Árni Bragi: Við ætlum okkur í úrslitakeppnina Ester Ósk Árnadóttir skrifar 16. maí 2021 16:35 Árni Bragi Eyjólfsson gekk í raðir KA fyrir rúmu ári og hefur reynst liðinu vel. Mynd/KA Árni Bragi var frábær fyrir KA í dag þegar þeir sigruðu ÍBV á heimavelli með tveimur mörkum, 29-27. Árni með 9 mörk úr 15 skotum. „Tilfinningin að vinna er frábær. Það er svo gott að fá fólkið aftur í húsið. Það er svo frábært að fólkið sem er búið að standa á bak við okkur í allan vetur sé mætt og geti fagnað þessu með okkur. Það er það sem kom okkur yfir línuna í dag í hörkuleik á móti mjög góðu ÍBV liði.“ „Færanýting var ekki sérstök á köflum í leiknum. Sóknarleikurinn var frábær í fyrri hálfleik. Petar var að verja vel frá okkur, ég klikka til dæmis á tveimur vítum gegn honum. Varnarlega voru við mjög góðir þegar við náðum að skila okkur til baka. ÍBV er með frábæra hornamenn í Hákon og Tedda, þeir voru alltaf fyrstir fram þegar við vorum að reyndum að skila okkur heim. Mér fannst við frábærir í öllu í dag nema kannski færanýting á köflum.“ Það var mikill spenna í leiknum í KA og ekki ljóst fyrr en á síðustu sekúndnum hvort liðið myndi vinna. „Það er ástæðan fyrir því að maður er í þessu. Það er alveg gaman að vinna stórt en svona leikir eru það sem gefa öllum extra orku, það er bara lang skemmtilegast að gera þetta svona.“ KA er komið í fína stöðu varðandi úrslitakeppnina með sigri í dag. „Við erum bara að taka einn leik í einu. Leikurinn á móti Aftureldingu var náttúrlega risa stór og við stefndum á sigur þar sem gekk ekki en að fá þessi tvö stig í dag ýtir okkur bara nær markmiðinu. Það er ekkert leyndarmál, við ætlum okkur í úrslitakeppnina. Það er númer 1, 2 og 3. Við færumst nær því. Þetta er bara einn leikur í einu.“ KA spilar leikina sína þétt núna og stutt á milli þar sem liðið gat ekki spilað á með landsliðspásan var en önnur lið gerðu það. „Svona er bara tímabilið og við gerum það þá bara þannig. Maður er alltaf minna þreyttur þegar maður vinnur. Það er miklu auðveldara að mæta í endurheimt og á æfingar eftir sigurleiki. Sigurleikir gefa manni alltaf auka orku og vonandi náum við að byggja á því.“ Árni Bragi er á leið til Aftureldingar eftir tímabilið. „Ég verð hálf klökkur að hugsa út í það sjálfur en ég ætla bara að leyfa því að gerast þegar tímabilið er búið. Nú er það bara KA.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. KA Olís-deild karla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira
„Tilfinningin að vinna er frábær. Það er svo gott að fá fólkið aftur í húsið. Það er svo frábært að fólkið sem er búið að standa á bak við okkur í allan vetur sé mætt og geti fagnað þessu með okkur. Það er það sem kom okkur yfir línuna í dag í hörkuleik á móti mjög góðu ÍBV liði.“ „Færanýting var ekki sérstök á köflum í leiknum. Sóknarleikurinn var frábær í fyrri hálfleik. Petar var að verja vel frá okkur, ég klikka til dæmis á tveimur vítum gegn honum. Varnarlega voru við mjög góðir þegar við náðum að skila okkur til baka. ÍBV er með frábæra hornamenn í Hákon og Tedda, þeir voru alltaf fyrstir fram þegar við vorum að reyndum að skila okkur heim. Mér fannst við frábærir í öllu í dag nema kannski færanýting á köflum.“ Það var mikill spenna í leiknum í KA og ekki ljóst fyrr en á síðustu sekúndnum hvort liðið myndi vinna. „Það er ástæðan fyrir því að maður er í þessu. Það er alveg gaman að vinna stórt en svona leikir eru það sem gefa öllum extra orku, það er bara lang skemmtilegast að gera þetta svona.“ KA er komið í fína stöðu varðandi úrslitakeppnina með sigri í dag. „Við erum bara að taka einn leik í einu. Leikurinn á móti Aftureldingu var náttúrlega risa stór og við stefndum á sigur þar sem gekk ekki en að fá þessi tvö stig í dag ýtir okkur bara nær markmiðinu. Það er ekkert leyndarmál, við ætlum okkur í úrslitakeppnina. Það er númer 1, 2 og 3. Við færumst nær því. Þetta er bara einn leikur í einu.“ KA spilar leikina sína þétt núna og stutt á milli þar sem liðið gat ekki spilað á með landsliðspásan var en önnur lið gerðu það. „Svona er bara tímabilið og við gerum það þá bara þannig. Maður er alltaf minna þreyttur þegar maður vinnur. Það er miklu auðveldara að mæta í endurheimt og á æfingar eftir sigurleiki. Sigurleikir gefa manni alltaf auka orku og vonandi náum við að byggja á því.“ Árni Bragi er á leið til Aftureldingar eftir tímabilið. „Ég verð hálf klökkur að hugsa út í það sjálfur en ég ætla bara að leyfa því að gerast þegar tímabilið er búið. Nú er það bara KA.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
KA Olís-deild karla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira