Ísland verður síðasta þróaða ríkið til að endurheimta fyrri efnahagsstyrk Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 2. júní 2021 17:44 Mun meira atvinnuleysi er spáð á Íslandi á næsta ári en þeim löndum sem eiga að ná sömu vergu landsframleiðslu og fyrir faraldurinn á næstu mánuðum. vísir/vilhelm Ekkert þróað ríki verður jafn lengi að endurheimta fyrri efnahagsstyrk eftir heimsfaraldurinn og Ísland, samkvæmt nýrri spá OECD. Við matið er verg landsframleiðsla á mann notuð sem mælikvarði á þetta. Samkvæmt spánni munu til dæmis löndin Bandaríkin, Írland, Japan og Noregur endurheimta sama efnahagsstyrk og fyrir faraldurinn á næstu mánuðum. Ísland á hins vegar ekki að ná þeim áfanga fyrr en eftir rúm tvö ár, á þriðja ársfjórðungi ársins 2023. Spá OECD um það hvenær þróuð ríki ná aftur fyrri efnahagsstyrk sínum.oecd Í skýrslunni segir að þegar atvinnuúrræðum stjórnvalda ljúki eftir sumarið sé gert ráð fyrir að atvinnuleysi verði 8 prósent en það eigi eftir að minnka niður í 7,6 prósent á næsta ári. Það er gríðarlega mikið atvinnuleysi en til samanburðar við ríki sem eiga að ná aftur sömu vergu landsframleiðslu á mann á næstu mánuðum er aðeins spáð 4 prósent atvinnuleysi í Noregi á næsta ári og 4,3 prósent í Bandaríkjunum. Verg landsframleiðsla á mann: Verg landsframleiðsla (VLF) innifelur allar vörur og þjónustu sem framleidd er innan hvers ríkis árlega, að frádregnum þeim vörum sem notaðar eru við framleiðsluna. Hér er VLF deilt jafnt á alla íbúa landa. Stjórnvöld beini aðgerðum að verst stöddu heimilunum Í skýrslunni eru íslensk stjórnvöld þá hvött til að beina stuðningsaðgerðum sínum beint að þeim sem þurfa mest á þeim að halda, eins og heimilum sem eru illa stödd fjárhagslega. Verg landsframleiðsla á Íslandi á síðan að aukast um 2,8 prósent í ár og 4,7 prósent árið 2022. Gert er ráð fyrir að ferðaþjónustan fari að taka við sér á næstu mánuðum og að sjávarútvegurinn haldi áfram að skila inn tekjum. Þá er gert ráð fyrir að útgjöld heimilanna eigi eftir að aukast á næstu mánuðum. Sömu vergu landsframleiðslu og þekktist fyrir faraldurinn verður þó ekki náð fyrr en á síðari hluta þarnæsta árs. Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Samkvæmt spánni munu til dæmis löndin Bandaríkin, Írland, Japan og Noregur endurheimta sama efnahagsstyrk og fyrir faraldurinn á næstu mánuðum. Ísland á hins vegar ekki að ná þeim áfanga fyrr en eftir rúm tvö ár, á þriðja ársfjórðungi ársins 2023. Spá OECD um það hvenær þróuð ríki ná aftur fyrri efnahagsstyrk sínum.oecd Í skýrslunni segir að þegar atvinnuúrræðum stjórnvalda ljúki eftir sumarið sé gert ráð fyrir að atvinnuleysi verði 8 prósent en það eigi eftir að minnka niður í 7,6 prósent á næsta ári. Það er gríðarlega mikið atvinnuleysi en til samanburðar við ríki sem eiga að ná aftur sömu vergu landsframleiðslu á mann á næstu mánuðum er aðeins spáð 4 prósent atvinnuleysi í Noregi á næsta ári og 4,3 prósent í Bandaríkjunum. Verg landsframleiðsla á mann: Verg landsframleiðsla (VLF) innifelur allar vörur og þjónustu sem framleidd er innan hvers ríkis árlega, að frádregnum þeim vörum sem notaðar eru við framleiðsluna. Hér er VLF deilt jafnt á alla íbúa landa. Stjórnvöld beini aðgerðum að verst stöddu heimilunum Í skýrslunni eru íslensk stjórnvöld þá hvött til að beina stuðningsaðgerðum sínum beint að þeim sem þurfa mest á þeim að halda, eins og heimilum sem eru illa stödd fjárhagslega. Verg landsframleiðsla á Íslandi á síðan að aukast um 2,8 prósent í ár og 4,7 prósent árið 2022. Gert er ráð fyrir að ferðaþjónustan fari að taka við sér á næstu mánuðum og að sjávarútvegurinn haldi áfram að skila inn tekjum. Þá er gert ráð fyrir að útgjöld heimilanna eigi eftir að aukast á næstu mánuðum. Sömu vergu landsframleiðslu og þekktist fyrir faraldurinn verður þó ekki náð fyrr en á síðari hluta þarnæsta árs.
Verg landsframleiðsla á mann: Verg landsframleiðsla (VLF) innifelur allar vörur og þjónustu sem framleidd er innan hvers ríkis árlega, að frádregnum þeim vörum sem notaðar eru við framleiðsluna. Hér er VLF deilt jafnt á alla íbúa landa.
Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira