„Geri enga kröfu um sæti á framboðslista flokksins“ Elma Rut Valtýsdóttir, Kjartan Kjartansson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 6. júní 2021 11:32 Sigríður Á. Andersen segir af sér embætti Dómsmálaráðherra vegna skipan dómara í Landsrétt Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, ætlar að tjá kjörnefnd að hún geri ekki kröfu um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar. Hún ætlar þó ekki að hætta stjórnmálaþátttöku. Þrír sitjandi þingmenn flokksins náðu ekki þeim árangri sem þeir sóttust eftir í prófkjörinu í gær. Birgir Ármannsson hafnaði í sjötta sæti eftir að hann stefndi á annað til þriðja sætið og Brynjar Níelsson endaði í fimmta sæti en hann sóttist eftir öðru sætinu. Hann ætlar að kveðja stjórnmálin eftir kjörtímabilið. Verstu útreiðina fékk þó Sigríður. Hún gaf kost á sér í annað sætið í prófkjöri flokksins en hún leiddi lista flokksins í Reykjavík suður fyrir síðustu kosningar. Þegar lokatölur lágu fyrir í gærkvöldi var Sigríður ekki á meðal efstu átta frambjóðendanna. Í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Sigríður það alltaf vonbrigði að ná ekki þeim árangri sem væri stefnt að en að hún uni niðurstöðunni. Hún ætli í framhaldinu að tilkynna kjörnefnd sem raðar frambjóðendum upp á lista fyrir kjördæmin tvö að hún geri ekki kröfu um sæti. Heldur áfram samskiptum af stjórnmálum Sigríður telur ómögulegt að segja til um hvað varð til þess að hún hlaut ekki náð fyrir augum félaga sinna að þessu sinni og hún ætlar sér ekki að dvelja við það. Mögulegt sé að Landsréttarmálið, sem leiddi til afsagnar hennar sem dómsmálaráðherra, og afstaða hennar til sóttvarnaaðgerða hafi eitthvað haft með það að gera. Þó segist Sigríður hafa fundið meðbyr með málflutningi sínum gegn sóttvarnaaðgerðum í kórónuveirufaraldrinum, jafnvel frá kjörnum fulltrúum þó að þeir hafi ekki lýst því opinberlega. Þrátt fyrir að hún detti út af þingi segist Sigríður ekki ætla að hætta afskiptum af stjórnmálum enda séu það ekki aðeins kjörinna fulltrúa að gera það. „Ég mun áfram auðvitað láta mig þjóðmál varða og samfélagsmál í víðum skilningi,“ segir Sigríður en að öðru leyti er framhaldið hjá henni óráðið. Óskar sigurvegurunum til hamingju Í Facebook-færslu í morgun sagðist Sigríður þakklát fyrir þann góða stuðning sem sjálfstæðismenn í Reykjavík hafi veitt henni undanfarin fimmtán ár. Sá stuðningur skilaði henni þó ekki þeim árangri sem stefndi að. „Ég mun láta kjörnefnd flokksins, sem vinnur úr niðurstöðunni, vita að ég geri enga kröfu um sæti á framboðslista flokksins,“ segir Sigríður í Facebook-færslu sinni í dag. Hún segir að hún verði tilbúin til að leggja sjálfstæðisstefnunni lið hvar og hvenær sem er. Þá óskar hún Guðlaugi Þór og Áslaugu Örnu til hamingju. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Þrír sitjandi þingmenn flokksins náðu ekki þeim árangri sem þeir sóttust eftir í prófkjörinu í gær. Birgir Ármannsson hafnaði í sjötta sæti eftir að hann stefndi á annað til þriðja sætið og Brynjar Níelsson endaði í fimmta sæti en hann sóttist eftir öðru sætinu. Hann ætlar að kveðja stjórnmálin eftir kjörtímabilið. Verstu útreiðina fékk þó Sigríður. Hún gaf kost á sér í annað sætið í prófkjöri flokksins en hún leiddi lista flokksins í Reykjavík suður fyrir síðustu kosningar. Þegar lokatölur lágu fyrir í gærkvöldi var Sigríður ekki á meðal efstu átta frambjóðendanna. Í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Sigríður það alltaf vonbrigði að ná ekki þeim árangri sem væri stefnt að en að hún uni niðurstöðunni. Hún ætli í framhaldinu að tilkynna kjörnefnd sem raðar frambjóðendum upp á lista fyrir kjördæmin tvö að hún geri ekki kröfu um sæti. Heldur áfram samskiptum af stjórnmálum Sigríður telur ómögulegt að segja til um hvað varð til þess að hún hlaut ekki náð fyrir augum félaga sinna að þessu sinni og hún ætlar sér ekki að dvelja við það. Mögulegt sé að Landsréttarmálið, sem leiddi til afsagnar hennar sem dómsmálaráðherra, og afstaða hennar til sóttvarnaaðgerða hafi eitthvað haft með það að gera. Þó segist Sigríður hafa fundið meðbyr með málflutningi sínum gegn sóttvarnaaðgerðum í kórónuveirufaraldrinum, jafnvel frá kjörnum fulltrúum þó að þeir hafi ekki lýst því opinberlega. Þrátt fyrir að hún detti út af þingi segist Sigríður ekki ætla að hætta afskiptum af stjórnmálum enda séu það ekki aðeins kjörinna fulltrúa að gera það. „Ég mun áfram auðvitað láta mig þjóðmál varða og samfélagsmál í víðum skilningi,“ segir Sigríður en að öðru leyti er framhaldið hjá henni óráðið. Óskar sigurvegurunum til hamingju Í Facebook-færslu í morgun sagðist Sigríður þakklát fyrir þann góða stuðning sem sjálfstæðismenn í Reykjavík hafi veitt henni undanfarin fimmtán ár. Sá stuðningur skilaði henni þó ekki þeim árangri sem stefndi að. „Ég mun láta kjörnefnd flokksins, sem vinnur úr niðurstöðunni, vita að ég geri enga kröfu um sæti á framboðslista flokksins,“ segir Sigríður í Facebook-færslu sinni í dag. Hún segir að hún verði tilbúin til að leggja sjálfstæðisstefnunni lið hvar og hvenær sem er. Þá óskar hún Guðlaugi Þór og Áslaugu Örnu til hamingju.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira