrópskum flugvöllum. Evrópsk flugfélög eru áfram hvött til þess að forðast í lengstu lög að fljúga í gegnum lofthelgi Hvíta-Rússlands. 5. júní 2021 09:09 Hrósaði Lúkasjenka fyrir „stálhreðjar“ hans Ríkissjónvarp Hvíta-Rússlands birti í dag viðtal við blaðamanninn og aðgerðasinnann Roman Protasevíts, sem var handtekinn þegar áhöfn farþegaþotu RyanAir var þvinguð til að lenda flugvélinni í Minsk í síðasta mánuði. 3. júní 2021 23:38 Andófsmaður reyndi að stinga sig á háls í dómsal Karlmaður sem var handtekinn á mótmælum gegn stjórn Alexanders Lúkasjenka í Hvíta-Rússlandi í fyrra reyndi að stinga sig á háls í dómsal í Minsk þegar honum var sagt að fjölskylda hans og nágrannar gætu verið sóttir til sakar ef hann játaði sig ekki sekan. 1. júní 2021 16:58 Sögðu áhöfninni að lenda áður en hótunin barst Flugumferðarstjórar í Minsk sögðu áhöfn flugvélar RyanAir að snúa flugvélinni við og lenda í borginni vegna meintrar sprengjuhótunar, áður en hótunin sjálf barst. Um hálftíma eftir að flugstjóranum var sagt að snúa flugvélinni barst tölvupóstur til nokkurra flugvalla þar sem hótað var að sprengja flugvélina í loft upp yfir Vilníus. 27. maí 2021 10:59 „Ég veit að dauðadómur bíður mín í Hvíta-Rússlandi“ Farþegar í flugvél RyanAir sem snúið var af leið og lent í Minsk í Hvíta-Rússlandi um helgina segja blaðamanninn og aðgerðasinnan Roman Protasevíts hafa augljóslega verið hræddan, þegar flugstjóri flugvélarinnar tilkynnti að henni yrði lent í Minsk. 25. maí 2021 13:45 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Stjórnvöld í Minsk þvinguðu flugvél Ryanair til lendingar þegar hún flaug í gegnum lofthelgi landsins á leið frá Grikklandi til Litháen í síðasta mánuði. Prótasevits, sem er sjálfstæður blaðamaður og andófsmaður sem hefur verið í sjálfskipaðri útlegð, var leiddur út úr vélinni áfram Sofiu Sapega, kærustu sinni. Síðan þá hafa hvítrússnesk yfirvöld birt myndbönd af parinu þar sem þau játa á sig meinta glæpi og virðast þau hafa verið neydd til þess að lesa upp yfirlýsingarnar. Stjórnarandstaðan telur að Prótasevits hafi sætt barsmíðum í varðhaldi. Prótasevits hefur meðal annars játað sig sekan um að hafa lagt á ráðin um að steypa Alexander Lúkasjenka, forseta, af stóli með því að skipuleggja „óeirðir“ í kjölfar umdeildra kosninga í ágúst. Þá hefur hann dregið til baka gagnrýni sína á Lúkasjenka. Þegar Prótasevits var leiddur fyrir blaðamenn í dag var hann í fylgd fjögurra embættismanna, þar af tveggja í einkennisbúningi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þar sagðist hann við góða heilsu og að hann hefði ekki verið þvingaður til samstarfs við yfirvöld. „Það er allt í lagi með mig. Enginn barði mig, enginn snerti mig. Ég geri mér grein fyrir þeim skaða sem ég olli, ekki aðeins ríkinu, heldur landinu. Nú vil ég gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að bæta úr ástandinu,“ sagði Prótasevits. Umkringdur embættismönnum sagðist Prótasevits alls ekki hafa verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og að hann væri miður sín vegna þeirra glæpa sem hann hafi framið.Vísir/EPA „Sena úr Kafka eða Orwell“ Fáir trúa því þó að Prótasevits hafi komið fram ótilneyddur í dag. Franak Viacorka, ráðgjafi Svetlönu Tsikhanouskaju, eins leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, tísti að ekki mætti gleyma að Prótasevits væri fangi og að stjórnvöld notuðu hann nú eins og verðlaunagrip. „Þetta er ekki blaðamannafundur heldur sena úr annað hvort Kafka eða Orwell,“ tísti Viacorka. Jonah Fisher, fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC, segir að hann og fleiri blaðamenn hafi gengið út af fundinum í dag. „Tökum ekki þátt þegar hann er greinilega þarna tilneyddur,“ tísti Fisher. We have just walked out. Not taking part when he is clearly there under duress. https://t.co/vg4gSGZJeL— Jonah Fisher (@JonahFisherBBC) June 14, 2021 Lúkasjenka hefur setið óslitið á forsetastóli frá 1994 og er hann gjarnan nefndur síðasti einræðisherra Evrópu. Eftir forsetakosningarnar í fyrra, sem stjórnarandstaðan fullyrðir að hafi verið sviksamlegar, lét hann berja niður mótmæli af mikilli hörku. Evrópskir ráðamenn sökuðu hvítrússnesk stjórnvöld um flugrán þegar þau neyddu vélina sem Prótasevits var farþegi í til þess að lenda. Síðan þá hefur Evrópusambandið samþykkt refsiaðgerðir gegn hvítrússneskum embættismönnum, hvatt evrópsk flugfélög til þess að taka krók fram hjá lofthelgi landsins og bannað hvítrússneskum flugfélögum að fara um evrópska flughelgi.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Banna hvítrússneskar þotur í Evrópu Evrópusambandið hefur ákveðið að banna hvítrússneskum flugvélum að fljúga í lofthelgi aðildarríkja sinna og að lenda á evrópskum flugvöllum. Evrópsk flugfélög eru áfram hvött til þess að forðast í lengstu lög að fljúga í gegnum lofthelgi Hvíta-Rússlands. 5. júní 2021 09:09 Hrósaði Lúkasjenka fyrir „stálhreðjar“ hans Ríkissjónvarp Hvíta-Rússlands birti í dag viðtal við blaðamanninn og aðgerðasinnann Roman Protasevíts, sem var handtekinn þegar áhöfn farþegaþotu RyanAir var þvinguð til að lenda flugvélinni í Minsk í síðasta mánuði. 3. júní 2021 23:38 Andófsmaður reyndi að stinga sig á háls í dómsal Karlmaður sem var handtekinn á mótmælum gegn stjórn Alexanders Lúkasjenka í Hvíta-Rússlandi í fyrra reyndi að stinga sig á háls í dómsal í Minsk þegar honum var sagt að fjölskylda hans og nágrannar gætu verið sóttir til sakar ef hann játaði sig ekki sekan. 1. júní 2021 16:58 Sögðu áhöfninni að lenda áður en hótunin barst Flugumferðarstjórar í Minsk sögðu áhöfn flugvélar RyanAir að snúa flugvélinni við og lenda í borginni vegna meintrar sprengjuhótunar, áður en hótunin sjálf barst. Um hálftíma eftir að flugstjóranum var sagt að snúa flugvélinni barst tölvupóstur til nokkurra flugvalla þar sem hótað var að sprengja flugvélina í loft upp yfir Vilníus. 27. maí 2021 10:59 „Ég veit að dauðadómur bíður mín í Hvíta-Rússlandi“ Farþegar í flugvél RyanAir sem snúið var af leið og lent í Minsk í Hvíta-Rússlandi um helgina segja blaðamanninn og aðgerðasinnan Roman Protasevíts hafa augljóslega verið hræddan, þegar flugstjóri flugvélarinnar tilkynnti að henni yrði lent í Minsk. 25. maí 2021 13:45 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Banna hvítrússneskar þotur í Evrópu Evrópusambandið hefur ákveðið að banna hvítrússneskum flugvélum að fljúga í lofthelgi aðildarríkja sinna og að lenda á evrópskum flugvöllum. Evrópsk flugfélög eru áfram hvött til þess að forðast í lengstu lög að fljúga í gegnum lofthelgi Hvíta-Rússlands. 5. júní 2021 09:09
Hrósaði Lúkasjenka fyrir „stálhreðjar“ hans Ríkissjónvarp Hvíta-Rússlands birti í dag viðtal við blaðamanninn og aðgerðasinnann Roman Protasevíts, sem var handtekinn þegar áhöfn farþegaþotu RyanAir var þvinguð til að lenda flugvélinni í Minsk í síðasta mánuði. 3. júní 2021 23:38
Andófsmaður reyndi að stinga sig á háls í dómsal Karlmaður sem var handtekinn á mótmælum gegn stjórn Alexanders Lúkasjenka í Hvíta-Rússlandi í fyrra reyndi að stinga sig á háls í dómsal í Minsk þegar honum var sagt að fjölskylda hans og nágrannar gætu verið sóttir til sakar ef hann játaði sig ekki sekan. 1. júní 2021 16:58
Sögðu áhöfninni að lenda áður en hótunin barst Flugumferðarstjórar í Minsk sögðu áhöfn flugvélar RyanAir að snúa flugvélinni við og lenda í borginni vegna meintrar sprengjuhótunar, áður en hótunin sjálf barst. Um hálftíma eftir að flugstjóranum var sagt að snúa flugvélinni barst tölvupóstur til nokkurra flugvalla þar sem hótað var að sprengja flugvélina í loft upp yfir Vilníus. 27. maí 2021 10:59
„Ég veit að dauðadómur bíður mín í Hvíta-Rússlandi“ Farþegar í flugvél RyanAir sem snúið var af leið og lent í Minsk í Hvíta-Rússlandi um helgina segja blaðamanninn og aðgerðasinnan Roman Protasevíts hafa augljóslega verið hræddan, þegar flugstjóri flugvélarinnar tilkynnti að henni yrði lent í Minsk. 25. maí 2021 13:45