Ægir talaði um barneignir og keppni við Hlyn eftir stórleik sinn í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2021 14:00 Ægir Þór Steinarsson var ánægður með sigurinn í Þorlákshöfn í gærkvöldi. S2 Sport Ægir Þór Steinarsson fór á kostum þegar Stjarnan komst í 1-0 á móti Þór Þorlákshöfn í úrslitakeppni Domino's deildar karla í körfubolta. Honum var boðið á háborðið í Domino's Körfuboltakvöldi eftir leikinn sem maður leiksins. „Það var risastórt að koma með yfirlýsingu í þessum fyrsta leik. Það er kærkomið að komast í 1-0. Það er ekki auðvelt að koma hingað og vinna leik. Þeir hafa verið með tak á okkur í vetur og það var því yfirlýsing frá okkur að klára þennan leik,“ sagði Ægir Þór Steinarsson. Þórsarar unnu báða deildarleiki liðanna í vetur. „Auðvitað pælir maður í því en svo vorum við ekki alveg með fullan hóp í þessum leikjum. Það var ágætt að komast yfir þessa hraðahindrun og vinna þá,“ sagði Ægir Þór. „Við lögðum upp með það að reyna að sýna einhvers konar stöðugleika í vörn. Þú þarft að vera ansi hreyfanlegur varnarlega og halda mönnum fyrir framan sig. Við ætluðum að frákasta betur á móti þeim en þeir eru með sautján sóknafráköst,“ sagði Ægir. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Ægir um sigur á Þór og mögulega atvinnumennsku Stjarnan var að koma úr hörku einvígi á móti Grindavík sem vannst í oddaleik. „Það kemur smá meðbyr með þessum fimmta leik heima. Það er stutt á milli leikja og við reyndum að endurspegla það í þessum leik. Við náðum því ekki alveg orkulega séð en við sýndum sérstaklega góða kafla í fjórða leikhluta,“ sagði Ægir. Kjartan Atli Kjartansson leitaði til sérfræðinga sinna Teit Örlygsson og Benedikt Guðmundsson til að fá spurningar fyrir Ægi. „Nei ég þori því ekki. Arnar var brjálaður hérna og vildi fá hann beint út í rútu,“ sagði Teitur Örlygsson í léttum tón. Benedikt vildi fá að vita hvort að Ægir væri búinn að gefa upp möguleikann á að komast aftur út í atvinnumennsku. „Fyrir mér þá ættir þú að vera að spila í efstu deild í Þýskalandi eða í efstu deild í Frakklandi. Þú ert að spila það vel, þér líður vel og ert með sjálfstraustið í botni. Sjáum við Ægi Þór Steinarsson fara einhvern tímann aftur út,“ spurði Benedikt. „Það er klárlega markmiðið. Ég er búinn að eignast svolítið mörg börn undanfarið. Ég vil ekki kenna börnunum um en það hefur þýtt að maður hefur verið með lappirnar á jörðinni. Ég held að klárlega sé markmiðið að reyna fyrir sér hvort sem það sé á þessu ári eða næsta,“ sagði Ægir. „Pólitíska svarið er að ég reyni að einbeita mér að þessari úrslitakeppni og reyni að klára hana fyrst. Það er mikill pakki að fara út,“ sagði Ægir. Ægir er búinn að eignast þrjú börn en Hlynur Bæringsson er búinn að eignast fjögur. Benedikt spurði hvort þeir liðsfélagarnir væru í einhverri keppni. „Já, já, ég ætla að taka hann. Það eru fimm á leiðinni,“ sagði Ægir svo alvarlegur að það var ekki hægt annað en að trúa honum. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Íslenski körfuboltinn Stjarnan Þór Þorlákshöfn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Sjá meira
„Það var risastórt að koma með yfirlýsingu í þessum fyrsta leik. Það er kærkomið að komast í 1-0. Það er ekki auðvelt að koma hingað og vinna leik. Þeir hafa verið með tak á okkur í vetur og það var því yfirlýsing frá okkur að klára þennan leik,“ sagði Ægir Þór Steinarsson. Þórsarar unnu báða deildarleiki liðanna í vetur. „Auðvitað pælir maður í því en svo vorum við ekki alveg með fullan hóp í þessum leikjum. Það var ágætt að komast yfir þessa hraðahindrun og vinna þá,“ sagði Ægir Þór. „Við lögðum upp með það að reyna að sýna einhvers konar stöðugleika í vörn. Þú þarft að vera ansi hreyfanlegur varnarlega og halda mönnum fyrir framan sig. Við ætluðum að frákasta betur á móti þeim en þeir eru með sautján sóknafráköst,“ sagði Ægir. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Ægir um sigur á Þór og mögulega atvinnumennsku Stjarnan var að koma úr hörku einvígi á móti Grindavík sem vannst í oddaleik. „Það kemur smá meðbyr með þessum fimmta leik heima. Það er stutt á milli leikja og við reyndum að endurspegla það í þessum leik. Við náðum því ekki alveg orkulega séð en við sýndum sérstaklega góða kafla í fjórða leikhluta,“ sagði Ægir. Kjartan Atli Kjartansson leitaði til sérfræðinga sinna Teit Örlygsson og Benedikt Guðmundsson til að fá spurningar fyrir Ægi. „Nei ég þori því ekki. Arnar var brjálaður hérna og vildi fá hann beint út í rútu,“ sagði Teitur Örlygsson í léttum tón. Benedikt vildi fá að vita hvort að Ægir væri búinn að gefa upp möguleikann á að komast aftur út í atvinnumennsku. „Fyrir mér þá ættir þú að vera að spila í efstu deild í Þýskalandi eða í efstu deild í Frakklandi. Þú ert að spila það vel, þér líður vel og ert með sjálfstraustið í botni. Sjáum við Ægi Þór Steinarsson fara einhvern tímann aftur út,“ spurði Benedikt. „Það er klárlega markmiðið. Ég er búinn að eignast svolítið mörg börn undanfarið. Ég vil ekki kenna börnunum um en það hefur þýtt að maður hefur verið með lappirnar á jörðinni. Ég held að klárlega sé markmiðið að reyna fyrir sér hvort sem það sé á þessu ári eða næsta,“ sagði Ægir. „Pólitíska svarið er að ég reyni að einbeita mér að þessari úrslitakeppni og reyni að klára hana fyrst. Það er mikill pakki að fara út,“ sagði Ægir. Ægir er búinn að eignast þrjú börn en Hlynur Bæringsson er búinn að eignast fjögur. Benedikt spurði hvort þeir liðsfélagarnir væru í einhverri keppni. „Já, já, ég ætla að taka hann. Það eru fimm á leiðinni,“ sagði Ægir svo alvarlegur að það var ekki hægt annað en að trúa honum. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Íslenski körfuboltinn Stjarnan Þór Þorlákshöfn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Sjá meira