Bjó til mark gegn Mexíkó og þarf í kvöld að koma í veg fyrir að Víkingar taki af honum toppsætið Sindri Sverrisson skrifar 7. júní 2021 14:30 Valsmenn eru á toppi Pepsi Max-deildarinnar en gætu misst toppsætið í kvöld. vísir/hulda Einu taplausu liðin í Pepsi Max-deild karla í fótbolta, Valur og Víkingur R., mætast á Hlíðarenda í kvöld í sannkölluðum stórleik ríkjandi Íslands- og bikarmeistara. Óhætt er að segja að Víkingar hafi komið á óvart í sumar en þeir misstu frá sér toppsætið í síðasta leik fyrir landsleikjahlé þegar þeir gerðu 2-2 jafntefli á heimavelli gegn Fylki. Víkingar eru með 14 stig eftir sex leiki, tveimur stigum á eftir Val sem hefur unnið alla sína leiki fyrir utan 1-1 jantefli við FH þar sem Valur missti fyrirliða sinn af velli með rautt spjald á 24. mínútu. Birkir Már Sævarsson ætti að vera klár í slaginn með Val eftir að hafa snúið heim í síðustu viku frá Bandaríkjunum. Þar átti hann stærstan þátt í eina marki Íslands í 2-1 tapi gegn Mexíkó, sem þó er skráð sem sjálfsmark Mexíkóa. Birkir Már Sævarsson fagnar markinu gegn Mexíkó með félögum sínum í landsliðinu.Getty/Ronald Martinez Kári Árnason dró sig út úr landsliðshópnum þar sem hann vildi ekki auka hættuna á því að smitast af kórónuveirunni með því að ferðast. Landsliðsþjálfararnir völdu ekki Hannes Þór Halldórsson þar sem þeir höfðu stefnt að því að velja ekki leikmenn úr Pepsi Max-deildinni, þó þeir hafi svo valið útileikmenn þaðan þegar margir forfölluðust. Leikurinn í kvöld er hluti af 7. umferð þar sem þegar hafa verið leiknir þrír leikir. Eftir standa leikir KA og Breiðabliks, og FH og Keflavíkur, sem óvíst er hvenær fara fram. Leikmenn úr þessum liðum eru í landsliðshópnum sem ferðaðist áfram til Færeyja og lýkur törn sinni með leik við Pólland ytra á morgun. Næsta umferð hefst svo á laugardag þegar Breiðablik mætir Fylki, Víkingur tekur á móti FH og Valur sækir botnlið Stjörnunnar heim en þeirri umferð lýkur 16. júní. Leikur Vals og Víkings hefst kl. 20 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Valur Víkingur Reykjavík Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Sjá meira
Óhætt er að segja að Víkingar hafi komið á óvart í sumar en þeir misstu frá sér toppsætið í síðasta leik fyrir landsleikjahlé þegar þeir gerðu 2-2 jafntefli á heimavelli gegn Fylki. Víkingar eru með 14 stig eftir sex leiki, tveimur stigum á eftir Val sem hefur unnið alla sína leiki fyrir utan 1-1 jantefli við FH þar sem Valur missti fyrirliða sinn af velli með rautt spjald á 24. mínútu. Birkir Már Sævarsson ætti að vera klár í slaginn með Val eftir að hafa snúið heim í síðustu viku frá Bandaríkjunum. Þar átti hann stærstan þátt í eina marki Íslands í 2-1 tapi gegn Mexíkó, sem þó er skráð sem sjálfsmark Mexíkóa. Birkir Már Sævarsson fagnar markinu gegn Mexíkó með félögum sínum í landsliðinu.Getty/Ronald Martinez Kári Árnason dró sig út úr landsliðshópnum þar sem hann vildi ekki auka hættuna á því að smitast af kórónuveirunni með því að ferðast. Landsliðsþjálfararnir völdu ekki Hannes Þór Halldórsson þar sem þeir höfðu stefnt að því að velja ekki leikmenn úr Pepsi Max-deildinni, þó þeir hafi svo valið útileikmenn þaðan þegar margir forfölluðust. Leikurinn í kvöld er hluti af 7. umferð þar sem þegar hafa verið leiknir þrír leikir. Eftir standa leikir KA og Breiðabliks, og FH og Keflavíkur, sem óvíst er hvenær fara fram. Leikmenn úr þessum liðum eru í landsliðshópnum sem ferðaðist áfram til Færeyja og lýkur törn sinni með leik við Pólland ytra á morgun. Næsta umferð hefst svo á laugardag þegar Breiðablik mætir Fylki, Víkingur tekur á móti FH og Valur sækir botnlið Stjörnunnar heim en þeirri umferð lýkur 16. júní. Leikur Vals og Víkings hefst kl. 20 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Valur Víkingur Reykjavík Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Sjá meira