Ríkið í ríkinu Hildur Sverrisdóttir skrifar 19. maí 2021 08:31 Áfengismál eru löngu orðin klisja af hálfu okkar Sjálfstæðismanna. En kannski er ástæða fyrir því. Frjálslynt fólk hefur lengi barist fyrir því að sala áfengis verði gefin frjáls. Ég líkt og aðrir frelsispésar hef beitt mér fyrir þessu, síðast sem meðflutningsmaður áfengisfrumvarpsins sem lagt var fram á Alþingi árið 2016, vegna þess að ég trúi því að fólki sé best treystandi fyrir sjálfu sér og að hið opinbera eigi sem minnst að skipta sér af því hvar og hvernig við kaupum löglegar neysluvörur. Frumvarpið sem ég átti hlut í náði ekki í gegn frekar en önnur. Þrátt fyrir augljósan ávinning og illsjáanlega ókosti hins mjög svo ágæta frumvarps Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur um brugghús var líka merkilega neikvæð umræða um það á þinginu þegar hún lagði það fram. Það gekk þó ekki lengra en svo að ætla að leyfa brugghúsum að selja framleiðslu sína á framleiðslustað. Hinn almenni vilji þingsins í átt að meira frelsi virðist alls ekki gefið mál. Við sitjum enn uppi með einokunarverslun úr öllum takti við samfélagsþróun. Ríkisverslunin nær engan veginn að halda í við nýjungar í vöruframboði, netverslunin er gagnslaus því sendingar má bara sækja í vínbúðir og verslanirnar eru staðsettar án þess að nokkur gaumur sé gefinn að sjálfbærni hverfa. Síðasta tillaga mín í borgarstjórn snerist raunar um að borgarstjórn hvetti stjórnvöld til að gefa áfengissölu frjálsa, einmitt á forsendum hverfanna. Síðan þá hefur vínbúðum í miðbæjum Garðabæjar og Hafnarfjarðar verið lokað og sömuleiðis í Borgartúni. Í staðinn hafa komið verslanir langt frá heimilum fólksins sem á að kaupa vörurnar. Ekkert af þessu er skrítið því hinu opinbera er ekki eðlislægt að standa í verslunarrekstri. Jafnvel þótt stofnunin skreyti sig með fallegum vínberjum og veiti vínráðgjöf þá er hún samt stofnun á vegum hins opinbera, stofnun sem hugsar verslun út frá sínum forsendum en ekki neytandans. Ríkið í ríkinu skilur ekki hverfamenningu, því er sama um réttlætismál landsbyggðarinnar og rís urrandi upp á afturfæturna með málaferlum þegar einkaaðilar reyna að notfæra sér það sem lögin þó leyfa til að veita neytendum betri þjónustu sem þeir eiga rétt á. Mér finnst bjór ekkert sérstaklega góður - en mikið væri það absúrd ef hatursmenn frelsisins hefðu unnið baráttuna um að hafa hann enn bannaðan. Það má alveg hugsa með hlýhug til tímanna þegar þjóðin vaknaði saman við morgunfréttir Ríkisútvarpsins. Eins vænt og mér þykir reyndar um Rás 1 þá er heimurinn betri með frjálsri fjölmiðlun. Ég er ósammála mörgu sem er sagt á stöðvunum og finnst tónlistin misgóð, en ég má alltaf skipta um stöð og hlusta á eitthvað annað. Flest ef ekki öll frelsisskref hafa skilað betra samfélagi. En kannski er það einhver fortíðarhlýja sem veldur því að svo gamalt vígi forræðishyggjunnar stendur enn óhaggað árið 2021. Ég óttast dálítið að frjálslyndið þyki ekki lengur spennandi og að stjórnlyndið sé að eiga óvænta endurkomu, líkt og hver annar jakki sem finnst gleymdur inni í skáp, fallegur í nostalgíunni, en enginn man lengur að var bæði skjóllítill og óþægilegur. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Áfengi og tóbak Alþingiskosningar 2021 Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Áfengismál eru löngu orðin klisja af hálfu okkar Sjálfstæðismanna. En kannski er ástæða fyrir því. Frjálslynt fólk hefur lengi barist fyrir því að sala áfengis verði gefin frjáls. Ég líkt og aðrir frelsispésar hef beitt mér fyrir þessu, síðast sem meðflutningsmaður áfengisfrumvarpsins sem lagt var fram á Alþingi árið 2016, vegna þess að ég trúi því að fólki sé best treystandi fyrir sjálfu sér og að hið opinbera eigi sem minnst að skipta sér af því hvar og hvernig við kaupum löglegar neysluvörur. Frumvarpið sem ég átti hlut í náði ekki í gegn frekar en önnur. Þrátt fyrir augljósan ávinning og illsjáanlega ókosti hins mjög svo ágæta frumvarps Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur um brugghús var líka merkilega neikvæð umræða um það á þinginu þegar hún lagði það fram. Það gekk þó ekki lengra en svo að ætla að leyfa brugghúsum að selja framleiðslu sína á framleiðslustað. Hinn almenni vilji þingsins í átt að meira frelsi virðist alls ekki gefið mál. Við sitjum enn uppi með einokunarverslun úr öllum takti við samfélagsþróun. Ríkisverslunin nær engan veginn að halda í við nýjungar í vöruframboði, netverslunin er gagnslaus því sendingar má bara sækja í vínbúðir og verslanirnar eru staðsettar án þess að nokkur gaumur sé gefinn að sjálfbærni hverfa. Síðasta tillaga mín í borgarstjórn snerist raunar um að borgarstjórn hvetti stjórnvöld til að gefa áfengissölu frjálsa, einmitt á forsendum hverfanna. Síðan þá hefur vínbúðum í miðbæjum Garðabæjar og Hafnarfjarðar verið lokað og sömuleiðis í Borgartúni. Í staðinn hafa komið verslanir langt frá heimilum fólksins sem á að kaupa vörurnar. Ekkert af þessu er skrítið því hinu opinbera er ekki eðlislægt að standa í verslunarrekstri. Jafnvel þótt stofnunin skreyti sig með fallegum vínberjum og veiti vínráðgjöf þá er hún samt stofnun á vegum hins opinbera, stofnun sem hugsar verslun út frá sínum forsendum en ekki neytandans. Ríkið í ríkinu skilur ekki hverfamenningu, því er sama um réttlætismál landsbyggðarinnar og rís urrandi upp á afturfæturna með málaferlum þegar einkaaðilar reyna að notfæra sér það sem lögin þó leyfa til að veita neytendum betri þjónustu sem þeir eiga rétt á. Mér finnst bjór ekkert sérstaklega góður - en mikið væri það absúrd ef hatursmenn frelsisins hefðu unnið baráttuna um að hafa hann enn bannaðan. Það má alveg hugsa með hlýhug til tímanna þegar þjóðin vaknaði saman við morgunfréttir Ríkisútvarpsins. Eins vænt og mér þykir reyndar um Rás 1 þá er heimurinn betri með frjálsri fjölmiðlun. Ég er ósammála mörgu sem er sagt á stöðvunum og finnst tónlistin misgóð, en ég má alltaf skipta um stöð og hlusta á eitthvað annað. Flest ef ekki öll frelsisskref hafa skilað betra samfélagi. En kannski er það einhver fortíðarhlýja sem veldur því að svo gamalt vígi forræðishyggjunnar stendur enn óhaggað árið 2021. Ég óttast dálítið að frjálslyndið þyki ekki lengur spennandi og að stjórnlyndið sé að eiga óvænta endurkomu, líkt og hver annar jakki sem finnst gleymdur inni í skáp, fallegur í nostalgíunni, en enginn man lengur að var bæði skjóllítill og óþægilegur. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun