Gísli Marteinn: Hópurinn farið varlega og sérstaklega Gagnamagnið Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 19. maí 2021 12:42 Gísli Marteinn ásamt Björgu Magnúsdóttur dagskrárgerðarkonu við tökur á þættinum Rotterdam kallar sem sýndur var síðastliðinn föstudag. Gísli Berg Gísli Marteinn Baldursson, kynnir Íslands í Eurovision, segir að smit hjá meðlimi Gagnamagnsins hafi komið íslenska hópnum í opna skjöldu. Hópurinn hafi farið einstaklega varlega í Rotterdam en allt hafi komið fyrir ekki. „Þetta kom okkur í fyrsta lagi mjög í opna skjöldu því við höfum farið alveg sérstaklega varlega. Gagnamagnið jafnvel enn meira en við Rúvararnir sem höfum þurft að umgangast aðra fjölmiðlamenn og annað þess háttar,“ segir Gísli Marteinn. „Gagnamagnið hefur haldið sig mjög fjarri öllu slíku og passað sig hér upp á hvern einasta dag, þannig að þetta kom öllum í mjög opna skjöldu.“ Jóhann Sigurður Jóhannsson er í miklu uppnámi eftir að hafa greinst með Covid-19. Hann segist ekki skilja hvernig það hafi gerst.EBU / THOMAS HANSES Jóhann Sigurður Jóhannsson, liðsmaður Gagnamagnsins, er smitaður en hann greinir sjálfur frá því á Instagram-síðu sveitarinnar. „Ég gerði allt til að vera öruggur en eitthvað hefur farið úrskeiðis,“ segir Jóhann. Svartsýnn á sviðsframkomu í dag og á morgun Gísli Marteinn segir enn nokkuð óljóst hver áhrifin verði. Íslenski hópurinn hefði átt að fara á æfingu í dag vegna dómararennslis í kvöld. Svo er Ísland í undanúrslitum annað kvöld. „Það er harla ólíklegt eins og staðan er að atriðið verði á sviðinu annað kvöld, því það þyrfti þá að vera á sviðinu í kvöld í dómararennslinu,“ segir Gísli Marteinn. Hópurinn bíði leiðbeininga frá EBU, Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. Gísli Marteinn á varla orð til að lýsa hópnum, einlægri og fallegri framkomu.Birta Rán Gísli Marteinn leitar að orðum til að hrósa Daða og Gagnamagninu. Um sé að ræða ótrúlegan hóp sem hafi gert allt af mikilli einlægni, vel og fallega. Hópurinn bræði alla „Þau hafa brætt alla sem þau hafa hitt, þeim er spáð einna bestu gengi af öllum, eru einna sigurstranglegust í ár. Það er bara meðal annars vegna þess hvað þau eru mannleg, einlæg og heiðarleg. Þeirra viðbrögð við þessu smiti sem kemur upp á hótelinu, fyrst í pólska hópnum, svo þeim íslenska og nú í Gagnamagnið - þau hafa tekið þessu af ótrúlegu æðruleysi og kærleika.“ Sexmenningarnir í Gagnamagninu eru í mikilli óvissu um framhaldið í Rotterdam. Hópurinn fór í skimun í morgun til að fá grænt ljós á æfingar í dag og keppnina á morgun. Það ljós virðist nú vera orðið rautt. „Þetta er svekkjandi en við fylgjum eftir andrúmsloftinu sem hefur ríkt frá upphafi í Gagnamagninu. Reynum að vera jákvæð, taka þessu af æðruleysi og vera ánægð með það sem við höfum. Sem er til dæmis það að síðasta upptakan af síðustu æfingunni var alveg ótrúlega vel heppnuð. Ég veit að ef það er hún sem fer í loftið annað kvöldið og jafnvel á laugardaginn líka þá mun hún sannarlega gera Íslendinga stolta.“ Ómögulegt sé að spá fyrir um hvaða áhrif það hefði að spila upptöku í stað þess að flytja á sviði í beinni. „Það er ómögulegt að spá um allt í Eurovision og ekki síst þetta. Svona lagað hefur aldrei verið uppi áður. Það verður að koma í ljós. Ég held það sé enginn stórkostlegur munur á þessari upptöku sem er til og „live“ atriðinu, fyrir áhorfendur heima í stofu. Atriðið er bara rosalega flott. Og þegar það byrjar þá held ég að allir gleymi því hvort það er upptaka eða „live“ enda er þetta á nákvæmlega sama sviðinu og með sömu lsýingu. Þetta er að mínu mati eitt flottasta atriðið í keppninni í ár, eða ekkert eitt - það flottasta útlitslega fyrir utan hvað lagið er frábært.“ Eurovision Íslendingar erlendis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Jói í Gagnamagninu segist vera sá smitaði í tilfinningaþrunginni færslu Jóhann Sigurður Jóhannsson segist vera sá liðsmaður Gagnamagsins sem hafi smitast af kórónuveirunni. Hann segist vera í miklu áfalli og að málið sé mikil vonbrigði. 19. maí 2021 11:39 Daði býst ekki við því að fara á svið annað kvöld „Meðlimur Gagnamagnsins greindist smitaður með Covid-19 í morgun. Þetta þýðir að við munum líklega ekki taka þátt í æfingunni í dag og heldur ekki koma fram í beinni útsendingu annað kvöld,“ segir Daði Freyr í færslu á Facebook. 19. maí 2021 11:01 Einn í Gagnamagninu með Covid-19 Snemma í morgun fóru átta úr íslenska Eurovision-hópnum í Rotterdam í skimun fyrir kórónuveirunni, þar á meðal Daði og Gagnamagnið. Svo segir í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. 19. maí 2021 10:15 Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira
„Þetta kom okkur í fyrsta lagi mjög í opna skjöldu því við höfum farið alveg sérstaklega varlega. Gagnamagnið jafnvel enn meira en við Rúvararnir sem höfum þurft að umgangast aðra fjölmiðlamenn og annað þess háttar,“ segir Gísli Marteinn. „Gagnamagnið hefur haldið sig mjög fjarri öllu slíku og passað sig hér upp á hvern einasta dag, þannig að þetta kom öllum í mjög opna skjöldu.“ Jóhann Sigurður Jóhannsson er í miklu uppnámi eftir að hafa greinst með Covid-19. Hann segist ekki skilja hvernig það hafi gerst.EBU / THOMAS HANSES Jóhann Sigurður Jóhannsson, liðsmaður Gagnamagnsins, er smitaður en hann greinir sjálfur frá því á Instagram-síðu sveitarinnar. „Ég gerði allt til að vera öruggur en eitthvað hefur farið úrskeiðis,“ segir Jóhann. Svartsýnn á sviðsframkomu í dag og á morgun Gísli Marteinn segir enn nokkuð óljóst hver áhrifin verði. Íslenski hópurinn hefði átt að fara á æfingu í dag vegna dómararennslis í kvöld. Svo er Ísland í undanúrslitum annað kvöld. „Það er harla ólíklegt eins og staðan er að atriðið verði á sviðinu annað kvöld, því það þyrfti þá að vera á sviðinu í kvöld í dómararennslinu,“ segir Gísli Marteinn. Hópurinn bíði leiðbeininga frá EBU, Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. Gísli Marteinn á varla orð til að lýsa hópnum, einlægri og fallegri framkomu.Birta Rán Gísli Marteinn leitar að orðum til að hrósa Daða og Gagnamagninu. Um sé að ræða ótrúlegan hóp sem hafi gert allt af mikilli einlægni, vel og fallega. Hópurinn bræði alla „Þau hafa brætt alla sem þau hafa hitt, þeim er spáð einna bestu gengi af öllum, eru einna sigurstranglegust í ár. Það er bara meðal annars vegna þess hvað þau eru mannleg, einlæg og heiðarleg. Þeirra viðbrögð við þessu smiti sem kemur upp á hótelinu, fyrst í pólska hópnum, svo þeim íslenska og nú í Gagnamagnið - þau hafa tekið þessu af ótrúlegu æðruleysi og kærleika.“ Sexmenningarnir í Gagnamagninu eru í mikilli óvissu um framhaldið í Rotterdam. Hópurinn fór í skimun í morgun til að fá grænt ljós á æfingar í dag og keppnina á morgun. Það ljós virðist nú vera orðið rautt. „Þetta er svekkjandi en við fylgjum eftir andrúmsloftinu sem hefur ríkt frá upphafi í Gagnamagninu. Reynum að vera jákvæð, taka þessu af æðruleysi og vera ánægð með það sem við höfum. Sem er til dæmis það að síðasta upptakan af síðustu æfingunni var alveg ótrúlega vel heppnuð. Ég veit að ef það er hún sem fer í loftið annað kvöldið og jafnvel á laugardaginn líka þá mun hún sannarlega gera Íslendinga stolta.“ Ómögulegt sé að spá fyrir um hvaða áhrif það hefði að spila upptöku í stað þess að flytja á sviði í beinni. „Það er ómögulegt að spá um allt í Eurovision og ekki síst þetta. Svona lagað hefur aldrei verið uppi áður. Það verður að koma í ljós. Ég held það sé enginn stórkostlegur munur á þessari upptöku sem er til og „live“ atriðinu, fyrir áhorfendur heima í stofu. Atriðið er bara rosalega flott. Og þegar það byrjar þá held ég að allir gleymi því hvort það er upptaka eða „live“ enda er þetta á nákvæmlega sama sviðinu og með sömu lsýingu. Þetta er að mínu mati eitt flottasta atriðið í keppninni í ár, eða ekkert eitt - það flottasta útlitslega fyrir utan hvað lagið er frábært.“
Eurovision Íslendingar erlendis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Jói í Gagnamagninu segist vera sá smitaði í tilfinningaþrunginni færslu Jóhann Sigurður Jóhannsson segist vera sá liðsmaður Gagnamagsins sem hafi smitast af kórónuveirunni. Hann segist vera í miklu áfalli og að málið sé mikil vonbrigði. 19. maí 2021 11:39 Daði býst ekki við því að fara á svið annað kvöld „Meðlimur Gagnamagnsins greindist smitaður með Covid-19 í morgun. Þetta þýðir að við munum líklega ekki taka þátt í æfingunni í dag og heldur ekki koma fram í beinni útsendingu annað kvöld,“ segir Daði Freyr í færslu á Facebook. 19. maí 2021 11:01 Einn í Gagnamagninu með Covid-19 Snemma í morgun fóru átta úr íslenska Eurovision-hópnum í Rotterdam í skimun fyrir kórónuveirunni, þar á meðal Daði og Gagnamagnið. Svo segir í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. 19. maí 2021 10:15 Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira
Jói í Gagnamagninu segist vera sá smitaði í tilfinningaþrunginni færslu Jóhann Sigurður Jóhannsson segist vera sá liðsmaður Gagnamagsins sem hafi smitast af kórónuveirunni. Hann segist vera í miklu áfalli og að málið sé mikil vonbrigði. 19. maí 2021 11:39
Daði býst ekki við því að fara á svið annað kvöld „Meðlimur Gagnamagnsins greindist smitaður með Covid-19 í morgun. Þetta þýðir að við munum líklega ekki taka þátt í æfingunni í dag og heldur ekki koma fram í beinni útsendingu annað kvöld,“ segir Daði Freyr í færslu á Facebook. 19. maí 2021 11:01
Einn í Gagnamagninu með Covid-19 Snemma í morgun fóru átta úr íslenska Eurovision-hópnum í Rotterdam í skimun fyrir kórónuveirunni, þar á meðal Daði og Gagnamagnið. Svo segir í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. 19. maí 2021 10:15