Krefja íslensk stjórnvöld um viðskiptabann gegn Ísrael Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2021 12:17 Guðfinnur Sveinsson verður fundarstjóri á mótmælafundinum á Austurvelli í dag. Myndin til hægri er frá sambærilegum mótmælafundi í Brussel í Belgíu í gær. Vísir/EPA Félagið Ísland Palestína krefst þess að íslensk stjórnvöld beiti Ísrael viðskiptaþvingunum vegna árása á Gasa. Félagið boðar til mótmælafundar á Austurvelli klukkan eitt og býst við fjölmenni. Á sjötta hundrað manns hafa boðað komu sína á mótmælafundinn í dag og rúmlega þúsund til viðbótar lýst yfir áhuga, að því er fram kemur á síðu viðburðarins á Facebook. Ræðumenn á fundinum verða þær Falasteen Abu Libdeh og Rósa Björk Brynjólfsdóttir en fundarstjórn verður í höndum Guðfinns Sveinssonar. Hann segir félagið Ísland Palestínu beina þremur kröfum að íslenskum stjórnvöldum. „Við viljum að viðskiptabann verði sett á Ísrael þar til að þjóðernishreinsunum í Sheikh Jarrah verði hætt og að linnulausum árásum á Gasa-svæðið linni, sem við erum búin að vera að horfa upp á síðustu daga og að landrán á landi Palestínumanna verði stöðvað og að landinu verði skilað til baka. Þarna er um að ræða landtökubyggðir Ísraels sem öll ríki heims, líklega nema Bandaríkin og Ísrael, eru sammála um að standist alls ekki í alþjóðalög.“ Íslensk stjórnvöld hafi að mati félagsins alls ekki brugðist nógu hart við framgöngu Ísraels á Gasasvæðinu síðustu daga. „Við sjáum að ríkisstjórnin er gríðarlega klofin í þessu máli. Katrín Jakobsdóttir er með nokkuð innihaldslitlar yfirlýsingar sjálf, hún tekur undir með aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og mér finnst það ekki vera nóg,“ segir Guðfinnur. Hann telur að Íslendingar láti sig nú sérstaklega margir varða átökin á Gasasvæðinu. „Mér heyrist margir ætla að mæta, fyrir utan það að það er náttúrulega gott veður. Þannig að það verður baráttustemning á Austurvelli, ég hef ekki trú á öðru.“ Palestína Ísrael Tengdar fréttir STÖÐVUM BLÓÐBAÐIÐ - FRJÁLS PALESTÍNA 126 manneskjur myrtar á fimm dögum, þar af 31 barn. Sjö manns munu hafa fallið Ísraels megin og þar af eitt barn. Og meðan þessar tölur eru settar á blað, þá hækka þær stöðugt. 15. maí 2021 10:54 Átta börn féllu í einni loftárás Tíu féllu, þar af átta börn í einni loftárás Ísraelsmanna á hús í flóttamannabúðum á Gasa-ströndina í nótt. Þetta mannskæðasta loftárásin hingað til. Þá voru minnst ellefu Palestínumenn skotnir til bana af öryggissveitum við mótmæli á Vesturbakkanum. 15. maí 2021 08:54 VG fordæmir meðferð Ísraela á Palestínumönnum Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fordæmir valdníðslu, margendurteknar landtökur og brottvísanir palestínskra heimamanna úr byggðum sem svo eru eyðilagðar og lagðar undir ísraelska landtökumenn. 14. maí 2021 12:50 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Á sjötta hundrað manns hafa boðað komu sína á mótmælafundinn í dag og rúmlega þúsund til viðbótar lýst yfir áhuga, að því er fram kemur á síðu viðburðarins á Facebook. Ræðumenn á fundinum verða þær Falasteen Abu Libdeh og Rósa Björk Brynjólfsdóttir en fundarstjórn verður í höndum Guðfinns Sveinssonar. Hann segir félagið Ísland Palestínu beina þremur kröfum að íslenskum stjórnvöldum. „Við viljum að viðskiptabann verði sett á Ísrael þar til að þjóðernishreinsunum í Sheikh Jarrah verði hætt og að linnulausum árásum á Gasa-svæðið linni, sem við erum búin að vera að horfa upp á síðustu daga og að landrán á landi Palestínumanna verði stöðvað og að landinu verði skilað til baka. Þarna er um að ræða landtökubyggðir Ísraels sem öll ríki heims, líklega nema Bandaríkin og Ísrael, eru sammála um að standist alls ekki í alþjóðalög.“ Íslensk stjórnvöld hafi að mati félagsins alls ekki brugðist nógu hart við framgöngu Ísraels á Gasasvæðinu síðustu daga. „Við sjáum að ríkisstjórnin er gríðarlega klofin í þessu máli. Katrín Jakobsdóttir er með nokkuð innihaldslitlar yfirlýsingar sjálf, hún tekur undir með aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og mér finnst það ekki vera nóg,“ segir Guðfinnur. Hann telur að Íslendingar láti sig nú sérstaklega margir varða átökin á Gasasvæðinu. „Mér heyrist margir ætla að mæta, fyrir utan það að það er náttúrulega gott veður. Þannig að það verður baráttustemning á Austurvelli, ég hef ekki trú á öðru.“
Palestína Ísrael Tengdar fréttir STÖÐVUM BLÓÐBAÐIÐ - FRJÁLS PALESTÍNA 126 manneskjur myrtar á fimm dögum, þar af 31 barn. Sjö manns munu hafa fallið Ísraels megin og þar af eitt barn. Og meðan þessar tölur eru settar á blað, þá hækka þær stöðugt. 15. maí 2021 10:54 Átta börn féllu í einni loftárás Tíu féllu, þar af átta börn í einni loftárás Ísraelsmanna á hús í flóttamannabúðum á Gasa-ströndina í nótt. Þetta mannskæðasta loftárásin hingað til. Þá voru minnst ellefu Palestínumenn skotnir til bana af öryggissveitum við mótmæli á Vesturbakkanum. 15. maí 2021 08:54 VG fordæmir meðferð Ísraela á Palestínumönnum Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fordæmir valdníðslu, margendurteknar landtökur og brottvísanir palestínskra heimamanna úr byggðum sem svo eru eyðilagðar og lagðar undir ísraelska landtökumenn. 14. maí 2021 12:50 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
STÖÐVUM BLÓÐBAÐIÐ - FRJÁLS PALESTÍNA 126 manneskjur myrtar á fimm dögum, þar af 31 barn. Sjö manns munu hafa fallið Ísraels megin og þar af eitt barn. Og meðan þessar tölur eru settar á blað, þá hækka þær stöðugt. 15. maí 2021 10:54
Átta börn féllu í einni loftárás Tíu féllu, þar af átta börn í einni loftárás Ísraelsmanna á hús í flóttamannabúðum á Gasa-ströndina í nótt. Þetta mannskæðasta loftárásin hingað til. Þá voru minnst ellefu Palestínumenn skotnir til bana af öryggissveitum við mótmæli á Vesturbakkanum. 15. maí 2021 08:54
VG fordæmir meðferð Ísraela á Palestínumönnum Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fordæmir valdníðslu, margendurteknar landtökur og brottvísanir palestínskra heimamanna úr byggðum sem svo eru eyðilagðar og lagðar undir ísraelska landtökumenn. 14. maí 2021 12:50