Morten Beck upp á Skaga, Arnar Sveinn í Fylki, Ólöf Sigríður í Þrótt á láni | Fjöldi félagaskipta í gluggalok Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. maí 2021 17:00 Arnar Sveinn Geirsson hefur samið við Fylki. Hér er hann í leik með Blikum. Vísir/Vilhelm Það var nóg um að vera í gærkvöld er knattspyrnulið landsins gerðu hvað þau gátu til að sækja leikmenn skömmu fyrir gluggalok. Félagaskiptaglugginn hér á landi lokaði nefnilega á miðnætti. Stærstu félagaskipti síðustu daga eru þau að Kjartan Henry Finnbogason er genginn til liðs við KR á nýjan leik og Sölvi Snær Guðbjargarson samdi loks við Breiðablik eftir miklar vangaveltur undanfarnar vikur. Hann kom frá Stjörnunni. Þá er vert að nefna að Danny Guthrie samdi við Fram og Marc Wilson við Þrótt Vogum en báðir léku í ensku úralsdeildinni á sínum tíma. Morten Beck Andersen hefur gengið til liðs við ÍA á láni frá FH. Hinn 33 ára gamli framherji hefur leikið með FH síðan 2019 en hann lék með KR sumarið 2016. Hann á að hjálpa Skagamönnum í baráttunni við að halda sæti sínu í deildinni. Forvitnilegt verður að sjá hvort hann fær að spila með ÍA gegn FH í kvöld. Eitt svona fyrir svefnin!Bjóðum Morten Beck hjartanlega velkomin uppá Skaga pic.twitter.com/z4iVG7Qflk— ÍA Akranes FC (@ia_akranes) May 12, 2021 Sigurður Hrannar Þorsteinsson fór frá Skipaskaga niður á Seltjarnarnes seint í gærkvöldi. Um er að ræða 21 árs gamlan miðjumann sem kom við sögu í 14 leikjum í Pepsi Max deildinni síðasta sumar með ÍA. Nú mun hann reyna hjálpa Gróttu að reyna komast upp úr Lengjudeildinni í annað sinn á þremur árum. Arnar Sveinn Geirsson er genginn til liðs við Fylki á nýjan leik eftir að hafa leikið með liðinu á láni frá Breiðabliki á síðustu leiktíð. Arnar Sveinn er uppalinn hjá Val og varð til að mynda Íslandsmeistari með liðinu. Hann hefur verið að glíma við meiðsli í vetur en mun eiga að hjálpa ungu liði Fylkis að lyfta sér upp töfluna í Pepsi Max deildinni. Atli Hrafn Andrason samdi við ÍBV til tveggja ára en hann hefur áður leikið með Breiðablik og Víking Reykjavík. Eyjamenn stefna upp úr Lengjudeildinni og Atli Hrafn vill eflaust fá að spila meira en hann hefur gert undanfarið. ÍBV samdi einnig við hollenska framherjann Seku Canneh á dögunum. Atli Hrafn til ÍBV https://t.co/eDDmLPrihg pic.twitter.com/6fiC8TAUs2— ÍBV Vestmannaeyjar (@IBVsport) May 12, 2021 Þá hefur Ólöf Sigríður Kristinsdóttir verið lánuð frá Val til Þrótt Reykjavíkur annað tímabilið í röð. Ólöf Sigríður skoraði sex mörk í 14 leikjum í Pepsi Max deildinni með Þrótti síðasta sumar. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Stærstu félagaskipti síðustu daga eru þau að Kjartan Henry Finnbogason er genginn til liðs við KR á nýjan leik og Sölvi Snær Guðbjargarson samdi loks við Breiðablik eftir miklar vangaveltur undanfarnar vikur. Hann kom frá Stjörnunni. Þá er vert að nefna að Danny Guthrie samdi við Fram og Marc Wilson við Þrótt Vogum en báðir léku í ensku úralsdeildinni á sínum tíma. Morten Beck Andersen hefur gengið til liðs við ÍA á láni frá FH. Hinn 33 ára gamli framherji hefur leikið með FH síðan 2019 en hann lék með KR sumarið 2016. Hann á að hjálpa Skagamönnum í baráttunni við að halda sæti sínu í deildinni. Forvitnilegt verður að sjá hvort hann fær að spila með ÍA gegn FH í kvöld. Eitt svona fyrir svefnin!Bjóðum Morten Beck hjartanlega velkomin uppá Skaga pic.twitter.com/z4iVG7Qflk— ÍA Akranes FC (@ia_akranes) May 12, 2021 Sigurður Hrannar Þorsteinsson fór frá Skipaskaga niður á Seltjarnarnes seint í gærkvöldi. Um er að ræða 21 árs gamlan miðjumann sem kom við sögu í 14 leikjum í Pepsi Max deildinni síðasta sumar með ÍA. Nú mun hann reyna hjálpa Gróttu að reyna komast upp úr Lengjudeildinni í annað sinn á þremur árum. Arnar Sveinn Geirsson er genginn til liðs við Fylki á nýjan leik eftir að hafa leikið með liðinu á láni frá Breiðabliki á síðustu leiktíð. Arnar Sveinn er uppalinn hjá Val og varð til að mynda Íslandsmeistari með liðinu. Hann hefur verið að glíma við meiðsli í vetur en mun eiga að hjálpa ungu liði Fylkis að lyfta sér upp töfluna í Pepsi Max deildinni. Atli Hrafn Andrason samdi við ÍBV til tveggja ára en hann hefur áður leikið með Breiðablik og Víking Reykjavík. Eyjamenn stefna upp úr Lengjudeildinni og Atli Hrafn vill eflaust fá að spila meira en hann hefur gert undanfarið. ÍBV samdi einnig við hollenska framherjann Seku Canneh á dögunum. Atli Hrafn til ÍBV https://t.co/eDDmLPrihg pic.twitter.com/6fiC8TAUs2— ÍBV Vestmannaeyjar (@IBVsport) May 12, 2021 Þá hefur Ólöf Sigríður Kristinsdóttir verið lánuð frá Val til Þrótt Reykjavíkur annað tímabilið í röð. Ólöf Sigríður skoraði sex mörk í 14 leikjum í Pepsi Max deildinni með Þrótti síðasta sumar. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti