Ákærður fyrir hryðjuverk vegna árásarinnar í Ontario Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2021 15:41 Tvær ungar konur leggja blóm á staðinn þar sem fimm manna fjölskylda var ekin niður fyrir rúmri viku. Fjögur þeirra létust en níu ára drengur lifði af. AP/Geoff Robins/The Canadian Press Ríkissaksóknari Kanada hefur gefið út ákæru vegna hryðjuverka á hendur tvítugum karlmanni sem drap fernt þegar hann ók vísvitandi á fólkið í Ontario í síðustu viku. Lögregla telur að maðurinn hafi ráðist á fólkið sem tilheyrði allt sömu fjölskyldu vegna þess að það var múslimar. Þrjár kynslóðir Afzaal-fjölskyldunnar létu lífið þegar Nathaniel Veltman ók pallbíl sínum viljandi á fjölskylduna þar sem hún var í kvöldgöngu í borginni London í Ontario sunnudaginn 6. júní. Hjónin Salman Afzaal, 46 ára og Madiha Salman, 44 ára, Yumna Afzaal, 15 ára gömul dóttir þeirra, og Talat Afzaal, 74 ára gömul móðir Salmans, létust en níu ára gamall sonur hjónanna lifði af. Hann liggur enn alvarlega særður á sjúkrahúsi en AP-fréttastofan segir að búist sé við að hann nái líkamlegum bata. Auk hryðjuverkaákærunnar er Veltman ákærður fyrir manndráp að að yfirlögðu ráði og tilraun til manndráps. Veltman hefur ekki tekið afstöðu til ákærunnar. Lögreglan telur að Veltman hafi lagt á ráðin um morðin og að hatur í garð múslima hafi búið að baki, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hundruð manna voru viðstödd jarðarför fjölskyldunnar í trúarmiðstöð múslima í Suðvestur-Ontario um helgina. Kanada Trúmál Tengdar fréttir Trudeau fordæmir huglausa morðárás á múslimska fjölskyldu Forsætisráðherra Kanada segir morðárás á þrjár kynslóðir í sömu fjölskyldu í London-Ontario á sunnudag hafa verið grófa og huglausa. Grípa verði til aðgerða til að koma í veg fyrir að hatursglæpur sem þessi endurtaki sig. 8. júní 2021 18:31 Fjórir látnir eftir að ekið var á fjölskyldu múslima í Ontario Fjórir eru látnir eftir að ekið var á fjölskyldu múslima í bænum London í Ontario í Kanada síðastliðinn sunnudag. Lögreglu telur að um hatursglæp hafi verið að ræða og að ökumaðurinn hafi vísvitandi ekið á fólkið trúar þeirra vegna. 8. júní 2021 09:18 Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Þrjár kynslóðir Afzaal-fjölskyldunnar létu lífið þegar Nathaniel Veltman ók pallbíl sínum viljandi á fjölskylduna þar sem hún var í kvöldgöngu í borginni London í Ontario sunnudaginn 6. júní. Hjónin Salman Afzaal, 46 ára og Madiha Salman, 44 ára, Yumna Afzaal, 15 ára gömul dóttir þeirra, og Talat Afzaal, 74 ára gömul móðir Salmans, létust en níu ára gamall sonur hjónanna lifði af. Hann liggur enn alvarlega særður á sjúkrahúsi en AP-fréttastofan segir að búist sé við að hann nái líkamlegum bata. Auk hryðjuverkaákærunnar er Veltman ákærður fyrir manndráp að að yfirlögðu ráði og tilraun til manndráps. Veltman hefur ekki tekið afstöðu til ákærunnar. Lögreglan telur að Veltman hafi lagt á ráðin um morðin og að hatur í garð múslima hafi búið að baki, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hundruð manna voru viðstödd jarðarför fjölskyldunnar í trúarmiðstöð múslima í Suðvestur-Ontario um helgina.
Kanada Trúmál Tengdar fréttir Trudeau fordæmir huglausa morðárás á múslimska fjölskyldu Forsætisráðherra Kanada segir morðárás á þrjár kynslóðir í sömu fjölskyldu í London-Ontario á sunnudag hafa verið grófa og huglausa. Grípa verði til aðgerða til að koma í veg fyrir að hatursglæpur sem þessi endurtaki sig. 8. júní 2021 18:31 Fjórir látnir eftir að ekið var á fjölskyldu múslima í Ontario Fjórir eru látnir eftir að ekið var á fjölskyldu múslima í bænum London í Ontario í Kanada síðastliðinn sunnudag. Lögreglu telur að um hatursglæp hafi verið að ræða og að ökumaðurinn hafi vísvitandi ekið á fólkið trúar þeirra vegna. 8. júní 2021 09:18 Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Trudeau fordæmir huglausa morðárás á múslimska fjölskyldu Forsætisráðherra Kanada segir morðárás á þrjár kynslóðir í sömu fjölskyldu í London-Ontario á sunnudag hafa verið grófa og huglausa. Grípa verði til aðgerða til að koma í veg fyrir að hatursglæpur sem þessi endurtaki sig. 8. júní 2021 18:31
Fjórir látnir eftir að ekið var á fjölskyldu múslima í Ontario Fjórir eru látnir eftir að ekið var á fjölskyldu múslima í bænum London í Ontario í Kanada síðastliðinn sunnudag. Lögreglu telur að um hatursglæp hafi verið að ræða og að ökumaðurinn hafi vísvitandi ekið á fólkið trúar þeirra vegna. 8. júní 2021 09:18