Efna til hönnunarsamkeppni um Fossvogslaug Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. maí 2021 15:59 Ármann bæjarstjóri og Dagur borgarstjóri með undirritaða yfirlýsinguna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um að finna nýrri sameiginlegri sundlaug bæjarfélaganna stað um miðbik Fossvogsdals í göngufæri frá grunnskólum dalsins, Snælandsskóla og Fossvogsskóla. Undirritunin fór fram á mörkum sveitarfélaganna um miðbik Fossvogsdals að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Til að kalla fram bestu lausnir í verkefninu ætla sveitarfélögin að efna sameiginlega til hönnunarsamkeppni um Fossvogslaug í samvinnu við Arkitektafélag Íslands. Skipaður verður undirbúningshópur beggja sveitarfélaga með aðkomu skipulags, íþrótta- og tómstundasviða og skólasviða til að leggja grunn að keppnislýsingunni. Stefnt er að því að sundlagin verði byggð samkvæmt grænum stöðlum og að bílastæði verði eingöngu fyrir fatlað fólk og aðföng. Að öðru leyti mun laugin þjóna nærliggjandi hverfum og gangandi og hjólandi gestum. Áætlun um framkvæmdir verður gerð þegar hönnun, endanleg kostnaðaráætlun og fjármögnun vegna laugarinnar liggur fyrir. Gert er ráð fyrir að kostnaður skiptist til helminga, óháð endanlegri staðsetningu laugarinnar. Búist er við að aðgengi og umferð verði sá þáttur hönnunarsamkeppninnar sem verði hvað viðkvæmastur. „Fossvogsdalur er einstakt svæði, skjólgott og gróðursælt og þarf hönnun sundlaugarmannvirkis, nánari staðsetning og aðkomuleiðir að taka tillit til þeirra sérstöðu sem staðsetningin felur í sér," segir í sameiginlegri niðurstöðu skipulagssviða sveitarfélaganna. Ljóst er að staðsetning Fossvogslaugar kallar á breytingu á skipulagi beggja sveitarfélaga, en þau hafa sameiginlega verið með breytingar á heildardeiliskipulagi dalsins í undirbúningi um hríð. Skipulagsvinnu verður lokið þegar niðurstaða hönnunarsamkeppni Fossvogslaugar liggur fyrir. Skipulag Sundlaugar Reykjavík Kópavogur Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Undirritunin fór fram á mörkum sveitarfélaganna um miðbik Fossvogsdals að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Til að kalla fram bestu lausnir í verkefninu ætla sveitarfélögin að efna sameiginlega til hönnunarsamkeppni um Fossvogslaug í samvinnu við Arkitektafélag Íslands. Skipaður verður undirbúningshópur beggja sveitarfélaga með aðkomu skipulags, íþrótta- og tómstundasviða og skólasviða til að leggja grunn að keppnislýsingunni. Stefnt er að því að sundlagin verði byggð samkvæmt grænum stöðlum og að bílastæði verði eingöngu fyrir fatlað fólk og aðföng. Að öðru leyti mun laugin þjóna nærliggjandi hverfum og gangandi og hjólandi gestum. Áætlun um framkvæmdir verður gerð þegar hönnun, endanleg kostnaðaráætlun og fjármögnun vegna laugarinnar liggur fyrir. Gert er ráð fyrir að kostnaður skiptist til helminga, óháð endanlegri staðsetningu laugarinnar. Búist er við að aðgengi og umferð verði sá þáttur hönnunarsamkeppninnar sem verði hvað viðkvæmastur. „Fossvogsdalur er einstakt svæði, skjólgott og gróðursælt og þarf hönnun sundlaugarmannvirkis, nánari staðsetning og aðkomuleiðir að taka tillit til þeirra sérstöðu sem staðsetningin felur í sér," segir í sameiginlegri niðurstöðu skipulagssviða sveitarfélaganna. Ljóst er að staðsetning Fossvogslaugar kallar á breytingu á skipulagi beggja sveitarfélaga, en þau hafa sameiginlega verið með breytingar á heildardeiliskipulagi dalsins í undirbúningi um hríð. Skipulagsvinnu verður lokið þegar niðurstaða hönnunarsamkeppni Fossvogslaugar liggur fyrir.
Skipulag Sundlaugar Reykjavík Kópavogur Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira