„Ég er ekki með neina eftirsjá“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. júní 2021 07:33 Ellen Helga Instagram „Til þess að njóta góðu stundanna verðum við að eiga erfiðar stundir,“ segir Ellen Helga Steingrímsdóttir. Ellen greindist með þriðja stigs brjóstakrabbamein í febrúar á þessu ári og er nú í krabbameinsmeðferð. Hún er tveggja barna móðir og starfar sem hjúkrunarfræðingur á Barnaspítala Hringsins. Ellen ræðir um baráttu sína og hugarfarið í þessum slag í hlaðvarpinu Normið. „Ég er í lyfjameðferð og fer vonandi í skurðaðgerð í sumar, segir Ellen um stöðuna í dag. Hugarfarið hennar er alveg einstakt og tekst hún á við þetta af miklu æðruleysi.“ Ég fæ rosa stress og fer strax að hugsa, er ég að fara að deyja? Það er það fyrsta sem maður hugsar þegar maður heyrir krabbamein, segir Ellen um viðbrögðin við að heyra í símann að hún væri með krabbamein. „Svo næ ég mér niður því að ég er hjúkrunarfræðingur og vinn við þetta, er að vinna á barnadeildinni og maður hefur séð ótrúlegustu hluti gerast.“ Ellen er óhrædd við óþægindi og að stíga út fyrir þægindarammann. Í Bootcamp þjálfun kynntist hún þeirri kenningu að þegar hugurinn heldur að maður geti ekki meir, er maður bara kominn í fjörutíu prósent og á enn sextíu prósent inni. Viðtalið í heild sinni má heyra í þættinum hér fyrir neðan. Ein mínúta í einu Þáttastjórnendur Normsins, Sylvía Briem Friðjónsdóttir og Eva Mattadóttir, kynna Ellen inn sem stórkostlegri manneskju, baráttukonu í allri sinni dýrð. Þær fá reglulega til sín flottar fyrirmyndir í viðtöl og Ellen er hlustandi sem þær kynntust betur í gegnum samfélagsmiðla og Dale Carnegie námskeið Normsins. Markmið þeirra með þættinum er að hvetja hlustendur til þess að njóta betur lífsins og njóta hvers augnabliks. Í þættinum fer Ellen yfir það hvernig líðanin er í gegnum lyfjameðferðina. „Ég var mjög peppuð eftir lyfjameðferð eitt og tvö, alveg ókei gerum þetta. Ég var alveg ákveðin í því að berjast og það var stutt í svipuna, að harka þetta af mér. En svo er líkaminn farinn að þreytast núna, ég finn það bara. Ég er búin að upplifa ótrúlega erfiða daga sem koma og ég verð bara að leyfa þeim að koma. Þá er það bara ein mínúta í einu og anda bara. Hausinn fer alveg þó að maður hafi verið að gera í því að herða hann.“ Ellen segir að þegar hausinn fer upplifi hún erfiðar tilfinningar eins og að þetta sé tilgangslaust og að þetta verði aldrei betra. Ógleði, lystarleysi, aukaverkanir lyfja og verkir í öllum líkamanum valda þá vonleysi. Er á meðan er Í þættinum ræðir Ellen um veikindin og móðurhlutverkið, en dætur hennar spyrja auðvitað erfiðra spurninga. „Maður vill reyna að hlífa þeim fyrir þessu en samt ekki. Af því að þetta er bara raunveruleikinn,“ útskýrir Ellen. „Ég get ekki lofað þeim að ég deyi ekki.“ Hún útskýrir þó að hún voni að það gerist ekki núna eða næstu mánuði. „Þannig reyni ég líka að kenna þeim að njóta þess, er á meðan er.“ Sagði já við öllum tækifærum Það sem Ellen hefur lært af þessum veikindum að ekkert er sjálfgefið í þessu lífi og að við vitum ekkert hvað gerist á morgun. „Slepptu stjórn, hættu að flækja þetta. VIð erum alltaf að flækja hlutina að óþörfu og reyna að stjórna einhverju sem við höfum ekkert með að segja. Ég dett alveg í það sjálf.“ Hún reynir að minna sig reglulega á að lífið er núna og gengur með armband með þeim orðum. Ellen segist ekki hræðast dauðann. „Ég held að ég geti í alvörunni verið sátt, því að ég sagði já við öllum tækifærum sem mér gafst. Ég fór alltaf í óþægindin, ég er ekki með neina eftirsjá, ég sé ekki eftir neinu.“ Þáttinn í heild sinni má finna á Spotify og í spilaranum ofar í fréttinni. Þar ræðir einnig um það hvernig það var að fá þessar erfiðu fréttir í síma á leið í skíðaferð með börnin og hvernig það sé að skipuleggja eigin jarðaför. Hlaðvarpsþættirnir Normið birtast vikulega hér á Vísi og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Þáttastjórnendur eru Eva Mattadóttir og Sylvía Briem Friðjóns, athafnakonur og þjálfarar. Hægt er að fylgjast með þeim á Instagram síðunni @normið og HÉR á Vísi. Normið Heilsa Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Ef einhver getur grætt á þessu þá er tilganginum náð“ Sylvía Briem Friðjónsdóttir og Eva Mattadóttir halda úti hlaðvarpinu Normið. Þær kynntust þegar þær störfuðu báðar sem þjálfarar hjá Dale Carnegie og í dag ná þær til þúsunda einstaklinga í gegnum hlaðvarpið. 1. júní 2021 20:00 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Fleiri fréttir Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Sjá meira
Hún er tveggja barna móðir og starfar sem hjúkrunarfræðingur á Barnaspítala Hringsins. Ellen ræðir um baráttu sína og hugarfarið í þessum slag í hlaðvarpinu Normið. „Ég er í lyfjameðferð og fer vonandi í skurðaðgerð í sumar, segir Ellen um stöðuna í dag. Hugarfarið hennar er alveg einstakt og tekst hún á við þetta af miklu æðruleysi.“ Ég fæ rosa stress og fer strax að hugsa, er ég að fara að deyja? Það er það fyrsta sem maður hugsar þegar maður heyrir krabbamein, segir Ellen um viðbrögðin við að heyra í símann að hún væri með krabbamein. „Svo næ ég mér niður því að ég er hjúkrunarfræðingur og vinn við þetta, er að vinna á barnadeildinni og maður hefur séð ótrúlegustu hluti gerast.“ Ellen er óhrædd við óþægindi og að stíga út fyrir þægindarammann. Í Bootcamp þjálfun kynntist hún þeirri kenningu að þegar hugurinn heldur að maður geti ekki meir, er maður bara kominn í fjörutíu prósent og á enn sextíu prósent inni. Viðtalið í heild sinni má heyra í þættinum hér fyrir neðan. Ein mínúta í einu Þáttastjórnendur Normsins, Sylvía Briem Friðjónsdóttir og Eva Mattadóttir, kynna Ellen inn sem stórkostlegri manneskju, baráttukonu í allri sinni dýrð. Þær fá reglulega til sín flottar fyrirmyndir í viðtöl og Ellen er hlustandi sem þær kynntust betur í gegnum samfélagsmiðla og Dale Carnegie námskeið Normsins. Markmið þeirra með þættinum er að hvetja hlustendur til þess að njóta betur lífsins og njóta hvers augnabliks. Í þættinum fer Ellen yfir það hvernig líðanin er í gegnum lyfjameðferðina. „Ég var mjög peppuð eftir lyfjameðferð eitt og tvö, alveg ókei gerum þetta. Ég var alveg ákveðin í því að berjast og það var stutt í svipuna, að harka þetta af mér. En svo er líkaminn farinn að þreytast núna, ég finn það bara. Ég er búin að upplifa ótrúlega erfiða daga sem koma og ég verð bara að leyfa þeim að koma. Þá er það bara ein mínúta í einu og anda bara. Hausinn fer alveg þó að maður hafi verið að gera í því að herða hann.“ Ellen segir að þegar hausinn fer upplifi hún erfiðar tilfinningar eins og að þetta sé tilgangslaust og að þetta verði aldrei betra. Ógleði, lystarleysi, aukaverkanir lyfja og verkir í öllum líkamanum valda þá vonleysi. Er á meðan er Í þættinum ræðir Ellen um veikindin og móðurhlutverkið, en dætur hennar spyrja auðvitað erfiðra spurninga. „Maður vill reyna að hlífa þeim fyrir þessu en samt ekki. Af því að þetta er bara raunveruleikinn,“ útskýrir Ellen. „Ég get ekki lofað þeim að ég deyi ekki.“ Hún útskýrir þó að hún voni að það gerist ekki núna eða næstu mánuði. „Þannig reyni ég líka að kenna þeim að njóta þess, er á meðan er.“ Sagði já við öllum tækifærum Það sem Ellen hefur lært af þessum veikindum að ekkert er sjálfgefið í þessu lífi og að við vitum ekkert hvað gerist á morgun. „Slepptu stjórn, hættu að flækja þetta. VIð erum alltaf að flækja hlutina að óþörfu og reyna að stjórna einhverju sem við höfum ekkert með að segja. Ég dett alveg í það sjálf.“ Hún reynir að minna sig reglulega á að lífið er núna og gengur með armband með þeim orðum. Ellen segist ekki hræðast dauðann. „Ég held að ég geti í alvörunni verið sátt, því að ég sagði já við öllum tækifærum sem mér gafst. Ég fór alltaf í óþægindin, ég er ekki með neina eftirsjá, ég sé ekki eftir neinu.“ Þáttinn í heild sinni má finna á Spotify og í spilaranum ofar í fréttinni. Þar ræðir einnig um það hvernig það var að fá þessar erfiðu fréttir í síma á leið í skíðaferð með börnin og hvernig það sé að skipuleggja eigin jarðaför. Hlaðvarpsþættirnir Normið birtast vikulega hér á Vísi og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Þáttastjórnendur eru Eva Mattadóttir og Sylvía Briem Friðjóns, athafnakonur og þjálfarar. Hægt er að fylgjast með þeim á Instagram síðunni @normið og HÉR á Vísi.
Hlaðvarpsþættirnir Normið birtast vikulega hér á Vísi og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Þáttastjórnendur eru Eva Mattadóttir og Sylvía Briem Friðjóns, athafnakonur og þjálfarar. Hægt er að fylgjast með þeim á Instagram síðunni @normið og HÉR á Vísi.
Normið Heilsa Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Ef einhver getur grætt á þessu þá er tilganginum náð“ Sylvía Briem Friðjónsdóttir og Eva Mattadóttir halda úti hlaðvarpinu Normið. Þær kynntust þegar þær störfuðu báðar sem þjálfarar hjá Dale Carnegie og í dag ná þær til þúsunda einstaklinga í gegnum hlaðvarpið. 1. júní 2021 20:00 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Fleiri fréttir Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Sjá meira
„Ef einhver getur grætt á þessu þá er tilganginum náð“ Sylvía Briem Friðjónsdóttir og Eva Mattadóttir halda úti hlaðvarpinu Normið. Þær kynntust þegar þær störfuðu báðar sem þjálfarar hjá Dale Carnegie og í dag ná þær til þúsunda einstaklinga í gegnum hlaðvarpið. 1. júní 2021 20:00