„Erum stoltar af því að á 93. mínútu var Breiðablik að tefja“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. maí 2021 20:49 Óskar Smári Haraldsson stýrir Tindastóli ásamt Guðna Þór Einarssyni. vísir/sigurjón Óskar Smári Haraldsson, annar þjálfara Tindastóls, kvaðst ánægður með frammistöðu síns liðs gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í kvöld. Stólarnir veittu Blikum verðuga mótspyrnu en urðu að sætta sig við 1-0 tap. „Þetta er vissulega svekkjandi. Blikar hittu á góðan leik, þær voru mjög góðar í dag og réðum illa við þær á löngum köflum þar sem við vorum í miklum eltingarleik. Þetta er pínu fúlt en við erum stoltar af því að á 93. mínútu var Breiðablik að tefja. Það segir svolítið mikið um það hvað við gáfum í leikinn. Auðvitað er þetta súrt en ekkert til að dvelja yfir,“ sagði Óskar við Vísi eftir leikinn í Kópavoginum í kvöld. Murielle Tiernan fékk besta færi Tindastóls á 21. mínútu. Hún slapp þá í gegnum vörn Breiðabliks en reyndi að gefa á Hugrúnu Pálsdóttur í stað þess að skjóta. Þótt það hafi ekki gengið var Óskar á því að Murielle hafi tekið rétta ákvörðun. „Hugrún var í frábæru hlaupi og mér sýndist Jackie [Jacqueline Altschuld] líka vera þarna. Auðvitað gat hún slúttað sjálf enda frábær slúttari en þetta er það sem Murielle snýst um. Hún er mikill liðsfélagi og henni fannst annar leikmaður vera í betra færi og þess vegna sendi hún boltann. Það var rétt hjá henni en við vorum óheppnar að ná ekki að pota boltanum inn á því augnabliki,“ sagði Óskar. „Þetta gerðist hratt en ég held að hún hafi tekið rétta ákvörðun. En það er auðvitað auðvelt að vera vitur eftir á.“ Blikar pressuðu stíft í fyrri hálfleik en Stólunum gekk betur að halda Íslandsmeisturunum í skefjum í upphafi þess seinni. „Þær halda boltanum vel og reyna að færa hann hratt á milli kanta. Við vissum að við mættum ekki lenda mikið einn á einn gegn Áslaugu Mundu [Gunnlaugsdóttur] og Öglu Maríu [Albertsdóttur] því þær eru illviðráðanlegar í þeirri stöðu. Við reyndum að þétta utan á og sýna þeim inn á miðjuna en með því að spila boltanum hratt aftur inn á miðjuna ýttu þær okkur aftarlega,“ sagði Óskar. „Í stórum kafla í fyrri hálfleik vorum við alltof aftarlega en í seinni hálfleik fórum við framar, nær þeim og í návígin og þá gekk þetta betur. Við gáfum meira pláss fyrir aftan okkur en við erum með Amber [Michel] sem er frábær og það er hraði í varnarlínunni okkar.“ Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild kvenna Tindastóll Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Tindastóll 1-0 | Meistararnir mörðu nýliðana Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu torsóttan sigur á nýliðum Tindastóls, 1-0, þegar liðin áttust við á Kópavogsvelli í 4. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld. 19. maí 2021 20:24 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
„Þetta er vissulega svekkjandi. Blikar hittu á góðan leik, þær voru mjög góðar í dag og réðum illa við þær á löngum köflum þar sem við vorum í miklum eltingarleik. Þetta er pínu fúlt en við erum stoltar af því að á 93. mínútu var Breiðablik að tefja. Það segir svolítið mikið um það hvað við gáfum í leikinn. Auðvitað er þetta súrt en ekkert til að dvelja yfir,“ sagði Óskar við Vísi eftir leikinn í Kópavoginum í kvöld. Murielle Tiernan fékk besta færi Tindastóls á 21. mínútu. Hún slapp þá í gegnum vörn Breiðabliks en reyndi að gefa á Hugrúnu Pálsdóttur í stað þess að skjóta. Þótt það hafi ekki gengið var Óskar á því að Murielle hafi tekið rétta ákvörðun. „Hugrún var í frábæru hlaupi og mér sýndist Jackie [Jacqueline Altschuld] líka vera þarna. Auðvitað gat hún slúttað sjálf enda frábær slúttari en þetta er það sem Murielle snýst um. Hún er mikill liðsfélagi og henni fannst annar leikmaður vera í betra færi og þess vegna sendi hún boltann. Það var rétt hjá henni en við vorum óheppnar að ná ekki að pota boltanum inn á því augnabliki,“ sagði Óskar. „Þetta gerðist hratt en ég held að hún hafi tekið rétta ákvörðun. En það er auðvitað auðvelt að vera vitur eftir á.“ Blikar pressuðu stíft í fyrri hálfleik en Stólunum gekk betur að halda Íslandsmeisturunum í skefjum í upphafi þess seinni. „Þær halda boltanum vel og reyna að færa hann hratt á milli kanta. Við vissum að við mættum ekki lenda mikið einn á einn gegn Áslaugu Mundu [Gunnlaugsdóttur] og Öglu Maríu [Albertsdóttur] því þær eru illviðráðanlegar í þeirri stöðu. Við reyndum að þétta utan á og sýna þeim inn á miðjuna en með því að spila boltanum hratt aftur inn á miðjuna ýttu þær okkur aftarlega,“ sagði Óskar. „Í stórum kafla í fyrri hálfleik vorum við alltof aftarlega en í seinni hálfleik fórum við framar, nær þeim og í návígin og þá gekk þetta betur. Við gáfum meira pláss fyrir aftan okkur en við erum með Amber [Michel] sem er frábær og það er hraði í varnarlínunni okkar.“ Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild kvenna Tindastóll Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Tindastóll 1-0 | Meistararnir mörðu nýliðana Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu torsóttan sigur á nýliðum Tindastóls, 1-0, þegar liðin áttust við á Kópavogsvelli í 4. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld. 19. maí 2021 20:24 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Umfjöllun: Breiðablik - Tindastóll 1-0 | Meistararnir mörðu nýliðana Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu torsóttan sigur á nýliðum Tindastóls, 1-0, þegar liðin áttust við á Kópavogsvelli í 4. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld. 19. maí 2021 20:24