„Höndin verður að vera með fram jörðinni, hvað annað á hann að gera við hana?“ Atli Arason skrifar 13. maí 2021 21:45 Tristan Freyr [númer 32] skoraði gull af marki í kvöld. Það dugði ekki til er Stjarnan tapaði 3-2 á heimavelli. Vísir/Elín Björg Tristan Freyr Ingólfsson, leikmaður Stjörnunnar, var vissulega sár eftir annað tap Stjörnunnar í röð, í þetta sinn á heimavelli gegn Víkingi Reykjavík. Tristan var sérstaklega fúll með vítaspyrnuna sem Víkingar fá. „Þetta er ótrúlega svekkjandi, við höfum ágætis stjórn á leiknum og fáum þrjú mjög ódýr mörk á okkur. Við komum tvisvar til baka og mér fannst við vera mjög óheppnir þar sem við stjórnum seinni hálfleiknum alveg.“ „Eins og í þessu víti.. ég veit ekki alveg hvað Brynjar á að gera við höndina þarna. Dómarinn sér þetta eitthvað öðruvísi. Brynjar tæklar og höndin verður að vera með fram jörðinni, hvað annað á hann að gera við hana?“ spyr Tristan áður en hann bætir við, „svo dekkum við illa í horninu, þetta er bara allt í hausnum hjá okkur.“ Tristan skoraði fyrsta mark sitt fyrir Stjörnuna í kvöld og það var alvöru mark og verður sennilega eitt af þeim betra í sumar. Tristan var fáorður þegar hann var spurður út í markið sem hann skoraði. „Ég veit ekki hvað ég get sagt, ég fæ boltann og fer fram hjá einum og bara negli honum á markið. Ég veit ekki hvað ég get sagt annað en það.“ „Ég er sáttur með þetta [markið] og gaman að skora fyrsta markið,“ svarar Tristan. Stjarnan er með ÍA á botni deildarinnar en bæði lið eru með 1 stig eftir þrjá leiki. Næsti leikur Stjörnunnar er einmitt gegn ÍA á skipaskaga næsta mánudag. Það er stutt á milli leikja en Tristan telur Stjörnumenn vel klára í þá viðureign. „Við erum allir í toppstandi. Við tökum endurheimt á morgun, hvílum okkur fyrir vel næsta leik og einbeitum okkur að næsta verkefni,“ sagði Tristan Freyr Ingólfsson að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Stjarnan í tómu tjóni Víkingur Reykjavík sótti þrjú stig í Garðabæinn í kvöld er Stjarnan tók á móti Víking í Pepsi Max deild karla. Lokatölur 3-2 Víkingum í vil. 13. maí 2021 21:30 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira
„Þetta er ótrúlega svekkjandi, við höfum ágætis stjórn á leiknum og fáum þrjú mjög ódýr mörk á okkur. Við komum tvisvar til baka og mér fannst við vera mjög óheppnir þar sem við stjórnum seinni hálfleiknum alveg.“ „Eins og í þessu víti.. ég veit ekki alveg hvað Brynjar á að gera við höndina þarna. Dómarinn sér þetta eitthvað öðruvísi. Brynjar tæklar og höndin verður að vera með fram jörðinni, hvað annað á hann að gera við hana?“ spyr Tristan áður en hann bætir við, „svo dekkum við illa í horninu, þetta er bara allt í hausnum hjá okkur.“ Tristan skoraði fyrsta mark sitt fyrir Stjörnuna í kvöld og það var alvöru mark og verður sennilega eitt af þeim betra í sumar. Tristan var fáorður þegar hann var spurður út í markið sem hann skoraði. „Ég veit ekki hvað ég get sagt, ég fæ boltann og fer fram hjá einum og bara negli honum á markið. Ég veit ekki hvað ég get sagt annað en það.“ „Ég er sáttur með þetta [markið] og gaman að skora fyrsta markið,“ svarar Tristan. Stjarnan er með ÍA á botni deildarinnar en bæði lið eru með 1 stig eftir þrjá leiki. Næsti leikur Stjörnunnar er einmitt gegn ÍA á skipaskaga næsta mánudag. Það er stutt á milli leikja en Tristan telur Stjörnumenn vel klára í þá viðureign. „Við erum allir í toppstandi. Við tökum endurheimt á morgun, hvílum okkur fyrir vel næsta leik og einbeitum okkur að næsta verkefni,“ sagði Tristan Freyr Ingólfsson að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Stjarnan í tómu tjóni Víkingur Reykjavík sótti þrjú stig í Garðabæinn í kvöld er Stjarnan tók á móti Víking í Pepsi Max deild karla. Lokatölur 3-2 Víkingum í vil. 13. maí 2021 21:30 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Stjarnan í tómu tjóni Víkingur Reykjavík sótti þrjú stig í Garðabæinn í kvöld er Stjarnan tók á móti Víking í Pepsi Max deild karla. Lokatölur 3-2 Víkingum í vil. 13. maí 2021 21:30