Ægir talaði um barneignir og keppni við Hlyn eftir stórleik sinn í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2021 14:00 Ægir Þór Steinarsson var ánægður með sigurinn í Þorlákshöfn í gærkvöldi. S2 Sport Ægir Þór Steinarsson fór á kostum þegar Stjarnan komst í 1-0 á móti Þór Þorlákshöfn í úrslitakeppni Domino's deildar karla í körfubolta. Honum var boðið á háborðið í Domino's Körfuboltakvöldi eftir leikinn sem maður leiksins. „Það var risastórt að koma með yfirlýsingu í þessum fyrsta leik. Það er kærkomið að komast í 1-0. Það er ekki auðvelt að koma hingað og vinna leik. Þeir hafa verið með tak á okkur í vetur og það var því yfirlýsing frá okkur að klára þennan leik,“ sagði Ægir Þór Steinarsson. Þórsarar unnu báða deildarleiki liðanna í vetur. „Auðvitað pælir maður í því en svo vorum við ekki alveg með fullan hóp í þessum leikjum. Það var ágætt að komast yfir þessa hraðahindrun og vinna þá,“ sagði Ægir Þór. „Við lögðum upp með það að reyna að sýna einhvers konar stöðugleika í vörn. Þú þarft að vera ansi hreyfanlegur varnarlega og halda mönnum fyrir framan sig. Við ætluðum að frákasta betur á móti þeim en þeir eru með sautján sóknafráköst,“ sagði Ægir. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Ægir um sigur á Þór og mögulega atvinnumennsku Stjarnan var að koma úr hörku einvígi á móti Grindavík sem vannst í oddaleik. „Það kemur smá meðbyr með þessum fimmta leik heima. Það er stutt á milli leikja og við reyndum að endurspegla það í þessum leik. Við náðum því ekki alveg orkulega séð en við sýndum sérstaklega góða kafla í fjórða leikhluta,“ sagði Ægir. Kjartan Atli Kjartansson leitaði til sérfræðinga sinna Teit Örlygsson og Benedikt Guðmundsson til að fá spurningar fyrir Ægi. „Nei ég þori því ekki. Arnar var brjálaður hérna og vildi fá hann beint út í rútu,“ sagði Teitur Örlygsson í léttum tón. Benedikt vildi fá að vita hvort að Ægir væri búinn að gefa upp möguleikann á að komast aftur út í atvinnumennsku. „Fyrir mér þá ættir þú að vera að spila í efstu deild í Þýskalandi eða í efstu deild í Frakklandi. Þú ert að spila það vel, þér líður vel og ert með sjálfstraustið í botni. Sjáum við Ægi Þór Steinarsson fara einhvern tímann aftur út,“ spurði Benedikt. „Það er klárlega markmiðið. Ég er búinn að eignast svolítið mörg börn undanfarið. Ég vil ekki kenna börnunum um en það hefur þýtt að maður hefur verið með lappirnar á jörðinni. Ég held að klárlega sé markmiðið að reyna fyrir sér hvort sem það sé á þessu ári eða næsta,“ sagði Ægir. „Pólitíska svarið er að ég reyni að einbeita mér að þessari úrslitakeppni og reyni að klára hana fyrst. Það er mikill pakki að fara út,“ sagði Ægir. Ægir er búinn að eignast þrjú börn en Hlynur Bæringsson er búinn að eignast fjögur. Benedikt spurði hvort þeir liðsfélagarnir væru í einhverri keppni. „Já, já, ég ætla að taka hann. Það eru fimm á leiðinni,“ sagði Ægir svo alvarlegur að það var ekki hægt annað en að trúa honum. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Íslenski körfuboltinn Stjarnan Þór Þorlákshöfn Mest lesið Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira
„Það var risastórt að koma með yfirlýsingu í þessum fyrsta leik. Það er kærkomið að komast í 1-0. Það er ekki auðvelt að koma hingað og vinna leik. Þeir hafa verið með tak á okkur í vetur og það var því yfirlýsing frá okkur að klára þennan leik,“ sagði Ægir Þór Steinarsson. Þórsarar unnu báða deildarleiki liðanna í vetur. „Auðvitað pælir maður í því en svo vorum við ekki alveg með fullan hóp í þessum leikjum. Það var ágætt að komast yfir þessa hraðahindrun og vinna þá,“ sagði Ægir Þór. „Við lögðum upp með það að reyna að sýna einhvers konar stöðugleika í vörn. Þú þarft að vera ansi hreyfanlegur varnarlega og halda mönnum fyrir framan sig. Við ætluðum að frákasta betur á móti þeim en þeir eru með sautján sóknafráköst,“ sagði Ægir. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Ægir um sigur á Þór og mögulega atvinnumennsku Stjarnan var að koma úr hörku einvígi á móti Grindavík sem vannst í oddaleik. „Það kemur smá meðbyr með þessum fimmta leik heima. Það er stutt á milli leikja og við reyndum að endurspegla það í þessum leik. Við náðum því ekki alveg orkulega séð en við sýndum sérstaklega góða kafla í fjórða leikhluta,“ sagði Ægir. Kjartan Atli Kjartansson leitaði til sérfræðinga sinna Teit Örlygsson og Benedikt Guðmundsson til að fá spurningar fyrir Ægi. „Nei ég þori því ekki. Arnar var brjálaður hérna og vildi fá hann beint út í rútu,“ sagði Teitur Örlygsson í léttum tón. Benedikt vildi fá að vita hvort að Ægir væri búinn að gefa upp möguleikann á að komast aftur út í atvinnumennsku. „Fyrir mér þá ættir þú að vera að spila í efstu deild í Þýskalandi eða í efstu deild í Frakklandi. Þú ert að spila það vel, þér líður vel og ert með sjálfstraustið í botni. Sjáum við Ægi Þór Steinarsson fara einhvern tímann aftur út,“ spurði Benedikt. „Það er klárlega markmiðið. Ég er búinn að eignast svolítið mörg börn undanfarið. Ég vil ekki kenna börnunum um en það hefur þýtt að maður hefur verið með lappirnar á jörðinni. Ég held að klárlega sé markmiðið að reyna fyrir sér hvort sem það sé á þessu ári eða næsta,“ sagði Ægir. „Pólitíska svarið er að ég reyni að einbeita mér að þessari úrslitakeppni og reyni að klára hana fyrst. Það er mikill pakki að fara út,“ sagði Ægir. Ægir er búinn að eignast þrjú börn en Hlynur Bæringsson er búinn að eignast fjögur. Benedikt spurði hvort þeir liðsfélagarnir væru í einhverri keppni. „Já, já, ég ætla að taka hann. Það eru fimm á leiðinni,“ sagði Ægir svo alvarlegur að það var ekki hægt annað en að trúa honum. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Íslenski körfuboltinn Stjarnan Þór Þorlákshöfn Mest lesið Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira