Hópsýkingin tengd gömlum smitum sem ekki hefur tekist að rekja Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. júní 2021 12:47 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Vísir/vilhelm Innanlandssmit kórónuveirunnar sem greindust í gær tengjast öll hópsýkingu meðal hælisleitenda á höfuðborgarsvæðinu. Sýkingin hefur verið rakin til eldri smita, sem ekki hefur tekist að rekja til landamæra. Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, allir í sóttkví, og sjö greindust á landamærum en bíða allir mótefnamælingar, samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að þeir sem greindust í fyrradag hafi farið í sýnatöku á fimmtudag en jákvæð niðurstaða ekki fengist staðfest fyrr en í gær. „Þannig að þeir voru allir komnir í sóttkví þegar þetta gerist en voru bara nýkomnir í sóttkví,“ segir Víðir. Ekkert kom út úr umfangsmikilli skimun Hann býst við því að fleiri greinist í tengslum við hópsmitið, sem er meðal umsækjenda um alþjóðlega vernd í búsetuúrræði á vegum útlendingastofnunar á höfuðborgarsvæðinu. Á annað hundrað hafa þurft að fara í sóttkví vegna smitanna. „Við erum búin að koma öllum sem voru útsettir sem við vitum um í sóttkví. Þannig að við eigum von á því að fleiri greinist í tengslum við þetta næstu daga en vonandi ekkert út fyrir þennan hóp,“ segir Víðir. „Það eru nokkrir staðir þar sem fólk hefur þurft að fara í sóttkví. En við fórum í umfangsmikla skimun og það kom ekkert út úr því.“ Tekist hefur að rekja sýkinguna til tveggja smita frá því fyrir rúmri viku, að sögn Víðis. „Þar sem við erum ekki með tenginu við landamærin, þetta virðist hafa komist inn í landið án þess að við fundum það, enn sem komið er, en það er verið að liggja yfir þessu, sérfræðingar Íslenskrar erfðagreiningar og fleiri eru að skoða raðgreiningarmynstrin í þessu.“ Óbólusettir fari áfram varlega Þá hafi almannavarnir enn áhyggjur af veisluhöldum meðal ungs fólks. „Við erum þá aðallega að horfa á hópamyndun þeirra sem ekki hafa fengið bólusetningu. Það gengur vel að bólusetja núna og þeim fjölgar stöðugt sem hafa að minnsta kosti fengið eina sprautu þannig að þeir sem ekki hafa fengið bólusetningu, við biðlum sérstaklega til þeirra að fara varlega,“ segir Víðir. Hann kveðst bjartsýnn á að frekari tilslakanir séu í kortunum. „Við verðum að sjá aðeins til en ég á ekki von á öðru en þetta liggi til seinni partinn í næstu viku hvaða hugmyndir sóttvarnalæknir hefur í því. Og það er miðvikudagurinn eftir rúma viku sem þetta á að taka gildi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hælisleitendur Tengdar fréttir Þrír smitaðir en allir í sóttkví Allir þeir þrír sem greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær voru í sóttkví. Sjö manns bíða mótefnamælingar eftir komuna til landsins samkvæmt upplýsingum almannavarna. 5. júní 2021 10:53 Fjörutíu sjúkraflutningar tengdir hópsmitinu Mikið var að gera hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins síðasta sólarhringinn en sjúkraflutningar á tímabilinu voru 160, sem er með því almesta sem gerist. Um fjörutíu flutningar tengjast hópsýkingu kórónuveirunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem greint var frá í gær. 5. júní 2021 10:24 Hópsýking hjá hælisleitendum Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Um er að ræða hópsmit hjá hælisleitendum á höfuðborgarsvæðinu að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. 4. júní 2021 11:39 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, allir í sóttkví, og sjö greindust á landamærum en bíða allir mótefnamælingar, samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að þeir sem greindust í fyrradag hafi farið í sýnatöku á fimmtudag en jákvæð niðurstaða ekki fengist staðfest fyrr en í gær. „Þannig að þeir voru allir komnir í sóttkví þegar þetta gerist en voru bara nýkomnir í sóttkví,“ segir Víðir. Ekkert kom út úr umfangsmikilli skimun Hann býst við því að fleiri greinist í tengslum við hópsmitið, sem er meðal umsækjenda um alþjóðlega vernd í búsetuúrræði á vegum útlendingastofnunar á höfuðborgarsvæðinu. Á annað hundrað hafa þurft að fara í sóttkví vegna smitanna. „Við erum búin að koma öllum sem voru útsettir sem við vitum um í sóttkví. Þannig að við eigum von á því að fleiri greinist í tengslum við þetta næstu daga en vonandi ekkert út fyrir þennan hóp,“ segir Víðir. „Það eru nokkrir staðir þar sem fólk hefur þurft að fara í sóttkví. En við fórum í umfangsmikla skimun og það kom ekkert út úr því.“ Tekist hefur að rekja sýkinguna til tveggja smita frá því fyrir rúmri viku, að sögn Víðis. „Þar sem við erum ekki með tenginu við landamærin, þetta virðist hafa komist inn í landið án þess að við fundum það, enn sem komið er, en það er verið að liggja yfir þessu, sérfræðingar Íslenskrar erfðagreiningar og fleiri eru að skoða raðgreiningarmynstrin í þessu.“ Óbólusettir fari áfram varlega Þá hafi almannavarnir enn áhyggjur af veisluhöldum meðal ungs fólks. „Við erum þá aðallega að horfa á hópamyndun þeirra sem ekki hafa fengið bólusetningu. Það gengur vel að bólusetja núna og þeim fjölgar stöðugt sem hafa að minnsta kosti fengið eina sprautu þannig að þeir sem ekki hafa fengið bólusetningu, við biðlum sérstaklega til þeirra að fara varlega,“ segir Víðir. Hann kveðst bjartsýnn á að frekari tilslakanir séu í kortunum. „Við verðum að sjá aðeins til en ég á ekki von á öðru en þetta liggi til seinni partinn í næstu viku hvaða hugmyndir sóttvarnalæknir hefur í því. Og það er miðvikudagurinn eftir rúma viku sem þetta á að taka gildi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hælisleitendur Tengdar fréttir Þrír smitaðir en allir í sóttkví Allir þeir þrír sem greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær voru í sóttkví. Sjö manns bíða mótefnamælingar eftir komuna til landsins samkvæmt upplýsingum almannavarna. 5. júní 2021 10:53 Fjörutíu sjúkraflutningar tengdir hópsmitinu Mikið var að gera hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins síðasta sólarhringinn en sjúkraflutningar á tímabilinu voru 160, sem er með því almesta sem gerist. Um fjörutíu flutningar tengjast hópsýkingu kórónuveirunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem greint var frá í gær. 5. júní 2021 10:24 Hópsýking hjá hælisleitendum Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Um er að ræða hópsmit hjá hælisleitendum á höfuðborgarsvæðinu að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. 4. júní 2021 11:39 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Þrír smitaðir en allir í sóttkví Allir þeir þrír sem greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær voru í sóttkví. Sjö manns bíða mótefnamælingar eftir komuna til landsins samkvæmt upplýsingum almannavarna. 5. júní 2021 10:53
Fjörutíu sjúkraflutningar tengdir hópsmitinu Mikið var að gera hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins síðasta sólarhringinn en sjúkraflutningar á tímabilinu voru 160, sem er með því almesta sem gerist. Um fjörutíu flutningar tengjast hópsýkingu kórónuveirunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem greint var frá í gær. 5. júní 2021 10:24
Hópsýking hjá hælisleitendum Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Um er að ræða hópsmit hjá hælisleitendum á höfuðborgarsvæðinu að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. 4. júní 2021 11:39