Donnarumma líklega á förum þar sem Milan hefur sótt markvörð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. maí 2021 19:16 Donnarumma, með fyrirliðabandið, í leik gegn Manchester United fyrr á árinu. Nú virðist sem hann gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir AC Milan. EPA-EFE/MATTEO BAZZI Ítalska knattspyrnufélagið AC Milan hefur samið við franska markvörðinn Mike Maignan. Þykir það benda til þess að Gianluigi Donnarumma, landsliðsmarkvörður Ítalíu, sé á förum frá félaginu. Blaðamaðurinn Fabrizio Romano greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni fyrr í dag en hann þykir einkar áreiðanlegur þegar kemur að félagaskiptum leikmanna. Hinn 25 ára gamli Maignan hefur leikið með Lille síðan 2015 og varð franskur meistari með liðinu á dögunum. Mike Maignan has completed his medicals as new AC Milan player today - Donnarumma situation is set to be resolved soon. #ACMilanMaignan is gonna sign until June 2026 - salary 2.8m per season, #THFC were not in talks to sign him as they ve different GK targets. — Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 25, 2021 Hann á aðeins ár eftir af samningi sínum við Lille og því hefur félagið ákveðið að selja hann ódýrt miðað við hvað markverðir kosta í dag. Talið er að AC Milan borgi ekki nema 15 milljónir evra fyrir markvörðinn knáa. Maignan hefur leikið með öllum yngri landsliðum Frakklands og á að baki einn A-landsleik. Maignan í leik gegn París Saint-Germain.EPA-EFE/YOAN VALAT AC Milan endaði í 2. sæti Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, með 79 stig. Stigi á undan Atalanta og Juventus en 12 stigum á eftir nágrönnum sínum í Inter sem urðu Ítalíumeistarar. Kaupin er talin þýða að Donnarumma hafi leikið sinn síðasta leik fyrir félagið en þessi 22 ára gamli markvörður verður samningslaus í sumar. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann spilað yfir 200 leiki fyrir Milan ásamt því að leika 25 A-landsleiki fyrir Ítalíu. Óvíst er hvert Donnarumma fer en vitað er að Juventus hefur mikinn áhuga á að fá hann í sínar raðir. Þá er umboðsmaður hans, Mino Raiola, mikill aðdáandi Juventus. Eru orðrómar á kreiki að Milan hafi ekki verið tilbúið að samþykkja launakröfur hans en Donnarumma sagði fyrr á árinu að hann vildi vera áfram í herbúðum Mílanó-liðsins. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Blaðamaðurinn Fabrizio Romano greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni fyrr í dag en hann þykir einkar áreiðanlegur þegar kemur að félagaskiptum leikmanna. Hinn 25 ára gamli Maignan hefur leikið með Lille síðan 2015 og varð franskur meistari með liðinu á dögunum. Mike Maignan has completed his medicals as new AC Milan player today - Donnarumma situation is set to be resolved soon. #ACMilanMaignan is gonna sign until June 2026 - salary 2.8m per season, #THFC were not in talks to sign him as they ve different GK targets. — Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 25, 2021 Hann á aðeins ár eftir af samningi sínum við Lille og því hefur félagið ákveðið að selja hann ódýrt miðað við hvað markverðir kosta í dag. Talið er að AC Milan borgi ekki nema 15 milljónir evra fyrir markvörðinn knáa. Maignan hefur leikið með öllum yngri landsliðum Frakklands og á að baki einn A-landsleik. Maignan í leik gegn París Saint-Germain.EPA-EFE/YOAN VALAT AC Milan endaði í 2. sæti Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, með 79 stig. Stigi á undan Atalanta og Juventus en 12 stigum á eftir nágrönnum sínum í Inter sem urðu Ítalíumeistarar. Kaupin er talin þýða að Donnarumma hafi leikið sinn síðasta leik fyrir félagið en þessi 22 ára gamli markvörður verður samningslaus í sumar. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann spilað yfir 200 leiki fyrir Milan ásamt því að leika 25 A-landsleiki fyrir Ítalíu. Óvíst er hvert Donnarumma fer en vitað er að Juventus hefur mikinn áhuga á að fá hann í sínar raðir. Þá er umboðsmaður hans, Mino Raiola, mikill aðdáandi Juventus. Eru orðrómar á kreiki að Milan hafi ekki verið tilbúið að samþykkja launakröfur hans en Donnarumma sagði fyrr á árinu að hann vildi vera áfram í herbúðum Mílanó-liðsins. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira