NBA dagsins: Ofurmennsk frammistaða hjá Lillard Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júní 2021 15:01 Eftir frekar slaka frammistöðu í leik fjögur gegn Denver Nuggets gekk Damian Lillard af göflunum í nótt og skoraði 55 stig. getty/Matthew Stockman Þjálfari Denver Nuggets, Michael Malone, lýsti frammistöðu Damians Lillard í leik liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt sem ofurmennskri. Lillard skoraði 55 stig þegar Portland tapaði fyrir Denver, 147-140, í tvíframlengdum leik. Hann setti niður tólf þriggja stiga skot sem er met í úrslitakeppninni. Gamla metið voru ellefu þristar sem Klay Thompson skoraði fyrir Golden State Warriors gegn Oklahoma City Thunder í úrslitum Vesturdeildarinnar 2016. Lillard jafnaði metin í 121-121 og tryggði Portland framlengingu þegar hann setti niður þrist þegar 3,7 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma. Hann tryggði Portland svo aðra framlengingu með öðrum þristi þegar 6,6 sekúndur voru eftir af fyrri framlengingunni. Lillard hitti úr sautján af 24 skotum sínum í leiknum, þar af tólf af sautján fyrir utan þriggja stiga línuna, og skoraði níu stig af vítalínunni. Hann tók einnig sex fráköst og gaf tíu stoðsendingar. „Þetta var besta frammistaða í úrslitakeppni sem ég hef séð. Hann gaf allt í leikinn,“ sagði Terry Stotts, þjálfari Portland. „Damian Lillard var ofurmennskur,“ sagði kollegi hans hjá Denver, Michael Malone. Nikola Jokic átti einnig stórleik fyrir Denver en serbneski miðherjinn skoraði 38 stig, tók ellefu fráköst og gaf níu stoðsendingar. Michael Porter skoraði 26 stig, þar á meðal sigurkörfu Denver eftir sendingu frá Jokic. Porter tók einnig tólf fráköst. Monte Morris skoraði 28 stig af bekknum og Austin Rivers var með átján stig og sjö stoðsendingar. Denver er 3-2 yfir í einvíginu og getur tryggt sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar með sigri í Portland aðfaranótt föstudags. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leik Denver og Portland og leikjum Phoenix Suns og Los Angeles Lakers og Brooklyn Nets og Boston Celtics auk flottustu tilþrifa leikja næturinnar. Klippa: NBA 2. júní NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Lillard skoraði 55 stig þegar Portland tapaði fyrir Denver, 147-140, í tvíframlengdum leik. Hann setti niður tólf þriggja stiga skot sem er met í úrslitakeppninni. Gamla metið voru ellefu þristar sem Klay Thompson skoraði fyrir Golden State Warriors gegn Oklahoma City Thunder í úrslitum Vesturdeildarinnar 2016. Lillard jafnaði metin í 121-121 og tryggði Portland framlengingu þegar hann setti niður þrist þegar 3,7 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma. Hann tryggði Portland svo aðra framlengingu með öðrum þristi þegar 6,6 sekúndur voru eftir af fyrri framlengingunni. Lillard hitti úr sautján af 24 skotum sínum í leiknum, þar af tólf af sautján fyrir utan þriggja stiga línuna, og skoraði níu stig af vítalínunni. Hann tók einnig sex fráköst og gaf tíu stoðsendingar. „Þetta var besta frammistaða í úrslitakeppni sem ég hef séð. Hann gaf allt í leikinn,“ sagði Terry Stotts, þjálfari Portland. „Damian Lillard var ofurmennskur,“ sagði kollegi hans hjá Denver, Michael Malone. Nikola Jokic átti einnig stórleik fyrir Denver en serbneski miðherjinn skoraði 38 stig, tók ellefu fráköst og gaf níu stoðsendingar. Michael Porter skoraði 26 stig, þar á meðal sigurkörfu Denver eftir sendingu frá Jokic. Porter tók einnig tólf fráköst. Monte Morris skoraði 28 stig af bekknum og Austin Rivers var með átján stig og sjö stoðsendingar. Denver er 3-2 yfir í einvíginu og getur tryggt sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar með sigri í Portland aðfaranótt föstudags. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leik Denver og Portland og leikjum Phoenix Suns og Los Angeles Lakers og Brooklyn Nets og Boston Celtics auk flottustu tilþrifa leikja næturinnar. Klippa: NBA 2. júní NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins