Orðrómur um að fólk vildi ekki Janssen reyndist ekki á rökum reistur Birgir Olgeirsson skrifar 10. júní 2021 18:43 Bóluefnaröð við Laugardalshöll. Vísir/Vilhelm Rúmlega kílómetra löng röð myndaðist við Laugardalshöll í dag þar sem bólusett var með Jansen bóluefninu. Aðeins helmings heimtur fengust úr boðun í morgun og var því gripið til skyndiboðunar til fleiri árganga. Bólusetja átti um 10.000 með Jansen á höfuðborgarsvæðinu í dag. Tæplega helmingur boðaðra skilaði sér um morguninn. Jansen-bóluefnið hefur þriggja klukkustunda líftíma eftir að það er blandað og því voru fleiri árgangar boðaðir í bólusetningu með skyndi svo bóluefnið myndi ekki renna út. Úr varð að heljarinnar röð myndaðist frá Laugardalshöll og alla leið að læknamiðstöðinni í Glæsibæ. „Í morgun var frekar dræm þátttaka. Hún náði ekki 50 prósentum. Við sáum fyrir að það yrði frekar léleg þátttaka í dag. Við ákváðum að boða aðra árganga til viðbótar. Þá kom algjör sprengja. Kannsk eru yngri árgangarnir að mæta betur. Líka þegar fólk heyrir að það sé röð, þá er fólk duglegt að mæta,“ segir Ragnheiður Ósk Erlensdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hefði verið betra að búta þennan hóp, sem var boðaður í dag, aðeins niður og dreifa honum yfir nokkra daga? „Það gæti verið. Þetta er rosalega jafnvægislist að þetta passi allt saman og gangi upp. Þetta er mikill fjöldi af fólki sem við erum að eiga við og mismunandi hvernig árgangarnir taka við sér. Við erum ennþá að reyna að átta okkur á þessu hegðunarmynstri.“ Tryggja þarf jafnvægi á milli mætingar og hversu margir skammtar eru blandaðir svo bóluefni fari ekki til spillis. Á þriðja tímanum í dag var ákveðið að vísa fólki frá og verðir settir við röðina svo fleiri myndu ekki bætast í hana. Þeir sem höfðu fengið boð en komust ekki að munu fá að mæta í bólusetningu á mánudag. Um klukkan fimm í dag hafði öll röðin verið bólusett en þó voru um sjö hundruð skammtar af bóluefni Janssen eftir. Því var brugðið á það ráð að leyfa öllum að freista þess að fá bólusetningu, þrátt fyrir að hafa ekki fengið boðun. „Þetta þarf að vera allt í jafnvægi og við getum aldrei spáð fyrir um þetta. Það var líka mikill orðrómur um að fólk vildi ekki Janssen, þannig það gerði okkur stressuð í morgun. En svo snerist það algjörlega við rétt fyrir hádegi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Sjá meira
Bólusetja átti um 10.000 með Jansen á höfuðborgarsvæðinu í dag. Tæplega helmingur boðaðra skilaði sér um morguninn. Jansen-bóluefnið hefur þriggja klukkustunda líftíma eftir að það er blandað og því voru fleiri árgangar boðaðir í bólusetningu með skyndi svo bóluefnið myndi ekki renna út. Úr varð að heljarinnar röð myndaðist frá Laugardalshöll og alla leið að læknamiðstöðinni í Glæsibæ. „Í morgun var frekar dræm þátttaka. Hún náði ekki 50 prósentum. Við sáum fyrir að það yrði frekar léleg þátttaka í dag. Við ákváðum að boða aðra árganga til viðbótar. Þá kom algjör sprengja. Kannsk eru yngri árgangarnir að mæta betur. Líka þegar fólk heyrir að það sé röð, þá er fólk duglegt að mæta,“ segir Ragnheiður Ósk Erlensdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hefði verið betra að búta þennan hóp, sem var boðaður í dag, aðeins niður og dreifa honum yfir nokkra daga? „Það gæti verið. Þetta er rosalega jafnvægislist að þetta passi allt saman og gangi upp. Þetta er mikill fjöldi af fólki sem við erum að eiga við og mismunandi hvernig árgangarnir taka við sér. Við erum ennþá að reyna að átta okkur á þessu hegðunarmynstri.“ Tryggja þarf jafnvægi á milli mætingar og hversu margir skammtar eru blandaðir svo bóluefni fari ekki til spillis. Á þriðja tímanum í dag var ákveðið að vísa fólki frá og verðir settir við röðina svo fleiri myndu ekki bætast í hana. Þeir sem höfðu fengið boð en komust ekki að munu fá að mæta í bólusetningu á mánudag. Um klukkan fimm í dag hafði öll röðin verið bólusett en þó voru um sjö hundruð skammtar af bóluefni Janssen eftir. Því var brugðið á það ráð að leyfa öllum að freista þess að fá bólusetningu, þrátt fyrir að hafa ekki fengið boðun. „Þetta þarf að vera allt í jafnvægi og við getum aldrei spáð fyrir um þetta. Það var líka mikill orðrómur um að fólk vildi ekki Janssen, þannig það gerði okkur stressuð í morgun. En svo snerist það algjörlega við rétt fyrir hádegi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Sjá meira