Reynslunni ríkari þrátt fyrir engin stig Sylvía Hall skrifar 24. maí 2021 11:21 James Newman flutti lagið Embers fyrir hönd Bretlands í Eurovision í ár. Getty/Soeren Stache „Ég vil einblína á það jákvæða við þessa ótrúlegu lífreynslu. Ég stóð á sviði og söng fyrir hundruð milljónir lag sem ég samdi og elska,“ skrifar James Newman, fulltrúi Breta í Eurovision í ár, á Twitter-síðu sína í dag. Newman flutti lagið Embers, sem hann samdi sjálfur og flutti á úrslitakvöldinu. Svo fór að hann hafnaði í 26. og neðsta sæti keppninnar með engin stig, hvorki frá dómnefndum né símakosningu áhorfenda. Þegar kynnar kvöldsins tilkynntu að Bretland fengi engin stig í keppninni í ár fagnaði þó salurinn Newman vel og innilega, sem sjálfur virtist taka tilkynningunni af æðruleysi. I know this is gutting, but the way the whole arena rallied around James Newman was a really touching #Eurovision pic.twitter.com/9U6cZDhgxT— Scott Bryan (@scottygb) May 22, 2021 Hann segist þakklátur fyrir keppnina, enda hafi hann lært mikið af öllum þeim sem fylgdu honum í ferlinu og komu að keppninni sjálfri. Þar sé fagfólk á ferð sem sé heiður að vinna með. „Þetta er besta fólkið í bransanum og ég fékk tækifæri til þess að vinna með þeim og deila þessari ótrúlegu reynslu sem ég er svo heppinn að hafa fengið tækifæri til þess að upplifa.“ Newman er reyndur lagahöfundur og hefur samið fyrir margar stórar poppstjörnur. Hefur hann meðal annars samið tónlist með Calvin Harris og bróður sínum John Newman. „Ég vil þakka aðdáendunum sem studdu mig í gegnum allt ferlið, þið gerðuð það þess virði. Þegar allt kemur til alls eruð þið fólkið sem ég geri þetta fyrir.“ Hér má sjá flutning Newman frá úrslitakvöldinu. Eurovision Bretland Tengdar fréttir Baráttumaður fyrir Brexit vill Bretland úr Eurovision Nigel Farage, fyrrverandi formaður Breska sjálfstæðisflokksins og síðar Brexit-flokksins, og ötull stuðningsmaður útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, vill að Bretar hætti að taka þátt í Eurovision. Bretland fékk engin stig á úrslitakvöldi keppninnar í gær. 23. maí 2021 18:00 Svona gáfu þjóðirnar okkur stig Finnskir, ástralskir og danskir Eurovision-aðdáendur gáfu Íslandi tólf stig í símakosningu Eurovision í gær. Ísland hafnaði í fjórða sæti í keppninni, en þau Daði Freyr og Gagnamagnið „stigu á svið“ fyrir Íslands hönd og fluttu lagið 10 Years. 23. maí 2021 09:24 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Newman flutti lagið Embers, sem hann samdi sjálfur og flutti á úrslitakvöldinu. Svo fór að hann hafnaði í 26. og neðsta sæti keppninnar með engin stig, hvorki frá dómnefndum né símakosningu áhorfenda. Þegar kynnar kvöldsins tilkynntu að Bretland fengi engin stig í keppninni í ár fagnaði þó salurinn Newman vel og innilega, sem sjálfur virtist taka tilkynningunni af æðruleysi. I know this is gutting, but the way the whole arena rallied around James Newman was a really touching #Eurovision pic.twitter.com/9U6cZDhgxT— Scott Bryan (@scottygb) May 22, 2021 Hann segist þakklátur fyrir keppnina, enda hafi hann lært mikið af öllum þeim sem fylgdu honum í ferlinu og komu að keppninni sjálfri. Þar sé fagfólk á ferð sem sé heiður að vinna með. „Þetta er besta fólkið í bransanum og ég fékk tækifæri til þess að vinna með þeim og deila þessari ótrúlegu reynslu sem ég er svo heppinn að hafa fengið tækifæri til þess að upplifa.“ Newman er reyndur lagahöfundur og hefur samið fyrir margar stórar poppstjörnur. Hefur hann meðal annars samið tónlist með Calvin Harris og bróður sínum John Newman. „Ég vil þakka aðdáendunum sem studdu mig í gegnum allt ferlið, þið gerðuð það þess virði. Þegar allt kemur til alls eruð þið fólkið sem ég geri þetta fyrir.“ Hér má sjá flutning Newman frá úrslitakvöldinu.
Eurovision Bretland Tengdar fréttir Baráttumaður fyrir Brexit vill Bretland úr Eurovision Nigel Farage, fyrrverandi formaður Breska sjálfstæðisflokksins og síðar Brexit-flokksins, og ötull stuðningsmaður útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, vill að Bretar hætti að taka þátt í Eurovision. Bretland fékk engin stig á úrslitakvöldi keppninnar í gær. 23. maí 2021 18:00 Svona gáfu þjóðirnar okkur stig Finnskir, ástralskir og danskir Eurovision-aðdáendur gáfu Íslandi tólf stig í símakosningu Eurovision í gær. Ísland hafnaði í fjórða sæti í keppninni, en þau Daði Freyr og Gagnamagnið „stigu á svið“ fyrir Íslands hönd og fluttu lagið 10 Years. 23. maí 2021 09:24 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Baráttumaður fyrir Brexit vill Bretland úr Eurovision Nigel Farage, fyrrverandi formaður Breska sjálfstæðisflokksins og síðar Brexit-flokksins, og ötull stuðningsmaður útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, vill að Bretar hætti að taka þátt í Eurovision. Bretland fékk engin stig á úrslitakvöldi keppninnar í gær. 23. maí 2021 18:00
Svona gáfu þjóðirnar okkur stig Finnskir, ástralskir og danskir Eurovision-aðdáendur gáfu Íslandi tólf stig í símakosningu Eurovision í gær. Ísland hafnaði í fjórða sæti í keppninni, en þau Daði Freyr og Gagnamagnið „stigu á svið“ fyrir Íslands hönd og fluttu lagið 10 Years. 23. maí 2021 09:24