Sjö lífstíðardómar fyrir að myrða sjö skjólstæðinga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. maí 2021 23:35 Verjendur Mays segja hana meðal annars glíma við áfallastreituröskun eftir að hún sinnti herþjónustu í Írak 2003 til 2004. AP Fyrrverandi sjúkraliði í Vestur-Virginíuríki í Bandaríkjunum hefur verið dæmdur í sjöfalt lífstíðarfangelsi fyrir að myrða aldraða skjólstæðinga sína á spítala fyrir bandaríska uppgjafarhermenn. Konan, sem heitir Reta Mays, hafði fyrir dómi gengist við því að hafa orðið sjö skjólstæðingum sínum að bana með því að sprauta þá með insúlíni. Önnur 20 ár bættust við dóminn yfir henni fyrir tilraun til að myrða þann áttunda með sama hætti. Dómarinn sem kvað upp dóminn yfir hinni 46 ára Mays lýsti henni sem „skrímsli af verstu gerð.“ Fórnarlömb Mays voru á aldrinum 81 til 96 ára og höfðu barist undir merkjum Bandaríkjanna á fyrri árum, meðal annars í síðari heimsstyrjöld og Kóreu- og Víetnamsstríðunum. Saksóknarar segja hana hafa sprautað fórnarlömb sín með insúlíni að óþörfu. Það leiddi til skyndilegs blóðsykurfalls sem dró fórnarlömbin til dauða. Mays grét þegar hún ávarpaði dóminn. „Ég get ekkert sagt sem getur veitt aðstandendum nokkra huggun. Ég get aðeins sagt að mér þykir fyrir því að hafa valdið þeim og fjölskyldu minni sársauka. Verjendur Mays segja hana glíma við geðræn vandamál, meðal annars áfallastreituröskun, eftir að hún var í Írak á tíma sínum í bandaríska hernum 2003 til 2004. Dómari féllst á það, en sagði það þó ekki geta útskýrt eða afsakað gjörðir hennar. Fyrir dómi kom meðal annars fram að Mays hefði notað vinnutölvu sína til þess að leita að upplýsingum um kvenkyns raðmorðingja á netinu. Þá er hún þrisvar sögð hafa logið að rannsóknarlögreglunni um sinn hlut í málinu. Bandaríkin Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fleiri fréttir Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Sjá meira
Konan, sem heitir Reta Mays, hafði fyrir dómi gengist við því að hafa orðið sjö skjólstæðingum sínum að bana með því að sprauta þá með insúlíni. Önnur 20 ár bættust við dóminn yfir henni fyrir tilraun til að myrða þann áttunda með sama hætti. Dómarinn sem kvað upp dóminn yfir hinni 46 ára Mays lýsti henni sem „skrímsli af verstu gerð.“ Fórnarlömb Mays voru á aldrinum 81 til 96 ára og höfðu barist undir merkjum Bandaríkjanna á fyrri árum, meðal annars í síðari heimsstyrjöld og Kóreu- og Víetnamsstríðunum. Saksóknarar segja hana hafa sprautað fórnarlömb sín með insúlíni að óþörfu. Það leiddi til skyndilegs blóðsykurfalls sem dró fórnarlömbin til dauða. Mays grét þegar hún ávarpaði dóminn. „Ég get ekkert sagt sem getur veitt aðstandendum nokkra huggun. Ég get aðeins sagt að mér þykir fyrir því að hafa valdið þeim og fjölskyldu minni sársauka. Verjendur Mays segja hana glíma við geðræn vandamál, meðal annars áfallastreituröskun, eftir að hún var í Írak á tíma sínum í bandaríska hernum 2003 til 2004. Dómari féllst á það, en sagði það þó ekki geta útskýrt eða afsakað gjörðir hennar. Fyrir dómi kom meðal annars fram að Mays hefði notað vinnutölvu sína til þess að leita að upplýsingum um kvenkyns raðmorðingja á netinu. Þá er hún þrisvar sögð hafa logið að rannsóknarlögreglunni um sinn hlut í málinu.
Bandaríkin Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fleiri fréttir Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Sjá meira