Kröfu um vanhæfni meðdómsmanns í morðmáli hafnað Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. maí 2021 17:51 Hæstiréttur telur sérfróða meðdómsmanninn hæfan til að dæma í málinu. vísir/vilhelm Hæstiréttur hefur hafnað kröfu verjanda mannsins, sem var dæmdur í 14 ára fangelsi í héraði fyrir að hafa banað eiginkonu sinni í Sandgerði í fyrra, um að sérfróður meðdómsmaður viki sæti í málinu fyrir Landsrétti. Verjandinn taldi tengsl meðdómsmannsins við þá sem hafa komið að dómi og rannsókn málsins, þar á meðal réttarmeinafræðingsins sem krufði konuna. Maðurinn var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í janúar fyrir að hafa banað eiginkonu sinni með því að hafa þrengt að hálsi hennar með þeim afleiðingum að hún lést af völdum köfnunar. Upprunalega taldi lögregla ekki að um saknæman dauðdaga væri að ræða en með krufningu réttarmeinafræðingsins kom annað í ljós. Verjandi mannsins hefur dregið niðurstöðu krufningarinnar í efa og meðal annars talið að það sé allt eins líklegt að dánarorsök konunnar hafi verið eitrunaráhrif vegna samverkandi áhrifa áfengis og svæfandi lyfja. Málinu var áfrýjað til Landsréttar þar sem dómarar og sérfróður meðdómsmaður hafa verið skipaðir. Verjandi mannsins taldi skipaðan meðdómsmann þó of tengdan bæði fyrri meðdómsmanni í héraði, sem var sammála niðurstöðu krufningarinnar, og réttarmeinafræðingnum sem framkvæmdi hana. Allir starfa þeir saman á Landspítala-háskólasjúkrahúsi og þá skrifuðu meðdómsmaðurinn í héraði og meðdómsmaðurinn í Landsrétti fræðigrein saman með þriðja manni fyrir þremur árum síðan. Þetta þótti Hæstarétti ekki næg tenging til að hægt væri að telja meðdómsmanninn vanhæfan til að fjalla hlutlaust um málið í Landsrétti. Í úrskurðinum segir að verjandinn hefi ekki fært nein rök fyrir því að tengsl mannanna væru meiri en „almennt má ætla að séu fyrir hendi milli starfsmanna á stórum vinnustað“. Sérfróði meðdómsmaðurinn mun því fjalla um málið með skipuðum dómurum í Landsrétti á næstunni. Dómsmál Lögreglumál Suðurnesjabær Manndráp í Sandgerði Tengdar fréttir Í gæsluvarðhald eftir að hafa verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi Maðurinn sem var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í dag fyrir að bana eiginkonu sinni í Sandgerði, hefur verið úrskurðaður í fimm mánaða gæsluvarðhald. Hann hefur verið frjáls ferða sinna frá því í október þegar Landsréttur felldi úr gildi gæsluvarðhald hans. Þá hafði hann verið í gæsluvarðhaldi frá apríl. 13. janúar 2021 18:46 Talinn hafa þrengt að hálsi eiginkonu sinnar sem lést Karlmaður á sextugsaldri, sem hefur verið ákærður fyrir manndráp með því að hafa banað eiginkonu sinni á heimili þeirra í Sandgerði í lok mars, er talinn hafa þrengt svo að hálsi hennar að hún lést af völdum köfnunar. 18. september 2020 17:11 Ber við minnisleysi Héraðsdómur Reykjaness framlengdi nú fyrir skömmu gæsluvarðhald yfir karlmanni á sextugsaldri sem er grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana til 15. apríl. 8. apríl 2020 15:12 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Maðurinn var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í janúar fyrir að hafa banað eiginkonu sinni með því að hafa þrengt að hálsi hennar með þeim afleiðingum að hún lést af völdum köfnunar. Upprunalega taldi lögregla ekki að um saknæman dauðdaga væri að ræða en með krufningu réttarmeinafræðingsins kom annað í ljós. Verjandi mannsins hefur dregið niðurstöðu krufningarinnar í efa og meðal annars talið að það sé allt eins líklegt að dánarorsök konunnar hafi verið eitrunaráhrif vegna samverkandi áhrifa áfengis og svæfandi lyfja. Málinu var áfrýjað til Landsréttar þar sem dómarar og sérfróður meðdómsmaður hafa verið skipaðir. Verjandi mannsins taldi skipaðan meðdómsmann þó of tengdan bæði fyrri meðdómsmanni í héraði, sem var sammála niðurstöðu krufningarinnar, og réttarmeinafræðingnum sem framkvæmdi hana. Allir starfa þeir saman á Landspítala-háskólasjúkrahúsi og þá skrifuðu meðdómsmaðurinn í héraði og meðdómsmaðurinn í Landsrétti fræðigrein saman með þriðja manni fyrir þremur árum síðan. Þetta þótti Hæstarétti ekki næg tenging til að hægt væri að telja meðdómsmanninn vanhæfan til að fjalla hlutlaust um málið í Landsrétti. Í úrskurðinum segir að verjandinn hefi ekki fært nein rök fyrir því að tengsl mannanna væru meiri en „almennt má ætla að séu fyrir hendi milli starfsmanna á stórum vinnustað“. Sérfróði meðdómsmaðurinn mun því fjalla um málið með skipuðum dómurum í Landsrétti á næstunni.
Dómsmál Lögreglumál Suðurnesjabær Manndráp í Sandgerði Tengdar fréttir Í gæsluvarðhald eftir að hafa verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi Maðurinn sem var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í dag fyrir að bana eiginkonu sinni í Sandgerði, hefur verið úrskurðaður í fimm mánaða gæsluvarðhald. Hann hefur verið frjáls ferða sinna frá því í október þegar Landsréttur felldi úr gildi gæsluvarðhald hans. Þá hafði hann verið í gæsluvarðhaldi frá apríl. 13. janúar 2021 18:46 Talinn hafa þrengt að hálsi eiginkonu sinnar sem lést Karlmaður á sextugsaldri, sem hefur verið ákærður fyrir manndráp með því að hafa banað eiginkonu sinni á heimili þeirra í Sandgerði í lok mars, er talinn hafa þrengt svo að hálsi hennar að hún lést af völdum köfnunar. 18. september 2020 17:11 Ber við minnisleysi Héraðsdómur Reykjaness framlengdi nú fyrir skömmu gæsluvarðhald yfir karlmanni á sextugsaldri sem er grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana til 15. apríl. 8. apríl 2020 15:12 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Í gæsluvarðhald eftir að hafa verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi Maðurinn sem var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í dag fyrir að bana eiginkonu sinni í Sandgerði, hefur verið úrskurðaður í fimm mánaða gæsluvarðhald. Hann hefur verið frjáls ferða sinna frá því í október þegar Landsréttur felldi úr gildi gæsluvarðhald hans. Þá hafði hann verið í gæsluvarðhaldi frá apríl. 13. janúar 2021 18:46
Talinn hafa þrengt að hálsi eiginkonu sinnar sem lést Karlmaður á sextugsaldri, sem hefur verið ákærður fyrir manndráp með því að hafa banað eiginkonu sinni á heimili þeirra í Sandgerði í lok mars, er talinn hafa þrengt svo að hálsi hennar að hún lést af völdum köfnunar. 18. september 2020 17:11
Ber við minnisleysi Héraðsdómur Reykjaness framlengdi nú fyrir skömmu gæsluvarðhald yfir karlmanni á sextugsaldri sem er grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana til 15. apríl. 8. apríl 2020 15:12