Ásmundur vill kanna hvort Alþingi sé ekki örugglega vímuefnalaus vinnustaður Jakob Bjarnar skrifar 11. maí 2021 15:06 Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins tekur heilshugar undir með manni sem ritaði þingheimi öllum bréf þar sem frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta er fordæmt. vísir/vilhelm Ásmundur Friðriksson hefur lýst yfir þeim vilja sínum að kannað verði sérstaklega hvort Alþingi Íslendinga sé ekki vímuefnalaus vinnustaður og sýni þannig gott fordæmi. Þingmenn ráku sumir hverjir upp stór augu þegar þeim í morgun barst tölvupóstur frá Ásmundi þar sem hann tók afar einarða afstöðu í fíkniefnamálum: „Bestu þakkir fyrir þennan póst og þessar hugleiðingar þínar. Tek heilshugar undir þær. Það væri vel til fundið að kanna hvort Alþingi sé ekki vímuefnalaus vinnustaður og sýna þannig gott fordæmi,“ segir í tölvupósti Ásmundar sem Vísir hefur undir höndum. En þegar nánar er að gáð kemur í ljós að þarna er um að ræða svar Ásmundar til einstaklings sem hafði sent bréf sem stílað var á þingheim allan. Þar geldur sá, í alllöngu máli, varhug við afglæpavæðingu neysluskammta sem mjög hefur verið til umræðu á þinginu vegna frumvarps Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Afstaða til þess virðist ganga þvert á flokkslínur og þvert á stjórn/stjórnarandstöðu, eins og sýnir sig í afdráttarlausu bréfi Ásmundar. Ekki liggur fyrir hvort Ásmundur ætlaði að gera „svara öllum“ fyrir slysni eða hvort hann ætlaði svarpóst sinn einungis til bréfritara. Í bréfinu til þingmanna, því sem Ásmundur kvittar heilshugar undir, segir meðal annars: „Ég heiti á ykkur ágætu þingmenn að hugleiða mjög vel afstöðu ykkar til þess hvort heimila eigi neyslu eiturlyfja í okkar góða þjóðfélagi. Hugsið til fjölskyldna ykkar og um framtíð afkomenda ykkar þegar þið greiðið þessu skelfilega frumvarpi heilbrigðisráðherra atkvæði.“ Alþingi Heilbrigðismál Lyf Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fíkn Tengdar fréttir Miðflokkurinn svarar frumvarpi um afglæpavæðingu neysluskammta Þingmenn Miðflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um viðspyrnu við vímuefnavanda og fíkn. Málið má kalla andsvar þeirra við frumvarpi heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta sem flokkurinn hefur verið mótfallinn. 10. maí 2021 14:54 Sextíu prósent Íslendinga eru fylgjandi afglæpavæðingu neysluskammta Sextíu prósent landsmanna eru nú fylgjandi afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna, ef marka má nýja könnun Félagsvísindastofnunar. 29. apríl 2021 06:41 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Þingmenn ráku sumir hverjir upp stór augu þegar þeim í morgun barst tölvupóstur frá Ásmundi þar sem hann tók afar einarða afstöðu í fíkniefnamálum: „Bestu þakkir fyrir þennan póst og þessar hugleiðingar þínar. Tek heilshugar undir þær. Það væri vel til fundið að kanna hvort Alþingi sé ekki vímuefnalaus vinnustaður og sýna þannig gott fordæmi,“ segir í tölvupósti Ásmundar sem Vísir hefur undir höndum. En þegar nánar er að gáð kemur í ljós að þarna er um að ræða svar Ásmundar til einstaklings sem hafði sent bréf sem stílað var á þingheim allan. Þar geldur sá, í alllöngu máli, varhug við afglæpavæðingu neysluskammta sem mjög hefur verið til umræðu á þinginu vegna frumvarps Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Afstaða til þess virðist ganga þvert á flokkslínur og þvert á stjórn/stjórnarandstöðu, eins og sýnir sig í afdráttarlausu bréfi Ásmundar. Ekki liggur fyrir hvort Ásmundur ætlaði að gera „svara öllum“ fyrir slysni eða hvort hann ætlaði svarpóst sinn einungis til bréfritara. Í bréfinu til þingmanna, því sem Ásmundur kvittar heilshugar undir, segir meðal annars: „Ég heiti á ykkur ágætu þingmenn að hugleiða mjög vel afstöðu ykkar til þess hvort heimila eigi neyslu eiturlyfja í okkar góða þjóðfélagi. Hugsið til fjölskyldna ykkar og um framtíð afkomenda ykkar þegar þið greiðið þessu skelfilega frumvarpi heilbrigðisráðherra atkvæði.“
Alþingi Heilbrigðismál Lyf Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fíkn Tengdar fréttir Miðflokkurinn svarar frumvarpi um afglæpavæðingu neysluskammta Þingmenn Miðflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um viðspyrnu við vímuefnavanda og fíkn. Málið má kalla andsvar þeirra við frumvarpi heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta sem flokkurinn hefur verið mótfallinn. 10. maí 2021 14:54 Sextíu prósent Íslendinga eru fylgjandi afglæpavæðingu neysluskammta Sextíu prósent landsmanna eru nú fylgjandi afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna, ef marka má nýja könnun Félagsvísindastofnunar. 29. apríl 2021 06:41 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Miðflokkurinn svarar frumvarpi um afglæpavæðingu neysluskammta Þingmenn Miðflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um viðspyrnu við vímuefnavanda og fíkn. Málið má kalla andsvar þeirra við frumvarpi heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta sem flokkurinn hefur verið mótfallinn. 10. maí 2021 14:54
Sextíu prósent Íslendinga eru fylgjandi afglæpavæðingu neysluskammta Sextíu prósent landsmanna eru nú fylgjandi afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna, ef marka má nýja könnun Félagsvísindastofnunar. 29. apríl 2021 06:41