Booker með ís í æðum á ögurstundu á vítalínunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. maí 2021 08:30 Samherjar Devins Booker fagna með honum eftir að hann tryggði Phoenix Suns sigur á Portland Trail Blazers. getty/Christian Petersen Devin Booker sýndi stáltaugar á vítalínunni þegar hann tryggði Phoenix Suns sigur á Portland Trail Blazers, 118-117, í NBA-deildinni í nótt. Úrslit leiksins réðust á vítalínunni. Robert Covington hefði getað tryggt Portland sigurinn en klikkaði á tveimur vítaskotum þegar 4,4 sekúndur voru eftir. Í lokasókn Phoenix var brotið á Booker þegar 2,4 sekúndur voru eftir. Hann var ískaldur á vítalínunni, setti bæði vítin niður og kláraði dæmið fyrir Portland. Booker átti annars ekkert sérstakan leik, skoraði átján stig og klikkaði á tólf af sautján skotum sínum utan af velli. Phoenix er í 2. sæti Vesturdeildarinnar og á enn möguleika á að ná efsta sætinu af Utah Jazz. Chris Paul var stigahæstur í liði Phoenix með 26 stig. 11 in the 4Q for @campayne 8 in the 4Q for @CP3Payne & Paul go 8-9 in the final quarter to bring the @Suns to within 1 game of 1st place out West! pic.twitter.com/nGfUiOPLBQ— NBA (@NBA) May 14, 2021 Damian Lillard skoraði 41 stig fyrir Portland sem hefði tryggt sér sæti í úrslitakeppninni með sigri. Fyrir leikinn í nótt hafði Portland unnið fimm leiki í röð. Miami Heat er eitt heitasta lið NBA um þessar mundir og vann sinn fjórða leik í röð þegar liðið sigraði Philadelphia 76ers, topplið Austurdeildarinnar, 106-94. Jimmy Butler skoraði 21 stig fyrir Miami gegn sínu gamla liði. Bam Adebayo var með átján stig, tólf fráköst og átta stoðsendingar. Tyler Herro skoraði einnig átján stig. Tobias Harris skoraði 21 stig fyrir Philadelphia. Bam Adebayo keeps the @MiamiHEAT just a half game behind ATL for #4 in the East!@Bam1of1: 18 PTS, 12 REB, 8 AST pic.twitter.com/LRdxdc9q04— NBA (@NBA) May 14, 2021 New York Knicks komst aftur á sigurbraut þegar liðið vann San Antonio Spurs, 102-98. Knicks á enn möguleika á að ná 4. sætinu í Austurdeildinni sem gefur heimavallarrétt í 1. umferð úrslitakeppninnar. Alec Burks skoraði þrjátíu stig fyrir Knicks og tók tíu fráköst. Julius Randle var með 25 stig, níu fráköst og níu stoðsendingar og RJ Barrett skilaði 24 stigum og níu fráköstum. @AlecBurks10 keeps the #6 seed @nyknicks within 0.5 games of #4 in the East!30 points (season high)10 rebounds pic.twitter.com/5itNkowphz— NBA (@NBA) May 14, 2021 Þrátt fyrir tapið er San Antonio öruggt með sæti í umspili um sæti í úrslitakeppninni þar sem Sacramento Kings tapaði fyrir Memphis Grizzlies, 116-110. Úrslitin í nótt Phoenix 118-117 Portland Miami 106-94 Philadelphia NY Knicks 102-98 San Antonio Charlotte 90-113 LA Clippers Indiana 133-142 Milwaukee Atlanta 116-93 Orlando Chicago 114-102 Toronto Memphis 116-110 Sacramento Minnesota 103-114 Denver NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
Úrslit leiksins réðust á vítalínunni. Robert Covington hefði getað tryggt Portland sigurinn en klikkaði á tveimur vítaskotum þegar 4,4 sekúndur voru eftir. Í lokasókn Phoenix var brotið á Booker þegar 2,4 sekúndur voru eftir. Hann var ískaldur á vítalínunni, setti bæði vítin niður og kláraði dæmið fyrir Portland. Booker átti annars ekkert sérstakan leik, skoraði átján stig og klikkaði á tólf af sautján skotum sínum utan af velli. Phoenix er í 2. sæti Vesturdeildarinnar og á enn möguleika á að ná efsta sætinu af Utah Jazz. Chris Paul var stigahæstur í liði Phoenix með 26 stig. 11 in the 4Q for @campayne 8 in the 4Q for @CP3Payne & Paul go 8-9 in the final quarter to bring the @Suns to within 1 game of 1st place out West! pic.twitter.com/nGfUiOPLBQ— NBA (@NBA) May 14, 2021 Damian Lillard skoraði 41 stig fyrir Portland sem hefði tryggt sér sæti í úrslitakeppninni með sigri. Fyrir leikinn í nótt hafði Portland unnið fimm leiki í röð. Miami Heat er eitt heitasta lið NBA um þessar mundir og vann sinn fjórða leik í röð þegar liðið sigraði Philadelphia 76ers, topplið Austurdeildarinnar, 106-94. Jimmy Butler skoraði 21 stig fyrir Miami gegn sínu gamla liði. Bam Adebayo var með átján stig, tólf fráköst og átta stoðsendingar. Tyler Herro skoraði einnig átján stig. Tobias Harris skoraði 21 stig fyrir Philadelphia. Bam Adebayo keeps the @MiamiHEAT just a half game behind ATL for #4 in the East!@Bam1of1: 18 PTS, 12 REB, 8 AST pic.twitter.com/LRdxdc9q04— NBA (@NBA) May 14, 2021 New York Knicks komst aftur á sigurbraut þegar liðið vann San Antonio Spurs, 102-98. Knicks á enn möguleika á að ná 4. sætinu í Austurdeildinni sem gefur heimavallarrétt í 1. umferð úrslitakeppninnar. Alec Burks skoraði þrjátíu stig fyrir Knicks og tók tíu fráköst. Julius Randle var með 25 stig, níu fráköst og níu stoðsendingar og RJ Barrett skilaði 24 stigum og níu fráköstum. @AlecBurks10 keeps the #6 seed @nyknicks within 0.5 games of #4 in the East!30 points (season high)10 rebounds pic.twitter.com/5itNkowphz— NBA (@NBA) May 14, 2021 Þrátt fyrir tapið er San Antonio öruggt með sæti í umspili um sæti í úrslitakeppninni þar sem Sacramento Kings tapaði fyrir Memphis Grizzlies, 116-110. Úrslitin í nótt Phoenix 118-117 Portland Miami 106-94 Philadelphia NY Knicks 102-98 San Antonio Charlotte 90-113 LA Clippers Indiana 133-142 Milwaukee Atlanta 116-93 Orlando Chicago 114-102 Toronto Memphis 116-110 Sacramento Minnesota 103-114 Denver NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Phoenix 118-117 Portland Miami 106-94 Philadelphia NY Knicks 102-98 San Antonio Charlotte 90-113 LA Clippers Indiana 133-142 Milwaukee Atlanta 116-93 Orlando Chicago 114-102 Toronto Memphis 116-110 Sacramento Minnesota 103-114 Denver
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira