Ágústa vill þriðja til fimmta sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. maí 2021 22:57 Ágústa Ágústsdóttir. aðsend Ágústa Ágústsdóttir, sauðfjárbóndi og ferðaþjónustueigandi hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3.-5. sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Í tilkynningu frá Ágústu kemur fram að hún hafi tekið ákvörðun um að gefa kost á sér vegna fjölda áskorana. „Sem fæddur Reykvíkingur, stoltur Vestur-Skaftfellingur og Austfirðingur sem festi rætur sínar við hinn fallega Öxarfjörð 2003 er ég auðmjúk og mikið þakklát fyrir allar þær kveðjur, hvatningu og stuðning sem ég hef ég fengið og mun sannarlega taka það með mér inn í komandi og skemmtilega tíma framundan,“ segir Ágústa í tilkynningu til fjölmiðla. „Ég er sauðfjárbóndi og ferðaþjónustueigandi með brennandi áhuga á landsbyggðarmálum, náttúru, lýðræði og mannlegri reisn. Ég er menntaður jógakennari og stunda nám á heilsunuddbraut í fjarnámi. Ég er menntaður meirarprófsbílstjóri og hef unnið fjölbreytta vinnu því tengdu um ævina. Síðastliðin fjögur ár hef ég einnig unnið sem sjálfstæður verktaki við skólaakstur. Ég trúi því að styrkur okkar felist í smæðinni og að aldrei hafi verið eins mikilvægt og nú að berjast gegn sístækkandi ríkisbákninu og stofnanavæðingu landsins. Styrkja þarf einstaklinga og minni fyrirtæki svo þau geti með einfaldari hætti haslað sér völl og styrkt samfélögin sín með störfum, aukinni flóru og tryggari búsetuskilyrðum. Bregðast þarf við með alvöru hvötum í stað þeirrar íþyngjandi „grænu“ skattastefnu sem ríkt hefur um allt of langt skeið. Við búum öll á sömu eyjunni og því er jöfnun viðskipta- og búsetuskilyrða algjört lykilatriði. Ég trúi á mannlega reisn og mikilvægi þess að fá að ákveða sjálf hvort og þá hvenær ég yfirgef vinnuvettvang minn eftir ævilanga þjónustu. Aðskilnaðarstefnu síðustu áratuga gagnvart eldri borgurum þarf að ljúka. Kjör þeirra þarf að leiðrétta eftir áralöng svikin loforð. Ég trúi því að andlegur styrkur barna okkar sé lykilatriði þess að út í lífið gangi einstaklingar mótaðir af eigin hugsjónum, sjálfstæði og þori óháð bakgrunni eða aðstæðum. Inn í skólakerfið allt þarf að innleiða núvitundar- og hugleiðslutækni sem eðlilegan og fastan grunn á menntunarvegi kynslóða sem þurfa í sívaxandi mæli að takast á við óeðlilegan hraða og blekkjandi flæði nútímans, í samfélagi lituðu af stressi, álagi og óraunhæfum kröfum. Góð andleg heilsa og verkfæri til að takast á við vandamálin í núinu er brýnasta nauðsyn barna okkar. Ég vil beita mér fyrir breytingum á lögum um húsnæðisbætur þannig að m.a. námsmenn í löglegum íbúðarhúsnæðum eigi kost á að nýta sér húsnæðisbætur. Í dag eru lögleg íbúðarhús sett undir sama hatt og ólögleg atvinnuhúsnæði. Þessu þarf að breyta. Ég vil vernda náttúru og hálendi Íslands. Þess vegna leggst ég gegn Miðhálendisþjóðgarði og þeim öflum sem vilja stofnanavæða frelsið sem þar býr. Engin ógalin þjóð myndi að mínu mati gefa um 50% af heildarflatarmáli lands síns til ríkisstofnunar og eyða með því stórum hluta lýðræðisrekins lands. Það er sannarleg landeyðing að mínu mati svo ekki sé talað um það vantraust sem komandi kynslóðum er sýnd með slíkum gjörningi,“ segir í tilkynningunni. Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Norðausturkjördæmi Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Í tilkynningu frá Ágústu kemur fram að hún hafi tekið ákvörðun um að gefa kost á sér vegna fjölda áskorana. „Sem fæddur Reykvíkingur, stoltur Vestur-Skaftfellingur og Austfirðingur sem festi rætur sínar við hinn fallega Öxarfjörð 2003 er ég auðmjúk og mikið þakklát fyrir allar þær kveðjur, hvatningu og stuðning sem ég hef ég fengið og mun sannarlega taka það með mér inn í komandi og skemmtilega tíma framundan,“ segir Ágústa í tilkynningu til fjölmiðla. „Ég er sauðfjárbóndi og ferðaþjónustueigandi með brennandi áhuga á landsbyggðarmálum, náttúru, lýðræði og mannlegri reisn. Ég er menntaður jógakennari og stunda nám á heilsunuddbraut í fjarnámi. Ég er menntaður meirarprófsbílstjóri og hef unnið fjölbreytta vinnu því tengdu um ævina. Síðastliðin fjögur ár hef ég einnig unnið sem sjálfstæður verktaki við skólaakstur. Ég trúi því að styrkur okkar felist í smæðinni og að aldrei hafi verið eins mikilvægt og nú að berjast gegn sístækkandi ríkisbákninu og stofnanavæðingu landsins. Styrkja þarf einstaklinga og minni fyrirtæki svo þau geti með einfaldari hætti haslað sér völl og styrkt samfélögin sín með störfum, aukinni flóru og tryggari búsetuskilyrðum. Bregðast þarf við með alvöru hvötum í stað þeirrar íþyngjandi „grænu“ skattastefnu sem ríkt hefur um allt of langt skeið. Við búum öll á sömu eyjunni og því er jöfnun viðskipta- og búsetuskilyrða algjört lykilatriði. Ég trúi á mannlega reisn og mikilvægi þess að fá að ákveða sjálf hvort og þá hvenær ég yfirgef vinnuvettvang minn eftir ævilanga þjónustu. Aðskilnaðarstefnu síðustu áratuga gagnvart eldri borgurum þarf að ljúka. Kjör þeirra þarf að leiðrétta eftir áralöng svikin loforð. Ég trúi því að andlegur styrkur barna okkar sé lykilatriði þess að út í lífið gangi einstaklingar mótaðir af eigin hugsjónum, sjálfstæði og þori óháð bakgrunni eða aðstæðum. Inn í skólakerfið allt þarf að innleiða núvitundar- og hugleiðslutækni sem eðlilegan og fastan grunn á menntunarvegi kynslóða sem þurfa í sívaxandi mæli að takast á við óeðlilegan hraða og blekkjandi flæði nútímans, í samfélagi lituðu af stressi, álagi og óraunhæfum kröfum. Góð andleg heilsa og verkfæri til að takast á við vandamálin í núinu er brýnasta nauðsyn barna okkar. Ég vil beita mér fyrir breytingum á lögum um húsnæðisbætur þannig að m.a. námsmenn í löglegum íbúðarhúsnæðum eigi kost á að nýta sér húsnæðisbætur. Í dag eru lögleg íbúðarhús sett undir sama hatt og ólögleg atvinnuhúsnæði. Þessu þarf að breyta. Ég vil vernda náttúru og hálendi Íslands. Þess vegna leggst ég gegn Miðhálendisþjóðgarði og þeim öflum sem vilja stofnanavæða frelsið sem þar býr. Engin ógalin þjóð myndi að mínu mati gefa um 50% af heildarflatarmáli lands síns til ríkisstofnunar og eyða með því stórum hluta lýðræðisrekins lands. Það er sannarleg landeyðing að mínu mati svo ekki sé talað um það vantraust sem komandi kynslóðum er sýnd með slíkum gjörningi,“ segir í tilkynningunni.
Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Norðausturkjördæmi Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira