Segja athugasemdir gegn bróður Áslaugar ekki eiga við rök að styðjast Samúel Karl Ólason og Heimir Már Pétursson skrifa 3. júní 2021 18:35 Yfirkjörstjórn Sjálfstæðisflokksins segir Magnús Sigurbjörnsson, bróður Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, ekki hafa nýtt sér aðgang að flokksskrá flokksins fyrir prófkjör sem stendur nú yfir. Reglur hafi ekki verið brotnar. Fyrr í dag var kvartað til yfirkjörstjórnar flokksins vegna prófkjörsins í Reykjavík. Sú kvörtun gekk út á að Magnús var sakaður um að hafa nýtt sér beinan aðgang að félagaskrá Sjálfstæðisflokksins í prófkjörsbaráttunni. Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fengu allir afhenta kjörskrá gegn greiðslu sem ekki fæst endurgreidd nema þeir skili kjörskránni að loknu prófkjöri. Í dag var hins vegar lögð fram kvörtun til yfirkjörstjórnar úr herbúðum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar sem berst um fyrsta sætið við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur um að Magnús Sigurbjörnsson bróðir hennar og fyrrverandi starfsmaður flokksins hafi nýtt sér aðgang að tölvukerfi og þar með félagatali flokksins til að komast yfir upplýsingar um nýskráð fólk í flokkinn. Síðan hafi verið skipulega hringt í það fólk til að bjóða það velkomið í flokkinn og það hvatt til að kjósa Áslaugu Örnu. Sigurður Helgi Birgisson, sem er umboðsmaður Guðlaugs í prófkjörinu, sendi athugasemdirnar inn til yfirkjörstjórnar í dag. Hann sagði í samtali við Vísi að honum hafi borist ábendingar um að fólk í flokknum væri að fá skrýtin símtöl frá framboði Áslaugar þar sem verið væri að bjóða fólk velkomið í flokkinn. Í tilkynningu frá yfirkjörstjórninni segir að farið hafi verið yfir málið í dag. Magnús hafi unnið fyrir Sjálfstæðisflokkinn við það að tengja saman flokksskrá og nýtt tölvupóstkerfi flokksins. Hann hafði áður unnið hjá flokknum í rúm fjögur ár en aðgangi hans að flokksskrá hafi verið lokað þann 1. júní. „Magnús hefur aldrei haft aðgang að kjörskrá vegna prófkjörsins sem haldið verður 4. og 5. júní næstkomandi,“ segir í tilkynningunni. Áslaug og Magnús.Vísir/Vilhelm Þar segir að farið hafið verið yfir innskráningar Magnúsar í flokkskrá og hann hafi síðast skráð sig inn þann 10. maí að beiðni starfsmanns Sjálfstæðisflokksins vegna verkefnis sem hann vann að. Þá rann framboðsfrestur út þann 14. maí og kjörskrá var afhent frambjóðendum þann 18. maí. Viðbót við kjörskrá, sem meðal annars hafi innihaldið nýskráningar hefi verið gerð öllum framboðum aðgengileg þann 31. maí. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Holskefla í kortunum Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Sjá meira
Fyrr í dag var kvartað til yfirkjörstjórnar flokksins vegna prófkjörsins í Reykjavík. Sú kvörtun gekk út á að Magnús var sakaður um að hafa nýtt sér beinan aðgang að félagaskrá Sjálfstæðisflokksins í prófkjörsbaráttunni. Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fengu allir afhenta kjörskrá gegn greiðslu sem ekki fæst endurgreidd nema þeir skili kjörskránni að loknu prófkjöri. Í dag var hins vegar lögð fram kvörtun til yfirkjörstjórnar úr herbúðum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar sem berst um fyrsta sætið við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur um að Magnús Sigurbjörnsson bróðir hennar og fyrrverandi starfsmaður flokksins hafi nýtt sér aðgang að tölvukerfi og þar með félagatali flokksins til að komast yfir upplýsingar um nýskráð fólk í flokkinn. Síðan hafi verið skipulega hringt í það fólk til að bjóða það velkomið í flokkinn og það hvatt til að kjósa Áslaugu Örnu. Sigurður Helgi Birgisson, sem er umboðsmaður Guðlaugs í prófkjörinu, sendi athugasemdirnar inn til yfirkjörstjórnar í dag. Hann sagði í samtali við Vísi að honum hafi borist ábendingar um að fólk í flokknum væri að fá skrýtin símtöl frá framboði Áslaugar þar sem verið væri að bjóða fólk velkomið í flokkinn. Í tilkynningu frá yfirkjörstjórninni segir að farið hafi verið yfir málið í dag. Magnús hafi unnið fyrir Sjálfstæðisflokkinn við það að tengja saman flokksskrá og nýtt tölvupóstkerfi flokksins. Hann hafði áður unnið hjá flokknum í rúm fjögur ár en aðgangi hans að flokksskrá hafi verið lokað þann 1. júní. „Magnús hefur aldrei haft aðgang að kjörskrá vegna prófkjörsins sem haldið verður 4. og 5. júní næstkomandi,“ segir í tilkynningunni. Áslaug og Magnús.Vísir/Vilhelm Þar segir að farið hafið verið yfir innskráningar Magnúsar í flokkskrá og hann hafi síðast skráð sig inn þann 10. maí að beiðni starfsmanns Sjálfstæðisflokksins vegna verkefnis sem hann vann að. Þá rann framboðsfrestur út þann 14. maí og kjörskrá var afhent frambjóðendum þann 18. maí. Viðbót við kjörskrá, sem meðal annars hafi innihaldið nýskráningar hefi verið gerð öllum framboðum aðgengileg þann 31. maí.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Holskefla í kortunum Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Sjá meira