„Geri enga kröfu um sæti á framboðslista flokksins“ Elma Rut Valtýsdóttir, Kjartan Kjartansson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 6. júní 2021 11:32 Sigríður Á. Andersen segir af sér embætti Dómsmálaráðherra vegna skipan dómara í Landsrétt Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, ætlar að tjá kjörnefnd að hún geri ekki kröfu um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar. Hún ætlar þó ekki að hætta stjórnmálaþátttöku. Þrír sitjandi þingmenn flokksins náðu ekki þeim árangri sem þeir sóttust eftir í prófkjörinu í gær. Birgir Ármannsson hafnaði í sjötta sæti eftir að hann stefndi á annað til þriðja sætið og Brynjar Níelsson endaði í fimmta sæti en hann sóttist eftir öðru sætinu. Hann ætlar að kveðja stjórnmálin eftir kjörtímabilið. Verstu útreiðina fékk þó Sigríður. Hún gaf kost á sér í annað sætið í prófkjöri flokksins en hún leiddi lista flokksins í Reykjavík suður fyrir síðustu kosningar. Þegar lokatölur lágu fyrir í gærkvöldi var Sigríður ekki á meðal efstu átta frambjóðendanna. Í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Sigríður það alltaf vonbrigði að ná ekki þeim árangri sem væri stefnt að en að hún uni niðurstöðunni. Hún ætli í framhaldinu að tilkynna kjörnefnd sem raðar frambjóðendum upp á lista fyrir kjördæmin tvö að hún geri ekki kröfu um sæti. Heldur áfram samskiptum af stjórnmálum Sigríður telur ómögulegt að segja til um hvað varð til þess að hún hlaut ekki náð fyrir augum félaga sinna að þessu sinni og hún ætlar sér ekki að dvelja við það. Mögulegt sé að Landsréttarmálið, sem leiddi til afsagnar hennar sem dómsmálaráðherra, og afstaða hennar til sóttvarnaaðgerða hafi eitthvað haft með það að gera. Þó segist Sigríður hafa fundið meðbyr með málflutningi sínum gegn sóttvarnaaðgerðum í kórónuveirufaraldrinum, jafnvel frá kjörnum fulltrúum þó að þeir hafi ekki lýst því opinberlega. Þrátt fyrir að hún detti út af þingi segist Sigríður ekki ætla að hætta afskiptum af stjórnmálum enda séu það ekki aðeins kjörinna fulltrúa að gera það. „Ég mun áfram auðvitað láta mig þjóðmál varða og samfélagsmál í víðum skilningi,“ segir Sigríður en að öðru leyti er framhaldið hjá henni óráðið. Óskar sigurvegurunum til hamingju Í Facebook-færslu í morgun sagðist Sigríður þakklát fyrir þann góða stuðning sem sjálfstæðismenn í Reykjavík hafi veitt henni undanfarin fimmtán ár. Sá stuðningur skilaði henni þó ekki þeim árangri sem stefndi að. „Ég mun láta kjörnefnd flokksins, sem vinnur úr niðurstöðunni, vita að ég geri enga kröfu um sæti á framboðslista flokksins,“ segir Sigríður í Facebook-færslu sinni í dag. Hún segir að hún verði tilbúin til að leggja sjálfstæðisstefnunni lið hvar og hvenær sem er. Þá óskar hún Guðlaugi Þór og Áslaugu Örnu til hamingju. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Sjá meira
Þrír sitjandi þingmenn flokksins náðu ekki þeim árangri sem þeir sóttust eftir í prófkjörinu í gær. Birgir Ármannsson hafnaði í sjötta sæti eftir að hann stefndi á annað til þriðja sætið og Brynjar Níelsson endaði í fimmta sæti en hann sóttist eftir öðru sætinu. Hann ætlar að kveðja stjórnmálin eftir kjörtímabilið. Verstu útreiðina fékk þó Sigríður. Hún gaf kost á sér í annað sætið í prófkjöri flokksins en hún leiddi lista flokksins í Reykjavík suður fyrir síðustu kosningar. Þegar lokatölur lágu fyrir í gærkvöldi var Sigríður ekki á meðal efstu átta frambjóðendanna. Í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Sigríður það alltaf vonbrigði að ná ekki þeim árangri sem væri stefnt að en að hún uni niðurstöðunni. Hún ætli í framhaldinu að tilkynna kjörnefnd sem raðar frambjóðendum upp á lista fyrir kjördæmin tvö að hún geri ekki kröfu um sæti. Heldur áfram samskiptum af stjórnmálum Sigríður telur ómögulegt að segja til um hvað varð til þess að hún hlaut ekki náð fyrir augum félaga sinna að þessu sinni og hún ætlar sér ekki að dvelja við það. Mögulegt sé að Landsréttarmálið, sem leiddi til afsagnar hennar sem dómsmálaráðherra, og afstaða hennar til sóttvarnaaðgerða hafi eitthvað haft með það að gera. Þó segist Sigríður hafa fundið meðbyr með málflutningi sínum gegn sóttvarnaaðgerðum í kórónuveirufaraldrinum, jafnvel frá kjörnum fulltrúum þó að þeir hafi ekki lýst því opinberlega. Þrátt fyrir að hún detti út af þingi segist Sigríður ekki ætla að hætta afskiptum af stjórnmálum enda séu það ekki aðeins kjörinna fulltrúa að gera það. „Ég mun áfram auðvitað láta mig þjóðmál varða og samfélagsmál í víðum skilningi,“ segir Sigríður en að öðru leyti er framhaldið hjá henni óráðið. Óskar sigurvegurunum til hamingju Í Facebook-færslu í morgun sagðist Sigríður þakklát fyrir þann góða stuðning sem sjálfstæðismenn í Reykjavík hafi veitt henni undanfarin fimmtán ár. Sá stuðningur skilaði henni þó ekki þeim árangri sem stefndi að. „Ég mun láta kjörnefnd flokksins, sem vinnur úr niðurstöðunni, vita að ég geri enga kröfu um sæti á framboðslista flokksins,“ segir Sigríður í Facebook-færslu sinni í dag. Hún segir að hún verði tilbúin til að leggja sjálfstæðisstefnunni lið hvar og hvenær sem er. Þá óskar hún Guðlaugi Þór og Áslaugu Örnu til hamingju.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Sjá meira