Verðmeta Íslandsbanka á 155 til 242 milljarða króna Eiður Þór Árnason skrifar 2. júní 2021 11:14 Til stendur að selja 25 til 35% hlut ríkisins í Íslandsbanka sem er nú alfarið í eigu ríkissjóðs. Vísir/Vilhelm Fossar markaðir, sem er á meðal ráðgjafa vegna fyrirhugaðrar sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka, áætlar að virði bankans sé á bilinu 222 til 242 milljarðar króna. Sjálfstæði greiningaraðilinn Jakobsson Capital metur bankann á 155 til 218 milljarða króna. Þetta kemur fram í umfjöllun Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins, í dag. Samkvæmt heimildum Markaðarins er gert ráð fyrir því að skráningarlýsingar og fjárfestakynningar verði líklega birtar næsta mánudag. Í kjölfarið muni fjárfestar geta skráð sig fyrir hlutum í útboði Íslandsbanka sem standi til 16. júní. Í forsendum Fossa markaða fyrir áðurnefndu verðmati er gert ráð fyrir því að hagnaður Íslandsbanka muni nema tæplega 19 milljörðum á árinu 2023. Verðmat fyrirtækisins er umtalsvert meira en bókfært eigið fé Íslandsbanka í lok fyrsta ársfjórðungs, sem nam 185,5 milljörðum, en mat Fossa grundvallast meðal annars á því að umfram eigið fé Íslandsbanka sé um 30 milljarðar. Jakobsson Capital miðar við þær rekstraráætlanir sem lagðar eru til grundvallar en greining Jakobsson er sögð viðkvæm fyrir breytingum á mikilvægum forsendum, sérstaklega virkum vaxtamun bankans. Telja að arðsemi muni batna Ríkið áformar að selja 25 til 35% hlut í Íslandsbanka í gegnum hlutafjárútboð og skráningu á markað síðar í þessum mánuði. Hagnaður bankans á fyrsta ársfjórðungi nam 3,6 milljörðum sem jafngilti 7,7% arðsemi á ársgrundvelli. Fram kemur í umfjöllun Markaðarins að íslensk og erlend fjármálafyrirtæki, sem séu til ráðgjafar vegna fyrirhugaðrar sölu geri ráð fyrir því að arðsemi í rekstri bankans muni batna á komandi árum og að hagnaðurinn verði á bilinu 16,5 milljarðar til um 19 milljarðar þegar komið verður fram á árið 2023. Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Bjarni segir stefnt á sölu á allt að 35% hlut í Íslandsbanka um miðjan næsta mánuð Fjármálaráðherra segir stefnt að sölu á allt að þrjátíu og fimm prósenta hlut í Íslandsbanka um miðjan næsta mánuð. Leitað verður til erlendra fjárfesta en ráðherra vonar að almenningur taki virkan þátt í útboðinu og geti keypt hlut fyrir allt niður í fimmtíu þúsund krónur. 27. maí 2021 17:30 Áforma hlutafjárútboð og skráningu Íslandsbanka í Kauphöll Bankasýsla ríkisins og Íslandsbanki hafa nú staðfest áform sín um að hefja hlutafjárútboð og í framhaldinu skráningu hlutabréfa Íslandsbanka á aðalmarkað Nasdaq Iceland. 27. maí 2021 08:26 Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 7,7 prósent. á sama fjórðungi árið 2020 tapaði bankinn 1,4 milljarði og arðsemi eigin fjár var neikvæð um þrjú prósent. 5. maí 2021 18:10 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins, í dag. Samkvæmt heimildum Markaðarins er gert ráð fyrir því að skráningarlýsingar og fjárfestakynningar verði líklega birtar næsta mánudag. Í kjölfarið muni fjárfestar geta skráð sig fyrir hlutum í útboði Íslandsbanka sem standi til 16. júní. Í forsendum Fossa markaða fyrir áðurnefndu verðmati er gert ráð fyrir því að hagnaður Íslandsbanka muni nema tæplega 19 milljörðum á árinu 2023. Verðmat fyrirtækisins er umtalsvert meira en bókfært eigið fé Íslandsbanka í lok fyrsta ársfjórðungs, sem nam 185,5 milljörðum, en mat Fossa grundvallast meðal annars á því að umfram eigið fé Íslandsbanka sé um 30 milljarðar. Jakobsson Capital miðar við þær rekstraráætlanir sem lagðar eru til grundvallar en greining Jakobsson er sögð viðkvæm fyrir breytingum á mikilvægum forsendum, sérstaklega virkum vaxtamun bankans. Telja að arðsemi muni batna Ríkið áformar að selja 25 til 35% hlut í Íslandsbanka í gegnum hlutafjárútboð og skráningu á markað síðar í þessum mánuði. Hagnaður bankans á fyrsta ársfjórðungi nam 3,6 milljörðum sem jafngilti 7,7% arðsemi á ársgrundvelli. Fram kemur í umfjöllun Markaðarins að íslensk og erlend fjármálafyrirtæki, sem séu til ráðgjafar vegna fyrirhugaðrar sölu geri ráð fyrir því að arðsemi í rekstri bankans muni batna á komandi árum og að hagnaðurinn verði á bilinu 16,5 milljarðar til um 19 milljarðar þegar komið verður fram á árið 2023.
Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Bjarni segir stefnt á sölu á allt að 35% hlut í Íslandsbanka um miðjan næsta mánuð Fjármálaráðherra segir stefnt að sölu á allt að þrjátíu og fimm prósenta hlut í Íslandsbanka um miðjan næsta mánuð. Leitað verður til erlendra fjárfesta en ráðherra vonar að almenningur taki virkan þátt í útboðinu og geti keypt hlut fyrir allt niður í fimmtíu þúsund krónur. 27. maí 2021 17:30 Áforma hlutafjárútboð og skráningu Íslandsbanka í Kauphöll Bankasýsla ríkisins og Íslandsbanki hafa nú staðfest áform sín um að hefja hlutafjárútboð og í framhaldinu skráningu hlutabréfa Íslandsbanka á aðalmarkað Nasdaq Iceland. 27. maí 2021 08:26 Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 7,7 prósent. á sama fjórðungi árið 2020 tapaði bankinn 1,4 milljarði og arðsemi eigin fjár var neikvæð um þrjú prósent. 5. maí 2021 18:10 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Bjarni segir stefnt á sölu á allt að 35% hlut í Íslandsbanka um miðjan næsta mánuð Fjármálaráðherra segir stefnt að sölu á allt að þrjátíu og fimm prósenta hlut í Íslandsbanka um miðjan næsta mánuð. Leitað verður til erlendra fjárfesta en ráðherra vonar að almenningur taki virkan þátt í útboðinu og geti keypt hlut fyrir allt niður í fimmtíu þúsund krónur. 27. maí 2021 17:30
Áforma hlutafjárútboð og skráningu Íslandsbanka í Kauphöll Bankasýsla ríkisins og Íslandsbanki hafa nú staðfest áform sín um að hefja hlutafjárútboð og í framhaldinu skráningu hlutabréfa Íslandsbanka á aðalmarkað Nasdaq Iceland. 27. maí 2021 08:26
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 7,7 prósent. á sama fjórðungi árið 2020 tapaði bankinn 1,4 milljarði og arðsemi eigin fjár var neikvæð um þrjú prósent. 5. maí 2021 18:10