Þeim sem ekki fá boð er vísað frá fyrri part dags Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. júní 2021 10:19 Röðin í bólusetnnigu hefur aldrei verið jafnlöng og í dag. Vísir/Egill Gríðarlega löng röð hefur myndast fyrir utan Laugardalshöll, þar sem verið er að bólusetja fyrir Covid-19 með bóluefni AstraZeneca í dag. Röðin nær alla leið upp á Suðurlandsbraut og hringinn í kring um túnið við hlið hallarinnar. Í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að mun meiri ásókn sé í AstraZeneca bólusetninguna í dag en búist var við. Þeir sem ekki hafa fengið boð í bólusetningu munu ekki komast að strax heldur þurfa að bíða þar til eftir klukkan 14 í dag. „Við verðum að byrja á þeim sem eru komnir á tíma með seinni skammtinn,“ segir í tilkynningunni. „Það er þannig að við erum með Astra-dag í dag og erum að bólusetja eingöngu þá sem eru að fá seinni sprautu. Síðan gerist það strax í morgun að það streymir að fólk sem ekki er með boð í Astra, heldur er fólk sem ætlar að koma eftir fjórar vikur,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við fréttastofu. Klippa: Bólusetningarröð út á Suðurlandsbraut - Timelapse „Við réðum ekki við þetta“ Um er að ræða fólk sem er að fá seinni skammt AstraZeneca bóluefnisins. Upphaflega þurfti fólk að bíða í tólf vikur eftir seinni skammti en nýlega var það kynnt að sá biðtími yrði styttur í átta vikur. Fólk í sérstökum aðstæðum getur þó mætt í seinni sprautuna eftir fjórar vikur en fær ekki boð fyrr en átta vikur eru liðnar. „Við vorum búin að gefa leyfi á það að koma eftir fjórar vikur ef fólk er að fara erlendis eða það er eitthvað sérstakt. En það fær enginn boð fyrr en eftir átta vikur. Þetta var bara það mikill fjöldi að við réðum ekki við þetta og sáum fram á það að klára bóluefið strax, án þess að ná að klára þá sem eru búnir að bíða í átta vikur,“ segir Ragnheiður. „Það verður klukkan tvö í dag og þá getum við notað afgangsskammtana til að bólusetja þá sem eru bara búnir með fjórar vikur frá fyrri bólusetningu,“ segir Ragnheiður. Mikil ásókn er í bólusetningu í dag.Vísir/Hallgerður AstraZeneca bóluefnið verður næst í boði eftir tvær vikur og gefst þá fólki, sem mun fá seinni bóluefnaskammt AstraZeneca, tækifæri til þess að mæta í bólusetningu þá. Þá kemur fram að virkni bóluefnisins aukist með lengri tíma sem líði á milli þess sem skammtarnir eru gefnir. Fólk svekkt að komast ekki í seinni sprautuna strax Hún segir að þau hafi þurft að bregða á það ráð í dag að vísa fólki, sem ekki er með boð, frá. „Já, við höfum þurft að gera það og útskýra fyrir fólki að við myndum klára bóluefnið strax og gætum þá ekki bólusett þá sem eiga boð og eru þá sennilega búnir að bíða í átta vikur. Þetta kom okkur mjög á óvart að það væri svona mikill fjöldi sem vildi komast að eftir fjórar vikur. En við auðvitað skiljum það vel að fólk vilji komast að og klára sínar bólusetningar en við viljum benda á að það er betri vörn ef fólk bíður í átta vikur.“ Röðin í bólusetningu nær alla leið upp á Suðurlandsbraut.Vísir/Hallgerður Hún segir betra fyrir fólk að bíða í átta vikur frá fyrri skammti þar til fólk mætir í seinni bólusetninguna og hvetur fólk til þess að bíða eftir því að fá boð. Hún segir starfsfólk ekki hafa lent í einhverjum pirruðum einstaklingum, „Nei nei, en fólk er auðvitað svekkt þegar það við vorum búin að kynna að þetta væri möguleiki fyrir ákveðinn hóp sem væru einhverjar sérstakar aðstæður hjá. En við bara áttuðum okkur ekki á að það væri þessi gríðarlegi fjöldi,“ segir Ragnheiður. „Ég vona bara að fólk taki því vel að það þurfi að bíða aðeins lengur eftir að fá seinni skammtinn. Við eigum bara ekki meira Astra-efni. Við eigum bara einhverja sex þúsund skammta af Astra til að nota í dag og þetta miðast út frá því að við þurfum að byrja á þeim sem hafa beðið lengst. Við munum klára þá, greinilega léttilega.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að mun meiri ásókn sé í AstraZeneca bólusetninguna í dag en búist var við. Þeir sem ekki hafa fengið boð í bólusetningu munu ekki komast að strax heldur þurfa að bíða þar til eftir klukkan 14 í dag. „Við verðum að byrja á þeim sem eru komnir á tíma með seinni skammtinn,“ segir í tilkynningunni. „Það er þannig að við erum með Astra-dag í dag og erum að bólusetja eingöngu þá sem eru að fá seinni sprautu. Síðan gerist það strax í morgun að það streymir að fólk sem ekki er með boð í Astra, heldur er fólk sem ætlar að koma eftir fjórar vikur,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við fréttastofu. Klippa: Bólusetningarröð út á Suðurlandsbraut - Timelapse „Við réðum ekki við þetta“ Um er að ræða fólk sem er að fá seinni skammt AstraZeneca bóluefnisins. Upphaflega þurfti fólk að bíða í tólf vikur eftir seinni skammti en nýlega var það kynnt að sá biðtími yrði styttur í átta vikur. Fólk í sérstökum aðstæðum getur þó mætt í seinni sprautuna eftir fjórar vikur en fær ekki boð fyrr en átta vikur eru liðnar. „Við vorum búin að gefa leyfi á það að koma eftir fjórar vikur ef fólk er að fara erlendis eða það er eitthvað sérstakt. En það fær enginn boð fyrr en eftir átta vikur. Þetta var bara það mikill fjöldi að við réðum ekki við þetta og sáum fram á það að klára bóluefið strax, án þess að ná að klára þá sem eru búnir að bíða í átta vikur,“ segir Ragnheiður. „Það verður klukkan tvö í dag og þá getum við notað afgangsskammtana til að bólusetja þá sem eru bara búnir með fjórar vikur frá fyrri bólusetningu,“ segir Ragnheiður. Mikil ásókn er í bólusetningu í dag.Vísir/Hallgerður AstraZeneca bóluefnið verður næst í boði eftir tvær vikur og gefst þá fólki, sem mun fá seinni bóluefnaskammt AstraZeneca, tækifæri til þess að mæta í bólusetningu þá. Þá kemur fram að virkni bóluefnisins aukist með lengri tíma sem líði á milli þess sem skammtarnir eru gefnir. Fólk svekkt að komast ekki í seinni sprautuna strax Hún segir að þau hafi þurft að bregða á það ráð í dag að vísa fólki, sem ekki er með boð, frá. „Já, við höfum þurft að gera það og útskýra fyrir fólki að við myndum klára bóluefnið strax og gætum þá ekki bólusett þá sem eiga boð og eru þá sennilega búnir að bíða í átta vikur. Þetta kom okkur mjög á óvart að það væri svona mikill fjöldi sem vildi komast að eftir fjórar vikur. En við auðvitað skiljum það vel að fólk vilji komast að og klára sínar bólusetningar en við viljum benda á að það er betri vörn ef fólk bíður í átta vikur.“ Röðin í bólusetningu nær alla leið upp á Suðurlandsbraut.Vísir/Hallgerður Hún segir betra fyrir fólk að bíða í átta vikur frá fyrri skammti þar til fólk mætir í seinni bólusetninguna og hvetur fólk til þess að bíða eftir því að fá boð. Hún segir starfsfólk ekki hafa lent í einhverjum pirruðum einstaklingum, „Nei nei, en fólk er auðvitað svekkt þegar það við vorum búin að kynna að þetta væri möguleiki fyrir ákveðinn hóp sem væru einhverjar sérstakar aðstæður hjá. En við bara áttuðum okkur ekki á að það væri þessi gríðarlegi fjöldi,“ segir Ragnheiður. „Ég vona bara að fólk taki því vel að það þurfi að bíða aðeins lengur eftir að fá seinni skammtinn. Við eigum bara ekki meira Astra-efni. Við eigum bara einhverja sex þúsund skammta af Astra til að nota í dag og þetta miðast út frá því að við þurfum að byrja á þeim sem hafa beðið lengst. Við munum klára þá, greinilega léttilega.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira