14 dagar í EM: Spánn hyggur á upprisu, Svíar spjara sig án Zlatans og Lewandowski fékk nýjan þjálfara í janúar Sindri Sverrisson skrifar 28. maí 2021 12:00 Gerard Moreno hefur verið sjóheitur í vetur í markaskorun. EPA/JUANJO MARTIN Það má búast við spennandi baráttu um efstu tvö sætin í E-riðli á EM þar sem Spánverjar þykja þó sigurstranglegastir, þrátt fyrir vonbrigði á síðustu stórmótum. Svíar tefla fram spennandi liði sem reyndar þarf að spjara sig án Zlatans Ibrahimovic eftir að hann meiddist. Hann var þó ekki heldur með þegar liðið komst í 8-liða úrslit á síðasta HM. Robert Lewandowski skoraði 48 mörk í 40 leikjum fyrir Bayern München í vetur en þessi besti leikmaður ársins 2020, hjá FIFA, þarf að skora fleiri mörk en hann er vanur að gera fyrir Pólland á stórmótum. Slóvakía er lítilmagninn í riðlinum og spurning hvað Marek Hamsik og félögum tekst að töfra fram. LEIKIRNIR Í E-RIÐLI: 14. júní: Pólland - Slóvakía, Pétursborg 14. júní: Spánn - Svíþjóð, Sevilla 18. júní: Svíþjóð - Slóvakía, Pétursborg 19. júní: Spánn - Pólland, Sevilla 23. júní: Slóvakía - Spánn, Sevilla 23. júní: Svíþjóð - Pólland, Pétursborg Spánverjar eru sigurstranglegastir í E-riðli.Getty/David S. Bustamante Spánn Þjálfari: Luis Enrique. Stjörnur liðsins: Sergio Busquets (Barcelona), Thiago (Liverpool), Álvaro Morata (Juventus). Árangur á EM: Evrópumeistari þrisvar (1964, 2008 og 2012). Með 10 sinnum (1964, 1980, 1984, 1988, 1996, 2000, 2004, 2008, 2012, 2016). Eftir mikil vonbrigði á síðustu þremur stórmótum ætla Spánverjar sér að taka skref í átt að gullöldinni fyrir áratug síðan þegar þeir urðu Evrópumeistarar tvö mót í röð, fyrstir þjóða, og heimsmeistarar í millitíðinni. Spánn mun vafalaust bjóða upp á skemmtilegan fótbolta undir stjórn Luis Enrique, sem sneri aftur í þjálfun eftir hlé þegar hann tók við Spáni eftir HM 2018. Undankeppnin var lítið mál, Spánn tapaði ekki leik og endaði fimm stigum fyrir ofan verðandi mótherja sína á EM, Svía. Enrique þarf að spjara sig án Sergio Ramos en hefur fengið nýjan landsliðsmann í Aymeric Laporte, miðverði Manchester City, sem gafst upp á að komast í franska landsliðið. Hann gæti reynst mikilvægt púsl í vörnina, Spánn er að vanda með hágæða miðjumenn og fremst má búast við að Álvaro Morata og einn allra heitasti framherji Evrópu í vetur, Gerard Moreno, láti til sín taka. Janne Andersson þarf að treysta á að Victor Lindelöf bindi vörn Svía vel saman.EPA/GEORGI LICOVSKI Svíþjóð Þjálfari: Janne Andersson. Stjörnur liðsins: Victor Lindelöf (Man. Utd), Emil Forsberg (RB Leipzig), Alexander Isak (Real Sociedad) Árangur á EM: Með sex sinnum (1992, 2000, 2004, 2008, 2012, 2016). Besti árangur 3. sæti árið 1992. Svíar ætluðu að bjóða Zlatan Ibrahimovic velkominn aftur á stórmót en þessi mikla þjóðhetja þeirra varð að hætta við mótið vegna meiðsla. Svíar hafa þó öflugt lið og nokkra afar spennandi, unga leikmenn eins og Dejan Kulusevski úr Juventus og Alexander Isak, markaskorara Real Sociedad. Eina tap Svía í undankeppninni kom gegn Spáni á útivelli, liðið gerði jafntefli í báðum leikjunum við lærisveina Lars Lagerbäck í Noregi en enduðu fjórum stigum ofar. Þeir unnu tvo fyrstu leiki sína í undankeppni HM í mars, gegn Georgíu og Kósovó. Janne Andersson tók við Svíþjóð eftir vonbrigði á síðasta EM og fór með liðið í 8-liða úrslit á HM 2018. Liðið ætti ekki að hafa versnað síðan þá. Robert Lewandowski þarf að láta til sín taka ætli Pólverjar að fara langt á EM.EPA/Leszek Szymanski Pólland Þjálfari: Paulo Sousa. Stjörnur liðsins: Robert Lewandowski (Bayern), Wojciech Szczesny (Juventus), Mateusz Klich (Leeds). Árangur á EM: Með þrisvar sinnum (2008, 2012 og 2016). Besti árangur 8-liða úrslit árið 2016 (tap í vítaspyrnukeppni gegn Portúgal). Pólverjar hafa aldrei komist lengra en í átta liða úrslit á EM en eiga tvenn bronsverðlaun frá HM. Þeir eiga sterka máttarstólpa í marki, vörn, miðju og sókn, og mestar vonir eru auðvitað bundnar við Robert Lewandowski sem þarf þó að hafa meira fyrir mörkunum en í sínu daglega starfi í Þýskalandi. Pólverjar unnu sinn undanriðil fyrir EM með sannfærandi hætti þar sem þeir unnu átta leiki og eina tapið var gegn Slóveníu á útivelli. Það dugði þó ekki til að Jerzy Brzeczek héldi starfi sínu sem landsliðsþjálfari og Portúgalinn Paulo Sousa var ráðinn í janúar. Undir hans stjórn fór Pólland ekki sérstaklega vel af stað í undankeppni HM í síðasta mánuði, en þó ekki hræðilega heldur; gerði 3-3 jafntefli við Ungverjaland, vann Andorra 3-0 og tapaði gegn Englandi á Wembley, 2-1. Ítalíumeistarinn Milan Skriniar fagnar eftir að sigurinn á Norður-Írum var í höfn og sæti á EM tryggt.EPA/JOHN MCVITTY Slóvakía Þjálfari: Stefan Tarkovic. Stjörnur liðsins: Marek Hamsik (IFK Gautaborg), Milan Skriniar (Inter), Martin Dubravka (Newcastle). Árangur á EM: Einu sinni með, á EM 2016, þar sem liðið komst í 16-liða úrslit. Slóvakar komust með miklum naumindum inn á EM og virðast vissulega minni máttar í riðlinum. Þeir náðu á EM í gegnum Þjóðadeildarumspil, úr B-deild, með því að vinna Íra í vítaspyrnukeppni og svo Norður-Íra í framlengdum leik. Liðið hóf svo undankeppni HM í mars á að gera jafntefli við Kýpur og Möltu en náði hins vegar að vinna Rússland, 2-1. Fyrirliðinn Marek Hamsik, sem einhvern veginn endaði í sænsku úrvalsdeildinni í mars en hefur skorað 100 mörk fyrir Napoli á ferlinum, þarf að leiða Slóvaka áfram. Hinn 48 ára gamli Stefan Tarkovic stýrir liðinu utan vallar en hann hafði verið aðstoðarþjálfari, meðal annars á EM 2016, áður en hann tók óvænt við sem aðalþjálfari á milli sigranna gegn Írum og Norður-Írum í fyrrahaust. Hvað tekur við? Í 16-liða úrslitunum mætir sigurliðið í E-riðli liðinu úr 3. sæti í A, B, C eða D-riðli. Liðið í 2. sæti E-riðils mætir liðinu úr 2. sæti D-riðils (England, Króatía, Skotland, Tékkland). Liðið í 3. sæti gæti mögulega komist áfram og mætt þá sigurliðinu úr B- eða C-riðli. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 15 dagar í EM: Þegar Van Basten braut lögmál eðlisfræðinnar í úrslitaleik EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Mark Hollendingsins Marco van Basten í úrslitaleiknum á EM 1988 er örugglega enn í fersku minni hjá þeim sem sáu það fyrir meira en þremur áratugum síðan. 27. maí 2021 12:01 16 dagar í EM: England eina þjóðin sem hefur farið á níu EM og aldrei unnið Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Ein mikil knattspyrnuþjóð á enn eftir að vinna Evrópumótið þrátt fyrir margar tilraunir. 26. maí 2021 12:01 17 dagar í EM: Fótboltinn kemur heim, dreggjar króatísku gullkynslóðarinnar og Skotar loksins með Það styttist óðfluga í EM karla í fótbolta. Vísir rýnir í dag í D-riðil þar sem Englendingar eru á heimavelli ásamt Skotum sem snúa aftur á stórmót eftir 23 ára fjarveru. 25. maí 2021 12:01 18 dagar í EM: Tveir úrslitaleikir EM hafa unnist á „Gullmarki“ Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Það sem gerðist tvisvar getur aldrei gerst aftur á Evrópumótinu í knattspyrnu. 24. maí 2021 12:00 19 dagar í EM: Ísland með fleiri mörk að meðaltali á EM en Þýskaland, Frakkland, Spánn og England Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Markaskor íslenska landsliðsins á sínu eina stórmóti kemur Íslandi ofar á blað í EM-sögunni en margar þekktar knattspyrnuþjóðir. 23. maí 2021 12:01 20 dagar í EM: Síðasta þrennan á EM orðin þrettán ára gömul Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Það er orðið mjög langt síðan að leikmaður náði að skora þrjú mörk í einum leik í úrslitakeppni EM. 22. maí 2021 12:00 21 dagur í EM: Þegar Gummi Ben varð heimsfrægur í miðju Evrópumóti Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Lýsing Guðmundar Benediktssonar á sigurmarki Íslands á móti Austurríki á EM 2016 skilaði honum óvæntri heimsfrægð. 21. maí 2021 12:01 22 dagar í EM: Liðið sem Arnór Ingvi grætti, svelt stórþjóð og liðið sem fór auðveldustu leið sögunnar Hollendingar á heimavelli eru sigurstranglegir í C-riðli EM karla í fótbolta. Þeir mæta þyrstir í stórmót eftir áfallið gegn Íslendingum 2015. 20. maí 2021 12:30 23 dagar í EM: Níu mörk í fimm leikjum er met sem seint verður slegið Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Nú ætlum við að skora frammistöðu Michel Platini á EM 1984. 19. maí 2021 12:01 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Fleiri fréttir Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira
Svíar tefla fram spennandi liði sem reyndar þarf að spjara sig án Zlatans Ibrahimovic eftir að hann meiddist. Hann var þó ekki heldur með þegar liðið komst í 8-liða úrslit á síðasta HM. Robert Lewandowski skoraði 48 mörk í 40 leikjum fyrir Bayern München í vetur en þessi besti leikmaður ársins 2020, hjá FIFA, þarf að skora fleiri mörk en hann er vanur að gera fyrir Pólland á stórmótum. Slóvakía er lítilmagninn í riðlinum og spurning hvað Marek Hamsik og félögum tekst að töfra fram. LEIKIRNIR Í E-RIÐLI: 14. júní: Pólland - Slóvakía, Pétursborg 14. júní: Spánn - Svíþjóð, Sevilla 18. júní: Svíþjóð - Slóvakía, Pétursborg 19. júní: Spánn - Pólland, Sevilla 23. júní: Slóvakía - Spánn, Sevilla 23. júní: Svíþjóð - Pólland, Pétursborg Spánverjar eru sigurstranglegastir í E-riðli.Getty/David S. Bustamante Spánn Þjálfari: Luis Enrique. Stjörnur liðsins: Sergio Busquets (Barcelona), Thiago (Liverpool), Álvaro Morata (Juventus). Árangur á EM: Evrópumeistari þrisvar (1964, 2008 og 2012). Með 10 sinnum (1964, 1980, 1984, 1988, 1996, 2000, 2004, 2008, 2012, 2016). Eftir mikil vonbrigði á síðustu þremur stórmótum ætla Spánverjar sér að taka skref í átt að gullöldinni fyrir áratug síðan þegar þeir urðu Evrópumeistarar tvö mót í röð, fyrstir þjóða, og heimsmeistarar í millitíðinni. Spánn mun vafalaust bjóða upp á skemmtilegan fótbolta undir stjórn Luis Enrique, sem sneri aftur í þjálfun eftir hlé þegar hann tók við Spáni eftir HM 2018. Undankeppnin var lítið mál, Spánn tapaði ekki leik og endaði fimm stigum fyrir ofan verðandi mótherja sína á EM, Svía. Enrique þarf að spjara sig án Sergio Ramos en hefur fengið nýjan landsliðsmann í Aymeric Laporte, miðverði Manchester City, sem gafst upp á að komast í franska landsliðið. Hann gæti reynst mikilvægt púsl í vörnina, Spánn er að vanda með hágæða miðjumenn og fremst má búast við að Álvaro Morata og einn allra heitasti framherji Evrópu í vetur, Gerard Moreno, láti til sín taka. Janne Andersson þarf að treysta á að Victor Lindelöf bindi vörn Svía vel saman.EPA/GEORGI LICOVSKI Svíþjóð Þjálfari: Janne Andersson. Stjörnur liðsins: Victor Lindelöf (Man. Utd), Emil Forsberg (RB Leipzig), Alexander Isak (Real Sociedad) Árangur á EM: Með sex sinnum (1992, 2000, 2004, 2008, 2012, 2016). Besti árangur 3. sæti árið 1992. Svíar ætluðu að bjóða Zlatan Ibrahimovic velkominn aftur á stórmót en þessi mikla þjóðhetja þeirra varð að hætta við mótið vegna meiðsla. Svíar hafa þó öflugt lið og nokkra afar spennandi, unga leikmenn eins og Dejan Kulusevski úr Juventus og Alexander Isak, markaskorara Real Sociedad. Eina tap Svía í undankeppninni kom gegn Spáni á útivelli, liðið gerði jafntefli í báðum leikjunum við lærisveina Lars Lagerbäck í Noregi en enduðu fjórum stigum ofar. Þeir unnu tvo fyrstu leiki sína í undankeppni HM í mars, gegn Georgíu og Kósovó. Janne Andersson tók við Svíþjóð eftir vonbrigði á síðasta EM og fór með liðið í 8-liða úrslit á HM 2018. Liðið ætti ekki að hafa versnað síðan þá. Robert Lewandowski þarf að láta til sín taka ætli Pólverjar að fara langt á EM.EPA/Leszek Szymanski Pólland Þjálfari: Paulo Sousa. Stjörnur liðsins: Robert Lewandowski (Bayern), Wojciech Szczesny (Juventus), Mateusz Klich (Leeds). Árangur á EM: Með þrisvar sinnum (2008, 2012 og 2016). Besti árangur 8-liða úrslit árið 2016 (tap í vítaspyrnukeppni gegn Portúgal). Pólverjar hafa aldrei komist lengra en í átta liða úrslit á EM en eiga tvenn bronsverðlaun frá HM. Þeir eiga sterka máttarstólpa í marki, vörn, miðju og sókn, og mestar vonir eru auðvitað bundnar við Robert Lewandowski sem þarf þó að hafa meira fyrir mörkunum en í sínu daglega starfi í Þýskalandi. Pólverjar unnu sinn undanriðil fyrir EM með sannfærandi hætti þar sem þeir unnu átta leiki og eina tapið var gegn Slóveníu á útivelli. Það dugði þó ekki til að Jerzy Brzeczek héldi starfi sínu sem landsliðsþjálfari og Portúgalinn Paulo Sousa var ráðinn í janúar. Undir hans stjórn fór Pólland ekki sérstaklega vel af stað í undankeppni HM í síðasta mánuði, en þó ekki hræðilega heldur; gerði 3-3 jafntefli við Ungverjaland, vann Andorra 3-0 og tapaði gegn Englandi á Wembley, 2-1. Ítalíumeistarinn Milan Skriniar fagnar eftir að sigurinn á Norður-Írum var í höfn og sæti á EM tryggt.EPA/JOHN MCVITTY Slóvakía Þjálfari: Stefan Tarkovic. Stjörnur liðsins: Marek Hamsik (IFK Gautaborg), Milan Skriniar (Inter), Martin Dubravka (Newcastle). Árangur á EM: Einu sinni með, á EM 2016, þar sem liðið komst í 16-liða úrslit. Slóvakar komust með miklum naumindum inn á EM og virðast vissulega minni máttar í riðlinum. Þeir náðu á EM í gegnum Þjóðadeildarumspil, úr B-deild, með því að vinna Íra í vítaspyrnukeppni og svo Norður-Íra í framlengdum leik. Liðið hóf svo undankeppni HM í mars á að gera jafntefli við Kýpur og Möltu en náði hins vegar að vinna Rússland, 2-1. Fyrirliðinn Marek Hamsik, sem einhvern veginn endaði í sænsku úrvalsdeildinni í mars en hefur skorað 100 mörk fyrir Napoli á ferlinum, þarf að leiða Slóvaka áfram. Hinn 48 ára gamli Stefan Tarkovic stýrir liðinu utan vallar en hann hafði verið aðstoðarþjálfari, meðal annars á EM 2016, áður en hann tók óvænt við sem aðalþjálfari á milli sigranna gegn Írum og Norður-Írum í fyrrahaust. Hvað tekur við? Í 16-liða úrslitunum mætir sigurliðið í E-riðli liðinu úr 3. sæti í A, B, C eða D-riðli. Liðið í 2. sæti E-riðils mætir liðinu úr 2. sæti D-riðils (England, Króatía, Skotland, Tékkland). Liðið í 3. sæti gæti mögulega komist áfram og mætt þá sigurliðinu úr B- eða C-riðli.
LEIKIRNIR Í E-RIÐLI: 14. júní: Pólland - Slóvakía, Pétursborg 14. júní: Spánn - Svíþjóð, Sevilla 18. júní: Svíþjóð - Slóvakía, Pétursborg 19. júní: Spánn - Pólland, Sevilla 23. júní: Slóvakía - Spánn, Sevilla 23. júní: Svíþjóð - Pólland, Pétursborg
Þjálfari: Luis Enrique. Stjörnur liðsins: Sergio Busquets (Barcelona), Thiago (Liverpool), Álvaro Morata (Juventus). Árangur á EM: Evrópumeistari þrisvar (1964, 2008 og 2012). Með 10 sinnum (1964, 1980, 1984, 1988, 1996, 2000, 2004, 2008, 2012, 2016).
Þjálfari: Janne Andersson. Stjörnur liðsins: Victor Lindelöf (Man. Utd), Emil Forsberg (RB Leipzig), Alexander Isak (Real Sociedad) Árangur á EM: Með sex sinnum (1992, 2000, 2004, 2008, 2012, 2016). Besti árangur 3. sæti árið 1992.
Þjálfari: Paulo Sousa. Stjörnur liðsins: Robert Lewandowski (Bayern), Wojciech Szczesny (Juventus), Mateusz Klich (Leeds). Árangur á EM: Með þrisvar sinnum (2008, 2012 og 2016). Besti árangur 8-liða úrslit árið 2016 (tap í vítaspyrnukeppni gegn Portúgal).
Þjálfari: Stefan Tarkovic. Stjörnur liðsins: Marek Hamsik (IFK Gautaborg), Milan Skriniar (Inter), Martin Dubravka (Newcastle). Árangur á EM: Einu sinni með, á EM 2016, þar sem liðið komst í 16-liða úrslit.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 15 dagar í EM: Þegar Van Basten braut lögmál eðlisfræðinnar í úrslitaleik EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Mark Hollendingsins Marco van Basten í úrslitaleiknum á EM 1988 er örugglega enn í fersku minni hjá þeim sem sáu það fyrir meira en þremur áratugum síðan. 27. maí 2021 12:01 16 dagar í EM: England eina þjóðin sem hefur farið á níu EM og aldrei unnið Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Ein mikil knattspyrnuþjóð á enn eftir að vinna Evrópumótið þrátt fyrir margar tilraunir. 26. maí 2021 12:01 17 dagar í EM: Fótboltinn kemur heim, dreggjar króatísku gullkynslóðarinnar og Skotar loksins með Það styttist óðfluga í EM karla í fótbolta. Vísir rýnir í dag í D-riðil þar sem Englendingar eru á heimavelli ásamt Skotum sem snúa aftur á stórmót eftir 23 ára fjarveru. 25. maí 2021 12:01 18 dagar í EM: Tveir úrslitaleikir EM hafa unnist á „Gullmarki“ Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Það sem gerðist tvisvar getur aldrei gerst aftur á Evrópumótinu í knattspyrnu. 24. maí 2021 12:00 19 dagar í EM: Ísland með fleiri mörk að meðaltali á EM en Þýskaland, Frakkland, Spánn og England Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Markaskor íslenska landsliðsins á sínu eina stórmóti kemur Íslandi ofar á blað í EM-sögunni en margar þekktar knattspyrnuþjóðir. 23. maí 2021 12:01 20 dagar í EM: Síðasta þrennan á EM orðin þrettán ára gömul Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Það er orðið mjög langt síðan að leikmaður náði að skora þrjú mörk í einum leik í úrslitakeppni EM. 22. maí 2021 12:00 21 dagur í EM: Þegar Gummi Ben varð heimsfrægur í miðju Evrópumóti Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Lýsing Guðmundar Benediktssonar á sigurmarki Íslands á móti Austurríki á EM 2016 skilaði honum óvæntri heimsfrægð. 21. maí 2021 12:01 22 dagar í EM: Liðið sem Arnór Ingvi grætti, svelt stórþjóð og liðið sem fór auðveldustu leið sögunnar Hollendingar á heimavelli eru sigurstranglegir í C-riðli EM karla í fótbolta. Þeir mæta þyrstir í stórmót eftir áfallið gegn Íslendingum 2015. 20. maí 2021 12:30 23 dagar í EM: Níu mörk í fimm leikjum er met sem seint verður slegið Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Nú ætlum við að skora frammistöðu Michel Platini á EM 1984. 19. maí 2021 12:01 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Fleiri fréttir Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira
15 dagar í EM: Þegar Van Basten braut lögmál eðlisfræðinnar í úrslitaleik EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Mark Hollendingsins Marco van Basten í úrslitaleiknum á EM 1988 er örugglega enn í fersku minni hjá þeim sem sáu það fyrir meira en þremur áratugum síðan. 27. maí 2021 12:01
16 dagar í EM: England eina þjóðin sem hefur farið á níu EM og aldrei unnið Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Ein mikil knattspyrnuþjóð á enn eftir að vinna Evrópumótið þrátt fyrir margar tilraunir. 26. maí 2021 12:01
17 dagar í EM: Fótboltinn kemur heim, dreggjar króatísku gullkynslóðarinnar og Skotar loksins með Það styttist óðfluga í EM karla í fótbolta. Vísir rýnir í dag í D-riðil þar sem Englendingar eru á heimavelli ásamt Skotum sem snúa aftur á stórmót eftir 23 ára fjarveru. 25. maí 2021 12:01
18 dagar í EM: Tveir úrslitaleikir EM hafa unnist á „Gullmarki“ Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Það sem gerðist tvisvar getur aldrei gerst aftur á Evrópumótinu í knattspyrnu. 24. maí 2021 12:00
19 dagar í EM: Ísland með fleiri mörk að meðaltali á EM en Þýskaland, Frakkland, Spánn og England Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Markaskor íslenska landsliðsins á sínu eina stórmóti kemur Íslandi ofar á blað í EM-sögunni en margar þekktar knattspyrnuþjóðir. 23. maí 2021 12:01
20 dagar í EM: Síðasta þrennan á EM orðin þrettán ára gömul Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Það er orðið mjög langt síðan að leikmaður náði að skora þrjú mörk í einum leik í úrslitakeppni EM. 22. maí 2021 12:00
21 dagur í EM: Þegar Gummi Ben varð heimsfrægur í miðju Evrópumóti Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Lýsing Guðmundar Benediktssonar á sigurmarki Íslands á móti Austurríki á EM 2016 skilaði honum óvæntri heimsfrægð. 21. maí 2021 12:01
22 dagar í EM: Liðið sem Arnór Ingvi grætti, svelt stórþjóð og liðið sem fór auðveldustu leið sögunnar Hollendingar á heimavelli eru sigurstranglegir í C-riðli EM karla í fótbolta. Þeir mæta þyrstir í stórmót eftir áfallið gegn Íslendingum 2015. 20. maí 2021 12:30
23 dagar í EM: Níu mörk í fimm leikjum er met sem seint verður slegið Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Nú ætlum við að skora frammistöðu Michel Platini á EM 1984. 19. maí 2021 12:01