Stjörnumenn þurfa að laga vandræða leikhlutann sinn ætli þeir í oddaleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2021 14:31 Callum Reese Lawson skoraði 9 stig í þriðja leikhluta í síðasta leik og hér er hann að losa sig frá Austin James Brodeur í síðasta leik liðanna í Garðabænum. Vísir/Bára Stjörnumenn berjast fyrir lífi sínu í úrslitakeppni Domino's deild karla í körfubolta í kvöld en Þórsarar geta þá sent Garðbæinga í sumarfrí og tryggt sér sæti í lokaúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn. Þór vann síðasta leik liðanna mjög sannfærandi með 23 stiga mun þar sem Þorlákshafnarmenn hittu úr 60% þriggja stiga skota sinna og settu alls 115 stig á töfluna. Þetta var fjórði sigur Þórsara í fimm leikjum á móti Stjörnunni á tímabilinu. Eina tapið kom í leik eitt í þessu undanúrslitaeinvígi en Garðbæingar sóttu þá sigur á útivöll. Þórsarar hafa svarað með tveimur sigrum í röð og geta nú klárað einvígið í kvöld. Það er auðvitað ýmislegt sem Stjörnuliðið þarf að laga eftir skellinn í síðasta leik en það er þó sérstaklega einn leikhluti sem hefur farið afar illa með liðið á móti Þór. Stjarnan var í þriðja sæti yfir besta nettó í þriðja leikhluta í deildinni í vetur og vann hann með samtals 18 stigum í einvíginu á móti Grindavík sem var það besta í átta liða úrslitunum. Leikirnir á móti Þór eru allt önnur saga. Yfirburðir Þórsliðsins í einum leikhluta í þessum fimm leikjum liðanna eru sláandi. Hálfleiksræður Arnar Guðjónssonar hafa nefnilega ekki borið mikinn árangur en á sama tíma hefur Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, hins vegar náð að kveikja í sínum mönnum og breyta rétt. Þórsarar hafa unnið þriðja leikhlutann með samtals 38 stigum í þessum fimm leikjum eða með 7,6 stigum að meðaltali. Þeir eru að skora 25,6 stig að meðaltali á móti 18,0 stigum frá Stjörnunni. Þórsarar hafa unnið þriðja leikhluta í öllum leikjunum fimm en eini tapleikurinn sker sig þó aðeins úr. Eini sigurleikur Stjörnunnar á móti Þór kom í leik sem þeir töpuðu þriðja leikhlutanum bara með einu stigi. Þór hefur unnið þriðja leikhlutann í hinum fjórum leikjunum með sex stigum eða meira. Í raun má segja að Þórsaliðið hafi hlaupið yfir Stjörnumenn í seinni hálfleik í vetur. Stjarnan hefur unnið fyrri hálfleik leikja liðanna með samanlagt 11 stigum en Þórsarar hafa aftur á móti unnið seinni hálfleikina með 49 stigum. Auðvitað á þriðji leikhlutinn stærstan hlut í viðsnúningi Þórsliðsins en Stjörnumenn hafa hreinlega átt fá svör við tempó Þórsliðsins eftir hlé. Leikur Stjörnunnar og Þórs í kvöld hefst klukkan 20.15 og er hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hjá Domino's Körfuboltakvöldi hefst klukkan 19.45 og strax á eftir leiknum verður hann gerður upp í Domino's Körfuboltakvöldi á sömu stöð. Nettó eftir leikhlutum í fimm leikjum Þórs og Stjörnunnar i vetur: 1. leikhluti: Stjarnan +3 2. leikhluti: Stjarnan +8 3. leikhluti: Þór Þorl. +38 4. leikhluti: Þór Þorl. +11 - Þórsarar eru 38 stig í plús í heildarnettó sem er einmitt forskot liðsins í þriðja leikhluta. Þriðji leikhluti í fimm leikjum Þórs og Stjörnunnar i vetur: Deildarleikur eitt í Garðabæ: Þór Þorl. +8 Deildarleikur tvö í Þorlákshöfn: Þór Þorl. +15 Úrslitakeppni, leikur eitt í Þorlákshöfn: Þór Þorl. +1 Úrslitakeppni, leikur tvö í Garðabæ: Þór Þorl. +6 Úrslitakeppni, leikur þrjú í Þorlákshöfn: Þór Þorl. +8 Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Stjarnan Þór Þorlákshöfn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Sjá meira
Þór vann síðasta leik liðanna mjög sannfærandi með 23 stiga mun þar sem Þorlákshafnarmenn hittu úr 60% þriggja stiga skota sinna og settu alls 115 stig á töfluna. Þetta var fjórði sigur Þórsara í fimm leikjum á móti Stjörnunni á tímabilinu. Eina tapið kom í leik eitt í þessu undanúrslitaeinvígi en Garðbæingar sóttu þá sigur á útivöll. Þórsarar hafa svarað með tveimur sigrum í röð og geta nú klárað einvígið í kvöld. Það er auðvitað ýmislegt sem Stjörnuliðið þarf að laga eftir skellinn í síðasta leik en það er þó sérstaklega einn leikhluti sem hefur farið afar illa með liðið á móti Þór. Stjarnan var í þriðja sæti yfir besta nettó í þriðja leikhluta í deildinni í vetur og vann hann með samtals 18 stigum í einvíginu á móti Grindavík sem var það besta í átta liða úrslitunum. Leikirnir á móti Þór eru allt önnur saga. Yfirburðir Þórsliðsins í einum leikhluta í þessum fimm leikjum liðanna eru sláandi. Hálfleiksræður Arnar Guðjónssonar hafa nefnilega ekki borið mikinn árangur en á sama tíma hefur Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, hins vegar náð að kveikja í sínum mönnum og breyta rétt. Þórsarar hafa unnið þriðja leikhlutann með samtals 38 stigum í þessum fimm leikjum eða með 7,6 stigum að meðaltali. Þeir eru að skora 25,6 stig að meðaltali á móti 18,0 stigum frá Stjörnunni. Þórsarar hafa unnið þriðja leikhluta í öllum leikjunum fimm en eini tapleikurinn sker sig þó aðeins úr. Eini sigurleikur Stjörnunnar á móti Þór kom í leik sem þeir töpuðu þriðja leikhlutanum bara með einu stigi. Þór hefur unnið þriðja leikhlutann í hinum fjórum leikjunum með sex stigum eða meira. Í raun má segja að Þórsaliðið hafi hlaupið yfir Stjörnumenn í seinni hálfleik í vetur. Stjarnan hefur unnið fyrri hálfleik leikja liðanna með samanlagt 11 stigum en Þórsarar hafa aftur á móti unnið seinni hálfleikina með 49 stigum. Auðvitað á þriðji leikhlutinn stærstan hlut í viðsnúningi Þórsliðsins en Stjörnumenn hafa hreinlega átt fá svör við tempó Þórsliðsins eftir hlé. Leikur Stjörnunnar og Þórs í kvöld hefst klukkan 20.15 og er hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hjá Domino's Körfuboltakvöldi hefst klukkan 19.45 og strax á eftir leiknum verður hann gerður upp í Domino's Körfuboltakvöldi á sömu stöð. Nettó eftir leikhlutum í fimm leikjum Þórs og Stjörnunnar i vetur: 1. leikhluti: Stjarnan +3 2. leikhluti: Stjarnan +8 3. leikhluti: Þór Þorl. +38 4. leikhluti: Þór Þorl. +11 - Þórsarar eru 38 stig í plús í heildarnettó sem er einmitt forskot liðsins í þriðja leikhluta. Þriðji leikhluti í fimm leikjum Þórs og Stjörnunnar i vetur: Deildarleikur eitt í Garðabæ: Þór Þorl. +8 Deildarleikur tvö í Þorlákshöfn: Þór Þorl. +15 Úrslitakeppni, leikur eitt í Þorlákshöfn: Þór Þorl. +1 Úrslitakeppni, leikur tvö í Garðabæ: Þór Þorl. +6 Úrslitakeppni, leikur þrjú í Þorlákshöfn: Þór Þorl. +8 Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Nettó eftir leikhlutum í fimm leikjum Þórs og Stjörnunnar i vetur: 1. leikhluti: Stjarnan +3 2. leikhluti: Stjarnan +8 3. leikhluti: Þór Þorl. +38 4. leikhluti: Þór Þorl. +11 - Þórsarar eru 38 stig í plús í heildarnettó sem er einmitt forskot liðsins í þriðja leikhluta. Þriðji leikhluti í fimm leikjum Þórs og Stjörnunnar i vetur: Deildarleikur eitt í Garðabæ: Þór Þorl. +8 Deildarleikur tvö í Þorlákshöfn: Þór Þorl. +15 Úrslitakeppni, leikur eitt í Þorlákshöfn: Þór Þorl. +1 Úrslitakeppni, leikur tvö í Garðabæ: Þór Þorl. +6 Úrslitakeppni, leikur þrjú í Þorlákshöfn: Þór Þorl. +8
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Stjarnan Þór Þorlákshöfn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Sjá meira