Leggja áherslu á að styrkja pólitískt samráð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. júní 2021 12:00 Guðlaugur Þór sækir fund NATO í Brussel. Vísir/Sigurjón Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins í Brussel hófst á tólfta tímanum. Utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld leggja áherslu á að styrkja pólitískt samráð bandalagsríkja. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sækja fundinn sem stendur nú yfir. Fjöldi mála er til umræðu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri bandalagsins, sagði í ávarpi í morgun að málefni Rússlands og Kína sem og netöryggismál verði ofarlega á blaði. Guðlaugur Þór tekur í sama streng og segir netöryggismál verða sífellt meira áberandi. Þau séu áherslumál. „Sömuleiðis hafa verið áhyggjur af hernaðaruppbyggingu og framferði Rússa eins og við þekkjum. Það er óróasamstaða bandalagsríkjanna gagnvart því að standa þar vörð.“ Grunngildi aðalatriðið Hann segir Ísland kalla eftir því að áhersla verði lögð á málefni kvenna, friðar og öryggis. Grunngildi bandalagsins séu svo aðalatriðið. „Við höfum lagt áherslu á að styrkja pólitískt samráð bandalagsríkjanna. Við erum ánægð með að tillögurnar sem nú liggja fyrir innihaldi metnaðarfull markmið um loftslags- og öryggismál og að bandalagið gegni sínu hlutverki við að standa vörð um grundvöll reglna í alþjóðasamskiptum,“ segir Guðlaugur Þór. Þetta er fyrsti leiðtogafundurinn frá því Joe Biden tók við embætti Bandaríkjaforseta af Donald Trump. Í valdatíð Trumps þótti málflutningur Bandaríkjastjórnar innan NATO einkennast af ágreiningi. Að sögn Guðlaugs hefur Biden lagt áherslu á samstöðu, samtal og samvinnu við bandamenn. Það kveði við annan tón í málflutningi Bandaríkjastjórnar eftir valdaskiptin. „Það skal samt haft í huga að Bandaríkjamenn juku þátttöku sína í samstarfi NATO, þótt tónninn hafi verið annar en hjá núverandi stjórn. Það er mjög skýrt frá Biden að hann leggur mikla áherslu á samráð og samtal við sína helstu bandamenn. Það er annar tónn en við heyrðum áður,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Utanríkismál Varnarmál NATO Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sækja fundinn sem stendur nú yfir. Fjöldi mála er til umræðu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri bandalagsins, sagði í ávarpi í morgun að málefni Rússlands og Kína sem og netöryggismál verði ofarlega á blaði. Guðlaugur Þór tekur í sama streng og segir netöryggismál verða sífellt meira áberandi. Þau séu áherslumál. „Sömuleiðis hafa verið áhyggjur af hernaðaruppbyggingu og framferði Rússa eins og við þekkjum. Það er óróasamstaða bandalagsríkjanna gagnvart því að standa þar vörð.“ Grunngildi aðalatriðið Hann segir Ísland kalla eftir því að áhersla verði lögð á málefni kvenna, friðar og öryggis. Grunngildi bandalagsins séu svo aðalatriðið. „Við höfum lagt áherslu á að styrkja pólitískt samráð bandalagsríkjanna. Við erum ánægð með að tillögurnar sem nú liggja fyrir innihaldi metnaðarfull markmið um loftslags- og öryggismál og að bandalagið gegni sínu hlutverki við að standa vörð um grundvöll reglna í alþjóðasamskiptum,“ segir Guðlaugur Þór. Þetta er fyrsti leiðtogafundurinn frá því Joe Biden tók við embætti Bandaríkjaforseta af Donald Trump. Í valdatíð Trumps þótti málflutningur Bandaríkjastjórnar innan NATO einkennast af ágreiningi. Að sögn Guðlaugs hefur Biden lagt áherslu á samstöðu, samtal og samvinnu við bandamenn. Það kveði við annan tón í málflutningi Bandaríkjastjórnar eftir valdaskiptin. „Það skal samt haft í huga að Bandaríkjamenn juku þátttöku sína í samstarfi NATO, þótt tónninn hafi verið annar en hjá núverandi stjórn. Það er mjög skýrt frá Biden að hann leggur mikla áherslu á samráð og samtal við sína helstu bandamenn. Það er annar tónn en við heyrðum áður,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Utanríkismál Varnarmál NATO Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira