26 dagar í EM: Finnar fimmta Norðurlandaþjóðin sem kemst á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2021 12:01 Teemu Pukki var magnaður með Finnum í undankeppninni. EPA-EFE/VASSIL DONEV Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Tveir nýliðar eru með að þessu sinni, Finnland og Norður-Makedónía. Finnland verður í sumar fimmta Norðurlandaþjóðin sem kemst í úrslitakeppni Evrópumótsins en á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir fimm árum þá varð Ísland fjórða landslið Norðurlanda til að keppa á EM karla í fótbolta. Íslenska landsliðið var í hópi fjögurra nýliða á EM í Frakklandi 2016 en nú eru Finnar og Norður-Makedóníumenn einu nýliðarnir. Finnland tryggði sér sætið sitt 15. nóvember 2019 með því að ná öðru sæti í sínum riðli í undankeppninni. Norður Makedónía komst aftur á móti í gegnum umspilið tengt D-deild Þjóðadeildarinnar. Introducing EURO contenders Finland Highlights, key players, stats, memories #EURO2020 — UEFA.com (@UEFAcom) January 29, 2021 Finnska landsliðið endaði heilum tólf stigum á eftir toppliði Ítala (unnu alla 10 leikina) en varð fjórum stigum á undan Grikklandi og fimm stigum á undan Bosníu. Finnar unnu sex leiki og töpuðu tveimur. Auk tapleikjanna á móti Ítölum þá tapaði Finnlandi 4-1 á útivelli á móti Bosníu og svo 2-1 í útileik á móti Grikklandi í lokaleik riðilsins þegar EM-sætið var tryggt. Teemu Pukki var langmarkahæsti leikmaður Finna og riðilsins með tíu mörk en hann skoraði sex mörkum meira en næstu menn í riðlunum og átta mörkum meira en næsti liðsfélagi. Pukki skoraði 10 af 16 mörkum Finna eða 63 prósent markanna. Finnar unnu jafnmarga leiki í þessar undankeppni EM (6) og tveimur undankeppnum á undan (EM 2012 og EM 2016). Næst höfðu þeir komist sæti á EM í undankeppninni fyrir mótið 2008 þegar þeir voru þremur stigum frá sæti í úrslitakeppninni. Pólland og Portúgal komust þá áfram. Finnland og Ísland hafa bæst í hóp EM-þjóða í síðustu keppnum en áður höfðu Danir, Svíar og Norðmenn komist alla leið. Danir voru fyrstir Norðurlandaþjóða til að komast í úrslitakeppni EM en það var árið 1968 þegar aðeins fjórar þjóðir komust þangað. Danir töpuðu þá 3-0 í undanúrslitaleiknum á móti Sovétríkjunum og 3-1 á móti Ungverjalandi í leiknum um þriðja sætið. "I'm speechless. This is sick. We made it!" Finland's men have qualified for a major tournament for the first time in their history and striker Teemu Pukki could barely believe it.More here https://t.co/JLvFUw6xTr pic.twitter.com/S12LMgKdjP— BBC Sport (@BBCSport) November 15, 2019 Svíar komust fyrst í úrslitakeppni EM árið 1992 þegar þeir héldu keppnina. Svíar komust þá alla leið í undanúrslitin en árið 1992 innihélt Evrópumótið átta þjóðir. Svíar töpuðu 3-2 á móti Þýskalandi í undanúrslitaleiknum. Norðmenn bættust svo í hópinn á EM í Belgíu og Hollandi árið 2000. Norðmenn fengu reyndar aðeins eitt mark á sig en þeir skoruðu líka bara eitt mark sjálfir og sátu eftir í riðlinum á færri mörkum skoruðu en Júgóslavía. Norðmenn hafa ekki komist á EM síðan. Íslenska landsliðið komst síðan alla leið í átta liða úrslitin á sínu fyrsta Evrópumóti sumarið 2016 þar sem íslensku strákarnir slógu út Englendinga en féllu svo úr keppni eftir tap á móti gestgjöfum Frakka í átta liða úrslitunum. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 28 dagar í EM: Sjóðheitir Ítalir, liðið sem skildi Ísland eftir og Giggslausir Walesverjar í A-riðli Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í A-riðil þar sem Ítalir spila á heimavelli og eru sigurstranglegir eftir frábært gengi síðustu misseri. 14. maí 2021 12:00 29 dagar í EM: „Sigurinn“ bara enn sætari fyrst Ronaldo var svona tapsár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Íslenska landsliðið náði stig af verðandi Evrópumeisturum Portúgals í fyrsta leik sínum á stórmóti. 13. maí 2021 12:15 30 dagar í EM: Þjóðir sem unnu fjóra af fyrstu sex EM-titlunum ekki til lengur Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Fyrsta Evrópukeppnin fór fram fyrir 61 ári síðan. 12. maí 2021 12:00 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira
Finnland verður í sumar fimmta Norðurlandaþjóðin sem kemst í úrslitakeppni Evrópumótsins en á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir fimm árum þá varð Ísland fjórða landslið Norðurlanda til að keppa á EM karla í fótbolta. Íslenska landsliðið var í hópi fjögurra nýliða á EM í Frakklandi 2016 en nú eru Finnar og Norður-Makedóníumenn einu nýliðarnir. Finnland tryggði sér sætið sitt 15. nóvember 2019 með því að ná öðru sæti í sínum riðli í undankeppninni. Norður Makedónía komst aftur á móti í gegnum umspilið tengt D-deild Þjóðadeildarinnar. Introducing EURO contenders Finland Highlights, key players, stats, memories #EURO2020 — UEFA.com (@UEFAcom) January 29, 2021 Finnska landsliðið endaði heilum tólf stigum á eftir toppliði Ítala (unnu alla 10 leikina) en varð fjórum stigum á undan Grikklandi og fimm stigum á undan Bosníu. Finnar unnu sex leiki og töpuðu tveimur. Auk tapleikjanna á móti Ítölum þá tapaði Finnlandi 4-1 á útivelli á móti Bosníu og svo 2-1 í útileik á móti Grikklandi í lokaleik riðilsins þegar EM-sætið var tryggt. Teemu Pukki var langmarkahæsti leikmaður Finna og riðilsins með tíu mörk en hann skoraði sex mörkum meira en næstu menn í riðlunum og átta mörkum meira en næsti liðsfélagi. Pukki skoraði 10 af 16 mörkum Finna eða 63 prósent markanna. Finnar unnu jafnmarga leiki í þessar undankeppni EM (6) og tveimur undankeppnum á undan (EM 2012 og EM 2016). Næst höfðu þeir komist sæti á EM í undankeppninni fyrir mótið 2008 þegar þeir voru þremur stigum frá sæti í úrslitakeppninni. Pólland og Portúgal komust þá áfram. Finnland og Ísland hafa bæst í hóp EM-þjóða í síðustu keppnum en áður höfðu Danir, Svíar og Norðmenn komist alla leið. Danir voru fyrstir Norðurlandaþjóða til að komast í úrslitakeppni EM en það var árið 1968 þegar aðeins fjórar þjóðir komust þangað. Danir töpuðu þá 3-0 í undanúrslitaleiknum á móti Sovétríkjunum og 3-1 á móti Ungverjalandi í leiknum um þriðja sætið. "I'm speechless. This is sick. We made it!" Finland's men have qualified for a major tournament for the first time in their history and striker Teemu Pukki could barely believe it.More here https://t.co/JLvFUw6xTr pic.twitter.com/S12LMgKdjP— BBC Sport (@BBCSport) November 15, 2019 Svíar komust fyrst í úrslitakeppni EM árið 1992 þegar þeir héldu keppnina. Svíar komust þá alla leið í undanúrslitin en árið 1992 innihélt Evrópumótið átta þjóðir. Svíar töpuðu 3-2 á móti Þýskalandi í undanúrslitaleiknum. Norðmenn bættust svo í hópinn á EM í Belgíu og Hollandi árið 2000. Norðmenn fengu reyndar aðeins eitt mark á sig en þeir skoruðu líka bara eitt mark sjálfir og sátu eftir í riðlinum á færri mörkum skoruðu en Júgóslavía. Norðmenn hafa ekki komist á EM síðan. Íslenska landsliðið komst síðan alla leið í átta liða úrslitin á sínu fyrsta Evrópumóti sumarið 2016 þar sem íslensku strákarnir slógu út Englendinga en féllu svo úr keppni eftir tap á móti gestgjöfum Frakka í átta liða úrslitunum.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 28 dagar í EM: Sjóðheitir Ítalir, liðið sem skildi Ísland eftir og Giggslausir Walesverjar í A-riðli Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í A-riðil þar sem Ítalir spila á heimavelli og eru sigurstranglegir eftir frábært gengi síðustu misseri. 14. maí 2021 12:00 29 dagar í EM: „Sigurinn“ bara enn sætari fyrst Ronaldo var svona tapsár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Íslenska landsliðið náði stig af verðandi Evrópumeisturum Portúgals í fyrsta leik sínum á stórmóti. 13. maí 2021 12:15 30 dagar í EM: Þjóðir sem unnu fjóra af fyrstu sex EM-titlunum ekki til lengur Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Fyrsta Evrópukeppnin fór fram fyrir 61 ári síðan. 12. maí 2021 12:00 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira
28 dagar í EM: Sjóðheitir Ítalir, liðið sem skildi Ísland eftir og Giggslausir Walesverjar í A-riðli Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í A-riðil þar sem Ítalir spila á heimavelli og eru sigurstranglegir eftir frábært gengi síðustu misseri. 14. maí 2021 12:00
29 dagar í EM: „Sigurinn“ bara enn sætari fyrst Ronaldo var svona tapsár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Íslenska landsliðið náði stig af verðandi Evrópumeisturum Portúgals í fyrsta leik sínum á stórmóti. 13. maí 2021 12:15
30 dagar í EM: Þjóðir sem unnu fjóra af fyrstu sex EM-titlunum ekki til lengur Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Fyrsta Evrópukeppnin fór fram fyrir 61 ári síðan. 12. maí 2021 12:00