Til hjálpar fíkniefnaneytendum Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 12. maí 2021 07:00 Nú liggur fyrir á þinginu frumvarp heilbrigðisráðherra um svonefnda afglæpavæðingu neysluskammta á fíkniefnum. Í greinargerð með frumvarpinu er vísað til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem segir að „snúa þurfi af braut harðra refsinga fyrir neyslu fíkniefna og að leggja skuli áherslu á forvarnir og lýðheilsu.“ Á þeim forsendum er það lagt til í frumvarpinu að varsla neysluskammta af fíkniefnum verði heimil og skref tekið í þá átt að vandi fíkniefnanotenda sé meðhöndlaður í heilbrigðiskerfinu fremur en dómskerfinu. Um árabil hafa mál varðandi einkaneyslu verið meðhöndluð þannig að þeim er lokið með sektargerð komi þau til kasta lögreglu. Því hafa fangelsisrefsingar fyrir slík brot í raun verið aflagðar. Það er mikilvæg nálgun og viðhorfsbreyting að fíknisjúkdómar séu meðhöndlaðir sem slíkir innan heilbrigðiskerfisins. Það þekkjum við aðstandendur fíkniefnaneytenda af eigin raun. Við vitum að forvarnir og meðhöndlun fíknisjúkdóma er besta leiðin til að draga úr vandanum. Sá árangur sem náðst hefur í þeim efnum er ekki sjálfgefinn og honum má ekki stefna í hættu. Sú hugsun sem býr að baki frumvarpi heilbrigðisráðherra er ekki röng en skilaboðin sem í því felast eru varasöm. Með því að gera vörslu og neyslu ólögmætra vímuefna refsilausa erum við að senda fólki, sérstaklega ungu fólki, þau skilaboð að þetta sé í lagi. Við þurfum að stíga stærri skref í forvörnum, fræðslu og meðferðarúrræðum áður en við getum farið að huga að því að „normalisera“ neyslu efnanna með þeim hætti sem gert er með frumvarpinu. Neysla eiturlyfja er alvarlegt vandamál sem hefur þungbærar afleiðingar bæði fyrir fíkniefnaneytendur og fyrir fjölskyldur þeirra. Á hverju ári missum við ungmenni úr neyslu. Hvert eitt og einasta er einu of mikið. Það ætti því að vera algjört forgangsmál að efla og auka skilvirkar forvarnir, fræðslu og meðferðarúrræði. Við þurfum að stíga skrefin í réttri röð og ekki auka á þann vanda sem við erum að reyna að leysa. Ef ætlunin er að hjálpa fíkniefnaneytendum þá eigum við að gera einmitt það. Diljá Mist Einarsdóttir Höfundur er hæstaréttarlögmaður, aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og frambjóðandi til 3. sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Fíkn Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir á þinginu frumvarp heilbrigðisráðherra um svonefnda afglæpavæðingu neysluskammta á fíkniefnum. Í greinargerð með frumvarpinu er vísað til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem segir að „snúa þurfi af braut harðra refsinga fyrir neyslu fíkniefna og að leggja skuli áherslu á forvarnir og lýðheilsu.“ Á þeim forsendum er það lagt til í frumvarpinu að varsla neysluskammta af fíkniefnum verði heimil og skref tekið í þá átt að vandi fíkniefnanotenda sé meðhöndlaður í heilbrigðiskerfinu fremur en dómskerfinu. Um árabil hafa mál varðandi einkaneyslu verið meðhöndluð þannig að þeim er lokið með sektargerð komi þau til kasta lögreglu. Því hafa fangelsisrefsingar fyrir slík brot í raun verið aflagðar. Það er mikilvæg nálgun og viðhorfsbreyting að fíknisjúkdómar séu meðhöndlaðir sem slíkir innan heilbrigðiskerfisins. Það þekkjum við aðstandendur fíkniefnaneytenda af eigin raun. Við vitum að forvarnir og meðhöndlun fíknisjúkdóma er besta leiðin til að draga úr vandanum. Sá árangur sem náðst hefur í þeim efnum er ekki sjálfgefinn og honum má ekki stefna í hættu. Sú hugsun sem býr að baki frumvarpi heilbrigðisráðherra er ekki röng en skilaboðin sem í því felast eru varasöm. Með því að gera vörslu og neyslu ólögmætra vímuefna refsilausa erum við að senda fólki, sérstaklega ungu fólki, þau skilaboð að þetta sé í lagi. Við þurfum að stíga stærri skref í forvörnum, fræðslu og meðferðarúrræðum áður en við getum farið að huga að því að „normalisera“ neyslu efnanna með þeim hætti sem gert er með frumvarpinu. Neysla eiturlyfja er alvarlegt vandamál sem hefur þungbærar afleiðingar bæði fyrir fíkniefnaneytendur og fyrir fjölskyldur þeirra. Á hverju ári missum við ungmenni úr neyslu. Hvert eitt og einasta er einu of mikið. Það ætti því að vera algjört forgangsmál að efla og auka skilvirkar forvarnir, fræðslu og meðferðarúrræði. Við þurfum að stíga skrefin í réttri röð og ekki auka á þann vanda sem við erum að reyna að leysa. Ef ætlunin er að hjálpa fíkniefnaneytendum þá eigum við að gera einmitt það. Diljá Mist Einarsdóttir Höfundur er hæstaréttarlögmaður, aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og frambjóðandi til 3. sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar