Dusterinn er kominn aftur á kreik Snorri Másson skrifar 1. júní 2021 07:01 Dacia Duster er vinsæll bíll hjá bílaleigum á Íslandi. Unsplash/Jesse Huisman Þeir sem fara akandi um stræti Reykjavíkur nú um mundir fara fæstir varhluta af kunnuglegri þróun sem orðið hefur í borginni á allra síðustu vikum. Dacia Duster, uppáhaldsbílaleigubíll ferðamannsins, er aftur kominn á kreik. Samkvæmt upplýsingum frá umferðardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru Dusterar og aðrir bílaleigubílar í umferðinni orðnir merkjanlega fleiri. Enn er þó ekki að sjá að árekstrum hafi fjölgað sem nemur. Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeildinni, segir að engan skuli undra að þróunin sé þessi þegar sneisafullar flugvélar af ferðamönnum lenda hér dag hvern. Hann telur ferðamennina þó ekki verri ökumenn en Íslendinga. „Þeir eru yfirleitt varfærnir af því að þeir eru ókunnugir aðstæðum en þeir lenda stundum í klaufalegum mistökum. Stórt hlutfall af þessum hópi tel ég að sé fólk sem á ekki bíl í sínu heimalandi vegna almenningssamganga í stórborgum þar. Þau eru þar af leiðandi ekki vanir ökumenn og enn síður í íslenskum aðstæðum,“ segir Guðbrandur. Ferðamönnum stórfjölgar Samkvæmt athugunum Vegagerðarinnar eru Kínverjar, Ítalir og Spánverjar langlíklegastir til að verða sér að voða í umferðinni hér á landi og eru þessar þjóðir raunar margfalt líklegri en margar aðrar. Samgöngustofa hefur lagt mikið upp úr því að búa til kennsluefni fyrir ferðamenn sem er dreift til þeirra í samstarfi við björgunarsveitir og bílaleigur. Þar hefur að sögn Guðbrands verið unnið gríðarlegt forvarnarstarf á umliðnum árum. Sautján flugvélar áforma að lenda á Keflavíkurflugvelli á morgun og ferðamenn hafa ekki streymt í eins stríðum straumum inn í landið síðan löngu fyrir heimsfaraldur. Um leið er slakað á skyldu til dvalar á sóttkvíarhótelum fyrir stóran hóp frá og með 1. júní. Umferð Umferðaröryggi Ferðamennska á Íslandi Bílaleigur Bílar Lögreglumál Tengdar fréttir Páfinn velur Dacia Duster fram yfir Benz, Range Rover og Lamborghini Renault hefur gefið Francis páfa sérsmíðaðan Dacia Duster bíl til að spóka sig um á í Vatíkaninu. 28. nóvember 2019 14:00 „Túristinn er mættur“ Langar raðir hafa myndast við heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu við Suðurlandsbraut í sýnatökur undanfarna daga. Þrátt fyrir að þónokkur smit hafi greinst utan sóttkvíar undanfarna daga er fjöldinn ekki vegna þeirra smita, heldur endurkomu ferðamanna hingað til lands. 29. maí 2021 14:03 Ekki lengur krafa um neikvætt Covid-próf fyrir ferðamenn frá Norðurlöndum Sænsk stjórnvöld hafa ákveðið að aflétta kröfu um að ferðamenn sem koma frá Norðurlöndum sýni fram á neikvætt PCR-próf við komuna til Svíþjóðar. Nýjar reglur taka gildi síðasta dag maímánaðar og á þá við ferðamenn frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Íslandi. 28. maí 2021 13:51 Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá umferðardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru Dusterar og aðrir bílaleigubílar í umferðinni orðnir merkjanlega fleiri. Enn er þó ekki að sjá að árekstrum hafi fjölgað sem nemur. Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeildinni, segir að engan skuli undra að þróunin sé þessi þegar sneisafullar flugvélar af ferðamönnum lenda hér dag hvern. Hann telur ferðamennina þó ekki verri ökumenn en Íslendinga. „Þeir eru yfirleitt varfærnir af því að þeir eru ókunnugir aðstæðum en þeir lenda stundum í klaufalegum mistökum. Stórt hlutfall af þessum hópi tel ég að sé fólk sem á ekki bíl í sínu heimalandi vegna almenningssamganga í stórborgum þar. Þau eru þar af leiðandi ekki vanir ökumenn og enn síður í íslenskum aðstæðum,“ segir Guðbrandur. Ferðamönnum stórfjölgar Samkvæmt athugunum Vegagerðarinnar eru Kínverjar, Ítalir og Spánverjar langlíklegastir til að verða sér að voða í umferðinni hér á landi og eru þessar þjóðir raunar margfalt líklegri en margar aðrar. Samgöngustofa hefur lagt mikið upp úr því að búa til kennsluefni fyrir ferðamenn sem er dreift til þeirra í samstarfi við björgunarsveitir og bílaleigur. Þar hefur að sögn Guðbrands verið unnið gríðarlegt forvarnarstarf á umliðnum árum. Sautján flugvélar áforma að lenda á Keflavíkurflugvelli á morgun og ferðamenn hafa ekki streymt í eins stríðum straumum inn í landið síðan löngu fyrir heimsfaraldur. Um leið er slakað á skyldu til dvalar á sóttkvíarhótelum fyrir stóran hóp frá og með 1. júní.
Umferð Umferðaröryggi Ferðamennska á Íslandi Bílaleigur Bílar Lögreglumál Tengdar fréttir Páfinn velur Dacia Duster fram yfir Benz, Range Rover og Lamborghini Renault hefur gefið Francis páfa sérsmíðaðan Dacia Duster bíl til að spóka sig um á í Vatíkaninu. 28. nóvember 2019 14:00 „Túristinn er mættur“ Langar raðir hafa myndast við heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu við Suðurlandsbraut í sýnatökur undanfarna daga. Þrátt fyrir að þónokkur smit hafi greinst utan sóttkvíar undanfarna daga er fjöldinn ekki vegna þeirra smita, heldur endurkomu ferðamanna hingað til lands. 29. maí 2021 14:03 Ekki lengur krafa um neikvætt Covid-próf fyrir ferðamenn frá Norðurlöndum Sænsk stjórnvöld hafa ákveðið að aflétta kröfu um að ferðamenn sem koma frá Norðurlöndum sýni fram á neikvætt PCR-próf við komuna til Svíþjóðar. Nýjar reglur taka gildi síðasta dag maímánaðar og á þá við ferðamenn frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Íslandi. 28. maí 2021 13:51 Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Sjá meira
Páfinn velur Dacia Duster fram yfir Benz, Range Rover og Lamborghini Renault hefur gefið Francis páfa sérsmíðaðan Dacia Duster bíl til að spóka sig um á í Vatíkaninu. 28. nóvember 2019 14:00
„Túristinn er mættur“ Langar raðir hafa myndast við heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu við Suðurlandsbraut í sýnatökur undanfarna daga. Þrátt fyrir að þónokkur smit hafi greinst utan sóttkvíar undanfarna daga er fjöldinn ekki vegna þeirra smita, heldur endurkomu ferðamanna hingað til lands. 29. maí 2021 14:03
Ekki lengur krafa um neikvætt Covid-próf fyrir ferðamenn frá Norðurlöndum Sænsk stjórnvöld hafa ákveðið að aflétta kröfu um að ferðamenn sem koma frá Norðurlöndum sýni fram á neikvætt PCR-próf við komuna til Svíþjóðar. Nýjar reglur taka gildi síðasta dag maímánaðar og á þá við ferðamenn frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Íslandi. 28. maí 2021 13:51