Íhugar að skipta um landslið eftir svekkelsi þriðjudagsins Anton Ingi Leifsson skrifar 27. maí 2021 07:00 Skiptir Billing til Nígeríu? Robin Jones/Getty Daninn Philip Billing er ansi svekktur með að hafa ekki verið valinn í danska EM-hópinn sem var tilkynntur á þriðjudagskvöldið. Billing er leikmaður Bournemouth en þar hefur hann leikið frá árinu 2019 er hann kom til félagsins frá Huddersfield. Faðir Billing er frá Nígeríu og þeir hafa lengi verið á höttunum eftir kröftum Billing í nígeríska landsliðið. Hann hefur hingað til ekki haft áhuga á því en eftir að danski EM hópurinn var kynntur í fyrrakvöld íhugar nú Billing að skipta um þjóðina sem hann spilar fyrir. „Ég hef talað við þjálfarann nokkrum sinnum og nú er það enn meira sem ég þarf að hugsa um eftir að hafa ekki verið valinn í EM-hópinn,“ sagði Billing um samtöl sín við nígeríska þjálfarateymið. „Bráðum er það líka HM sem ég þarf að hugsa um. Ég er bráðum 25 ára og hef bara spilað einn landsleik. Ég er með markmið sem ég vil ná á mínum ferli.“ „Ég hef séð svo mikið frá danska knattspyrnusambandinu og landsliðinu síðustu ár að ég bjóst ekki við að vera valinn en ég vonaðist eftir því. Þetta er EM og er risa stórt. Þetta er líka í Danmörku og þetta er draumur allra.“ Í maí 2020 sagði Billing í samtali við danska miðilinn BT að hann væri hundrað prósent Dani og að það væri skrýtið að spila fyrir Nígeríu. Núna hafa aðstæðurnar breyst og hann getur enn spilað fyrir Nígeríu þrátt fyrir að hafa spilað vináttulandsleik gegn Færeyjum í október og þrettán unglingalandsleiki fyrir Dani. Philip Billing føler sig “100 procent dansk”, men vil nu overveje at skifte til det nigerianske landshold, fordi han ikke blev vurderet god nok til EM. Sympatisk. https://t.co/c4jPG9Rio6— Christian Birk (@ChrBirk) May 26, 2021 Danski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Billing er leikmaður Bournemouth en þar hefur hann leikið frá árinu 2019 er hann kom til félagsins frá Huddersfield. Faðir Billing er frá Nígeríu og þeir hafa lengi verið á höttunum eftir kröftum Billing í nígeríska landsliðið. Hann hefur hingað til ekki haft áhuga á því en eftir að danski EM hópurinn var kynntur í fyrrakvöld íhugar nú Billing að skipta um þjóðina sem hann spilar fyrir. „Ég hef talað við þjálfarann nokkrum sinnum og nú er það enn meira sem ég þarf að hugsa um eftir að hafa ekki verið valinn í EM-hópinn,“ sagði Billing um samtöl sín við nígeríska þjálfarateymið. „Bráðum er það líka HM sem ég þarf að hugsa um. Ég er bráðum 25 ára og hef bara spilað einn landsleik. Ég er með markmið sem ég vil ná á mínum ferli.“ „Ég hef séð svo mikið frá danska knattspyrnusambandinu og landsliðinu síðustu ár að ég bjóst ekki við að vera valinn en ég vonaðist eftir því. Þetta er EM og er risa stórt. Þetta er líka í Danmörku og þetta er draumur allra.“ Í maí 2020 sagði Billing í samtali við danska miðilinn BT að hann væri hundrað prósent Dani og að það væri skrýtið að spila fyrir Nígeríu. Núna hafa aðstæðurnar breyst og hann getur enn spilað fyrir Nígeríu þrátt fyrir að hafa spilað vináttulandsleik gegn Færeyjum í október og þrettán unglingalandsleiki fyrir Dani. Philip Billing føler sig “100 procent dansk”, men vil nu overveje at skifte til det nigerianske landshold, fordi han ikke blev vurderet god nok til EM. Sympatisk. https://t.co/c4jPG9Rio6— Christian Birk (@ChrBirk) May 26, 2021
Danski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira