Framlag Þórsara lækkaði um 69 prósent á milli leikja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2021 16:30 Callum Reese Lawson var frábær í leik þrjú en klikkaði á 9 af 12 skotum sínum í leik fjögur. Vísir/Bára Ekkert lið hefur spilað betur og ekkert lið hefur spilað verr í úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta í ár en Þórsarar á síðustu fimm dögum. Þór frá Þorlákshöfn mistókst að tryggja sér sæti í lokaúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn í gærkvöldi og í staðinn fáum við oddaleik í Þorlákshöfn á laugardaginn kemur. Það vissu flestir að Þórsarar gætu ekki spilað annan eins fullkomin leik á móti Stjörnunni og þeir gerðu í leik þrjú en það gat enginn séð fyrir að þeir myndu bjóða upp á verstu frammistöðu liðs í úrslitakeppninni í ár. Þórsarar fóru frá því að vera með hæsta framlagið í úrslitakeppninni í ár í að vera með lægsta framlagið. Framlag liðsins fór úr 160 framlagsstigum niður í 50 milli leikja. Það lækkaði um 110 stig eða um tæplega 69 prósent sem er ótrúleg lækkun. Þór vann þriðja leikinn með 23 stigum, 115-92, þar sem liðið hitti meðal annars úr 60 prósent þriggja stiga skotanna og 88 prósent vítanna auk þess að vinna fráköstin, gefa 31 stoðsendingu og tapa bara 10 boltum. Í leiknum í Garðabænum í gær þá töpuðu Þórsarar með 20 stigum, 58-78, þar sem þeir hitti aðeins úr fimmtán prósent þriggja stiga skotanna og 71 prósent vítanna. Þeir töpuðu 13 boltum og urðu undir í frákastabaráttunni. Liðið skoraði átján körfum færra en í leiknum á undan og átti aðeins samtals sex stoðsendingar allan leikinn. Liðið fór úr því að vera með 3,1 stoðsendingu á hvern tapaðan bolta í að vera með 2,2 tapaða bolta á hverja stoðsendingu. Hæsta framlag liðs í einum leik í úrslitakepninni 2021: 1. Þór Þorl. 160 (á móti Stjörnunni 6. júní) 2. Stjarnan 143 (á móti Grindavík 28. maí) 3. Þór Þorl. 137 (á móti Þór Ak. 26. maí) - Lægsta framlag liðs í einum leik í úrslitakepninni 2021: 1. Þór Þorl. 50 (á móti Stjörnunni 9. júní) 2. Þór Ak. 51 (á móti Þór Þorl. 26. maí) 3. Tindastóll 68 (á móti Keflavík 15. maí) - Breyting á framlagi lykilleikmanna Þórs á milli leikja: Halldór Garðar Hermannsson -9 (15 í 6) Adomas Drungilas -10 (19 í 9) Larry Thomas -10 (14 í 4) Ragnar Örn Bragason -13 (13 í 0) Davíð Arnar Ágústsson -14 (14 í 0) Emil Karel Einarsson -15 (13 í -2) Styrmir Snær Þrastarson -16 (31 í 14) Callum Reese Lawson -26 (35 í 9) Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sjá meira
Þór frá Þorlákshöfn mistókst að tryggja sér sæti í lokaúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn í gærkvöldi og í staðinn fáum við oddaleik í Þorlákshöfn á laugardaginn kemur. Það vissu flestir að Þórsarar gætu ekki spilað annan eins fullkomin leik á móti Stjörnunni og þeir gerðu í leik þrjú en það gat enginn séð fyrir að þeir myndu bjóða upp á verstu frammistöðu liðs í úrslitakeppninni í ár. Þórsarar fóru frá því að vera með hæsta framlagið í úrslitakeppninni í ár í að vera með lægsta framlagið. Framlag liðsins fór úr 160 framlagsstigum niður í 50 milli leikja. Það lækkaði um 110 stig eða um tæplega 69 prósent sem er ótrúleg lækkun. Þór vann þriðja leikinn með 23 stigum, 115-92, þar sem liðið hitti meðal annars úr 60 prósent þriggja stiga skotanna og 88 prósent vítanna auk þess að vinna fráköstin, gefa 31 stoðsendingu og tapa bara 10 boltum. Í leiknum í Garðabænum í gær þá töpuðu Þórsarar með 20 stigum, 58-78, þar sem þeir hitti aðeins úr fimmtán prósent þriggja stiga skotanna og 71 prósent vítanna. Þeir töpuðu 13 boltum og urðu undir í frákastabaráttunni. Liðið skoraði átján körfum færra en í leiknum á undan og átti aðeins samtals sex stoðsendingar allan leikinn. Liðið fór úr því að vera með 3,1 stoðsendingu á hvern tapaðan bolta í að vera með 2,2 tapaða bolta á hverja stoðsendingu. Hæsta framlag liðs í einum leik í úrslitakepninni 2021: 1. Þór Þorl. 160 (á móti Stjörnunni 6. júní) 2. Stjarnan 143 (á móti Grindavík 28. maí) 3. Þór Þorl. 137 (á móti Þór Ak. 26. maí) - Lægsta framlag liðs í einum leik í úrslitakepninni 2021: 1. Þór Þorl. 50 (á móti Stjörnunni 9. júní) 2. Þór Ak. 51 (á móti Þór Þorl. 26. maí) 3. Tindastóll 68 (á móti Keflavík 15. maí) - Breyting á framlagi lykilleikmanna Þórs á milli leikja: Halldór Garðar Hermannsson -9 (15 í 6) Adomas Drungilas -10 (19 í 9) Larry Thomas -10 (14 í 4) Ragnar Örn Bragason -13 (13 í 0) Davíð Arnar Ágústsson -14 (14 í 0) Emil Karel Einarsson -15 (13 í -2) Styrmir Snær Þrastarson -16 (31 í 14) Callum Reese Lawson -26 (35 í 9)
Hæsta framlag liðs í einum leik í úrslitakepninni 2021: 1. Þór Þorl. 160 (á móti Stjörnunni 6. júní) 2. Stjarnan 143 (á móti Grindavík 28. maí) 3. Þór Þorl. 137 (á móti Þór Ak. 26. maí) - Lægsta framlag liðs í einum leik í úrslitakepninni 2021: 1. Þór Þorl. 50 (á móti Stjörnunni 9. júní) 2. Þór Ak. 51 (á móti Þór Þorl. 26. maí) 3. Tindastóll 68 (á móti Keflavík 15. maí) - Breyting á framlagi lykilleikmanna Þórs á milli leikja: Halldór Garðar Hermannsson -9 (15 í 6) Adomas Drungilas -10 (19 í 9) Larry Thomas -10 (14 í 4) Ragnar Örn Bragason -13 (13 í 0) Davíð Arnar Ágústsson -14 (14 í 0) Emil Karel Einarsson -15 (13 í -2) Styrmir Snær Þrastarson -16 (31 í 14) Callum Reese Lawson -26 (35 í 9)
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sjá meira