„Mikil eineltismenning hefur ríkt í Ráðhúsinu“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. júní 2021 14:31 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, segir mikla eineltismenningu hafa ríkt í Ráðhúsinu í áratug. Vísir/Vilhelm „Mikil eineltismenning hefur ríkt í Ráðhúsinu allt frá árinu 2010 og spannar því þrjú kjörtímabil. Sá slæmi andi sem einkennt hefur störf borgarráðs og borgarstjórnar kom ekki í Ráðhúsið með þeim aðilum sem sitja í minnihluta nú.“ Þetta segir í bókun Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, sem hún lagði fyrir í umræðu um sálfélagslegt áhættumat og starfsumhverfi starfsfólks borgarráðs á borgarráðsfundi í gær. Með bókuninni er Vigdís að bregðast fréttum af uppsögn Helgu Bjargar Ragnarsdóttur, fyrrverandi skrifstofustjóra hjá Reykjavíkurborg, vegna meints eineltis af hálfu Vigdísar. Líf og sál kynnti niðurstöður sínar á starfsumhverfi og sálfélagslegu áhættumati fyrir starfsfólk sem mætir fyrir borgarráð í gær. Meðal niðurstaða var það að erfið samskipti á vettvangi borgarráðs hafi gengið mjög nærri starfsmönnum og kjörnum fulltrúum. Þá hafi ekki tekist að tryggja sálfélagslegt öryggi starfsmanna á vettvangi ráðsins. Kallað var eftir mati á starfumhverfi borgarráðs meðal annars vegna deilna Helgu Bjargar Ragnarsdóttur, fyrrverandi skrifstofustjóra hjá Reykjavíkurborg, og Vígdísar Hauksdóttur. Deilurnar náðu hámarki þegar Helga lagði fram kvörtun þess efnis að Vigdís væri að leggja sig í einelti. Í kjölfarið sakaði Vigdís Helgu um að leggja sig í einelti og fór fram á það að Helga sæti ekki fundi sem Vigdís þyrfti að sitja. „Þetta eru óboðleg vinnubrögð“ Greint var frá því fyrr í vikunni að Helga hafi verið færð til í starfi að eigin ósk. Sú ósk hafi byggst á deilum hennar og Vigdísar og segist Helga hafa orðið fyrir stöðugu áreiti og ofsóknum af hálfu borgarfulltrúans. Umræðurnar um málið í gær voru nokkuð harðar og sakaði Vigdís meðal annars embættismann borgarinnar um að hafa rofið trúnað, en kynningin var merkt sem trúnaðarmál í tölvupósti sem barst borgarráðsmönnum þann 8. júní síðastliðinn. „Þetta eru óboðleg vinnubrögð. Í borgarráði sitja 10 kjörnir fulltrúar og því er haldið fram að kynningin sé ópersónugreinanleg. Það varpar ljósi á þá alvarlegu stöðu að enn er óútkljáð kvörtunarmál vegna þessa máls hjá persónuvernd,“ sagði í annarri bókun Vigdísar. „Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins velur að snúa öllu á haus“ Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna lögðu fram gagnbókun við bókun Vigdísar. Sögðu þeir kolrangt að embættismaður hafi rofið trúnað á niðurstöðunum enda hafi umræddur starfsmaður ekki séð niðurstöðurnar. „Á Facebook-síðu starfsmannsins stendur: „Í ágúst sl. var greint frá því að gera ætti úttekt á sálfélagslegum áhættuþáttum fyrir það starfsfólk sem situr eða þarf reglulega að taka sæti á fundum borgarráðs í kjölfar ábendinga um starfsumhverfi þess hóps. Ég vona svo sannarlega að kjörnir fulltrúar taki niðurstöður þeirrar úttektar alvarlega og ráðist í nauðsynlegar og löngu tímabærar úrbætur til að tryggja heilnæmt og öruggt starfsumhverfi fyrir okkur öll.“ „Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins velur að snúa öllu á haus þrátt fyrir að vera leiðréttur um það sem er satt og rétt,“ sagði í gagnbókun Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna. Vigdís sagði í gagnbókun að eineltismenning innan borgarráðs væri ekki ný af nálinni. „Um það vitna m.a. upptökur frá fundi borgarstjórnar frá lokum síðasta kjörtímabils þegar einn fráfarandi borgarfulltrúi sá sig knúinn til að upplýsa um eineltismenningu meirihlutans. Einnig er minnt á ummæli annars kjörins fyrrverandi borgarfulltrúa frá kjörtímabilinu 2010-2014 þar sem hann kom fram og greindi frá sjálfsvígshugmyndum sínum vegna grófs eineltis frá meirihlutanum.“ Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Hættir á skrifstofu borgarstjóra vegna Vigdísar Helga Björg Ragnarsdóttir, fyrrum skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra, hefur verið færð til í starfi að eigin ósk. Hún segist hafa orðið fyrir stöðugu áreiti og ofsóknum af hálfu borgarfulltrúa Miðflokksins, Vigdísar Hauksdóttur. Hún telur að kerfið hafi brugðist sér í málinu. 9. júní 2021 17:29 Skrifstofustjóri borgarstjóra: „Skaðlegt að kjörnir fulltrúar þurfi ítrekað að verjast árásum borgarfulltrúans á mig“ Það er skaðlegt að kjörnir fulltrúar þurfi ítrekað að verjast árásum borgarfulltrúans á mig og annað starfsfólk borgarinnar í stað þess að geta einbeitt sér að því að vinna að góðum málum í þágu borgarbúa. Það er líka skaðlegt fyrir mig, fjölskyldu mína og mína heilsu,“ skrifar Helga Björg Ragnarsdóttir skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra í færslu á Facebook-síðu sinni. 14. ágúst 2020 23:10 Vigdís langþreytt og leitar til Vinnueftirlitsins Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins hefur óskað eftir aðstoð Vinnueftirlitsins í deilum sínum við Helgu Björgu Ragnarsdóttur skrifstofustjóra borgarstjóra og Stefán Eiríksson borgarritara. 27. febrúar 2020 14:11 Mest lesið Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Þetta segir í bókun Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, sem hún lagði fyrir í umræðu um sálfélagslegt áhættumat og starfsumhverfi starfsfólks borgarráðs á borgarráðsfundi í gær. Með bókuninni er Vigdís að bregðast fréttum af uppsögn Helgu Bjargar Ragnarsdóttur, fyrrverandi skrifstofustjóra hjá Reykjavíkurborg, vegna meints eineltis af hálfu Vigdísar. Líf og sál kynnti niðurstöður sínar á starfsumhverfi og sálfélagslegu áhættumati fyrir starfsfólk sem mætir fyrir borgarráð í gær. Meðal niðurstaða var það að erfið samskipti á vettvangi borgarráðs hafi gengið mjög nærri starfsmönnum og kjörnum fulltrúum. Þá hafi ekki tekist að tryggja sálfélagslegt öryggi starfsmanna á vettvangi ráðsins. Kallað var eftir mati á starfumhverfi borgarráðs meðal annars vegna deilna Helgu Bjargar Ragnarsdóttur, fyrrverandi skrifstofustjóra hjá Reykjavíkurborg, og Vígdísar Hauksdóttur. Deilurnar náðu hámarki þegar Helga lagði fram kvörtun þess efnis að Vigdís væri að leggja sig í einelti. Í kjölfarið sakaði Vigdís Helgu um að leggja sig í einelti og fór fram á það að Helga sæti ekki fundi sem Vigdís þyrfti að sitja. „Þetta eru óboðleg vinnubrögð“ Greint var frá því fyrr í vikunni að Helga hafi verið færð til í starfi að eigin ósk. Sú ósk hafi byggst á deilum hennar og Vigdísar og segist Helga hafa orðið fyrir stöðugu áreiti og ofsóknum af hálfu borgarfulltrúans. Umræðurnar um málið í gær voru nokkuð harðar og sakaði Vigdís meðal annars embættismann borgarinnar um að hafa rofið trúnað, en kynningin var merkt sem trúnaðarmál í tölvupósti sem barst borgarráðsmönnum þann 8. júní síðastliðinn. „Þetta eru óboðleg vinnubrögð. Í borgarráði sitja 10 kjörnir fulltrúar og því er haldið fram að kynningin sé ópersónugreinanleg. Það varpar ljósi á þá alvarlegu stöðu að enn er óútkljáð kvörtunarmál vegna þessa máls hjá persónuvernd,“ sagði í annarri bókun Vigdísar. „Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins velur að snúa öllu á haus“ Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna lögðu fram gagnbókun við bókun Vigdísar. Sögðu þeir kolrangt að embættismaður hafi rofið trúnað á niðurstöðunum enda hafi umræddur starfsmaður ekki séð niðurstöðurnar. „Á Facebook-síðu starfsmannsins stendur: „Í ágúst sl. var greint frá því að gera ætti úttekt á sálfélagslegum áhættuþáttum fyrir það starfsfólk sem situr eða þarf reglulega að taka sæti á fundum borgarráðs í kjölfar ábendinga um starfsumhverfi þess hóps. Ég vona svo sannarlega að kjörnir fulltrúar taki niðurstöður þeirrar úttektar alvarlega og ráðist í nauðsynlegar og löngu tímabærar úrbætur til að tryggja heilnæmt og öruggt starfsumhverfi fyrir okkur öll.“ „Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins velur að snúa öllu á haus þrátt fyrir að vera leiðréttur um það sem er satt og rétt,“ sagði í gagnbókun Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna. Vigdís sagði í gagnbókun að eineltismenning innan borgarráðs væri ekki ný af nálinni. „Um það vitna m.a. upptökur frá fundi borgarstjórnar frá lokum síðasta kjörtímabils þegar einn fráfarandi borgarfulltrúi sá sig knúinn til að upplýsa um eineltismenningu meirihlutans. Einnig er minnt á ummæli annars kjörins fyrrverandi borgarfulltrúa frá kjörtímabilinu 2010-2014 þar sem hann kom fram og greindi frá sjálfsvígshugmyndum sínum vegna grófs eineltis frá meirihlutanum.“
Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Hættir á skrifstofu borgarstjóra vegna Vigdísar Helga Björg Ragnarsdóttir, fyrrum skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra, hefur verið færð til í starfi að eigin ósk. Hún segist hafa orðið fyrir stöðugu áreiti og ofsóknum af hálfu borgarfulltrúa Miðflokksins, Vigdísar Hauksdóttur. Hún telur að kerfið hafi brugðist sér í málinu. 9. júní 2021 17:29 Skrifstofustjóri borgarstjóra: „Skaðlegt að kjörnir fulltrúar þurfi ítrekað að verjast árásum borgarfulltrúans á mig“ Það er skaðlegt að kjörnir fulltrúar þurfi ítrekað að verjast árásum borgarfulltrúans á mig og annað starfsfólk borgarinnar í stað þess að geta einbeitt sér að því að vinna að góðum málum í þágu borgarbúa. Það er líka skaðlegt fyrir mig, fjölskyldu mína og mína heilsu,“ skrifar Helga Björg Ragnarsdóttir skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra í færslu á Facebook-síðu sinni. 14. ágúst 2020 23:10 Vigdís langþreytt og leitar til Vinnueftirlitsins Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins hefur óskað eftir aðstoð Vinnueftirlitsins í deilum sínum við Helgu Björgu Ragnarsdóttur skrifstofustjóra borgarstjóra og Stefán Eiríksson borgarritara. 27. febrúar 2020 14:11 Mest lesið Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Hættir á skrifstofu borgarstjóra vegna Vigdísar Helga Björg Ragnarsdóttir, fyrrum skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra, hefur verið færð til í starfi að eigin ósk. Hún segist hafa orðið fyrir stöðugu áreiti og ofsóknum af hálfu borgarfulltrúa Miðflokksins, Vigdísar Hauksdóttur. Hún telur að kerfið hafi brugðist sér í málinu. 9. júní 2021 17:29
Skrifstofustjóri borgarstjóra: „Skaðlegt að kjörnir fulltrúar þurfi ítrekað að verjast árásum borgarfulltrúans á mig“ Það er skaðlegt að kjörnir fulltrúar þurfi ítrekað að verjast árásum borgarfulltrúans á mig og annað starfsfólk borgarinnar í stað þess að geta einbeitt sér að því að vinna að góðum málum í þágu borgarbúa. Það er líka skaðlegt fyrir mig, fjölskyldu mína og mína heilsu,“ skrifar Helga Björg Ragnarsdóttir skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra í færslu á Facebook-síðu sinni. 14. ágúst 2020 23:10
Vigdís langþreytt og leitar til Vinnueftirlitsins Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins hefur óskað eftir aðstoð Vinnueftirlitsins í deilum sínum við Helgu Björgu Ragnarsdóttur skrifstofustjóra borgarstjóra og Stefán Eiríksson borgarritara. 27. febrúar 2020 14:11
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent