Vopnaður sverði á Laugaveginum: „Farðu heim til þín“ Eiður Þór Árnason skrifar 21. maí 2021 07:55 Atvikið átti sér stað á ellefta tímanum þann 10. maí. Skjáskot Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út í síðustu viku vegna slagsmála á Laugavegi þar sem karlmaður ógnaði öðrum með sverði. Liðsmenn sérsveitarinnar handtóku þann sem bar vopnið eftir einhverja leit en hinn flúði af vettvangi. Hvorugur þeirra er talinn hafa slasast alvarlega. Tilkynning barst um átökin skömmu fyrir miðnætti þann 10. maí síðastliðinn. Er málið nú til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en formleg rannsókn er enn ekki hafin. Þetta staðfestir Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi hjá embættinu, í samtali við Vísi. Sjaldgæft að sverð komi við sögu Manninum var sleppt úr haldi aðfaranótt 11. maí eftir að lögregla hafði rætt við hann en sá kvaðst ekki eiga umrætt sverð. Samkvæmt heimildum fréttastofu hótaði hann óvildarmanni sínum ítrekað lífláti á meðan átökunum stóð. Nokkur vitni voru að átökunum og náðist hluti þeirra á myndband sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. Þar sést vopnaði maðurinn elta hinn eftir Laugaveginum og hrópa ókvæðisorð. Einnig heyrist hann segja honum að „fara heim til sín“ en samkvæmt heimildum fréttastofu er hinn aðilinn af erlendu bergi brotinn. Sverðið er nú í haldi lögreglu en talið er að um sé að ræða Katana- eða Samurai-sverð. Að sögn Guðmundar er það afar sjaldgæft að sverð komi við sögu í verkefnum lögreglunnar. „Þetta er óvenjulegt mál og þannig lagað stórhættulegt. Það er lögbrot að vera með svona vopn og jafnvel minnstu hnífa á almannafæri nema þú sért að nota þá í vinnu.“ Fréttin hefur verið uppfærð með myndbandi. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Tilkynning barst um átökin skömmu fyrir miðnætti þann 10. maí síðastliðinn. Er málið nú til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en formleg rannsókn er enn ekki hafin. Þetta staðfestir Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi hjá embættinu, í samtali við Vísi. Sjaldgæft að sverð komi við sögu Manninum var sleppt úr haldi aðfaranótt 11. maí eftir að lögregla hafði rætt við hann en sá kvaðst ekki eiga umrætt sverð. Samkvæmt heimildum fréttastofu hótaði hann óvildarmanni sínum ítrekað lífláti á meðan átökunum stóð. Nokkur vitni voru að átökunum og náðist hluti þeirra á myndband sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. Þar sést vopnaði maðurinn elta hinn eftir Laugaveginum og hrópa ókvæðisorð. Einnig heyrist hann segja honum að „fara heim til sín“ en samkvæmt heimildum fréttastofu er hinn aðilinn af erlendu bergi brotinn. Sverðið er nú í haldi lögreglu en talið er að um sé að ræða Katana- eða Samurai-sverð. Að sögn Guðmundar er það afar sjaldgæft að sverð komi við sögu í verkefnum lögreglunnar. „Þetta er óvenjulegt mál og þannig lagað stórhættulegt. Það er lögbrot að vera með svona vopn og jafnvel minnstu hnífa á almannafæri nema þú sért að nota þá í vinnu.“ Fréttin hefur verið uppfærð með myndbandi.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira