Skrifaði undir samning sem gildir næsta áratuginn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júní 2021 18:31 Jon Moncayola með boltann í leik gegn Athletic Bilbao á leiktíðinni. EPA-EFE/Miguel Tona Það eru fáir – ef einhverjir – knattspyrnumenn þarna úti sem hafa skrifað undir tíu ára samning á lífsleiðinni. Jon Moncayola, leikmaður Osasuna í La Liga, spænski úrvalsdeildinni, varð hins vegar í dag einn af þeim. Þó allur gangur sé á hversu langa samninga knattspyrnumenn skrifa undir þá eru þeir sjaldnast meira en fimm ár. Mögulega með möguleikanum á árs framlengingu að því loknu ef allir eru hressir. Sául Ñíguez, miðjumaður Atlético Madrid, skrifaði vissulega undir níu ára samning við Atlético Madrid sumarið 2017. Nú þegar samningurinn er rétt hálfnaður virðist sem Spánarmeistararnir séu að reyna losa sig við Sául sem spilar líkt og Moncayola sem miðjumaður. Hvort Sául sé fyrirmynd hins 23 ára gamla Moncayola er óvíst en sá síðarnefndi hefur allavega fetað í sömu fótspor í raun gert gott betur. Osasuan tilkynnti í dag að Moncayola hefði skrifað undir tíu ára samning við félagið. OFFICIAL STATEMENT | #Osasuna renews Moncayola for the next ten seasons.#Moncayola2031 https://t.co/qKoonR3DQQ pic.twitter.com/avWXHLpvFB— C. A. OSASUNA (@caosasuna_en) June 8, 2021 Leikmaðurinn er öllum hnútum kunngur hjá Osasuna enda uppalinn þar. Tímabilið 2016-2017 lék hann með CD Iruña en fyrir það lék hann með yngri liðum og akademíu Osasuna. Frá 2017-2019 lék hann með B-liði félagsins og síðan þá hefur hann leikið fyrir aðalliðið. Fari svo að Mancayola - sem á að baki sjö landsleiki fyrir U-21 lið Spánar - heilli forráðamenn annarra liða þá þurfa þau að greiða Osasuna 22 milljónir evra samkvæmt klásúlu í samningi hans. Að tveimur árum loknum lækkar klásúlan niður í 20 milljónir evra. Osasuna endaði í 11. sæti La Liga á síðustu leiktíð, tíu stigum fyrir ofan fallsæti. Nú ætlar félagið sér eflaust að horfa upp töfluna og ögra liðum á borð við Athletic Bilbao, Celta Vigo og Granada. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fleiri fréttir Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Sjá meira
Þó allur gangur sé á hversu langa samninga knattspyrnumenn skrifa undir þá eru þeir sjaldnast meira en fimm ár. Mögulega með möguleikanum á árs framlengingu að því loknu ef allir eru hressir. Sául Ñíguez, miðjumaður Atlético Madrid, skrifaði vissulega undir níu ára samning við Atlético Madrid sumarið 2017. Nú þegar samningurinn er rétt hálfnaður virðist sem Spánarmeistararnir séu að reyna losa sig við Sául sem spilar líkt og Moncayola sem miðjumaður. Hvort Sául sé fyrirmynd hins 23 ára gamla Moncayola er óvíst en sá síðarnefndi hefur allavega fetað í sömu fótspor í raun gert gott betur. Osasuan tilkynnti í dag að Moncayola hefði skrifað undir tíu ára samning við félagið. OFFICIAL STATEMENT | #Osasuna renews Moncayola for the next ten seasons.#Moncayola2031 https://t.co/qKoonR3DQQ pic.twitter.com/avWXHLpvFB— C. A. OSASUNA (@caosasuna_en) June 8, 2021 Leikmaðurinn er öllum hnútum kunngur hjá Osasuna enda uppalinn þar. Tímabilið 2016-2017 lék hann með CD Iruña en fyrir það lék hann með yngri liðum og akademíu Osasuna. Frá 2017-2019 lék hann með B-liði félagsins og síðan þá hefur hann leikið fyrir aðalliðið. Fari svo að Mancayola - sem á að baki sjö landsleiki fyrir U-21 lið Spánar - heilli forráðamenn annarra liða þá þurfa þau að greiða Osasuna 22 milljónir evra samkvæmt klásúlu í samningi hans. Að tveimur árum loknum lækkar klásúlan niður í 20 milljónir evra. Osasuna endaði í 11. sæti La Liga á síðustu leiktíð, tíu stigum fyrir ofan fallsæti. Nú ætlar félagið sér eflaust að horfa upp töfluna og ögra liðum á borð við Athletic Bilbao, Celta Vigo og Granada. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fleiri fréttir Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Sjá meira