Hundrað dagar frá valdaráninu í Mjanmar Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2021 14:02 Frá mótmælum í Mjanmar í dag. AP Hundrað dagar eru liðnir frá því her Mjanmar tók þar völd. Það var gert á grundvelli grunsamlegra ásakana um kosningasvindl og var Aung San Suu Kyi, leiðtoga ríkisins komið frá völdum. Síðan þá hefur mikil óreiða og hundruð almennra borgara liggja í valnum. Þrátt fyrir töluverðan utanaðkomandi þrýsting hefur herstjórnin ekki sýnt fram á að meðlimir hennar hafi áhuga á að breyta um stefnu. Yfirvöld í Kína og Rússlandi hafa hingað til komið í veg fyrir refsiaðaðgerðir á vegum Sameinuðu þjóðanna. Hagkerfi Mjanmar hefur þrátt fyrir það beðið mikla hnekki vegna umfangsmikilla verkfalla. Herstjórninni hefur að mestu gengið vel í að loka á sjálfstæða fjölmiðla og koma í veg fyrir mjög fjölmenn mótmæli með því að beita miklu valdi. AP fréttaveitan segir til að mynda að talið sé að rúmlega 750 mótmælendur og aðrir borgarar hafi verið felldir af öryggissveitum Mjanmar frá valdaráninu. Blaðakonan Thin Lei Win segir að herstjórnin telji líklegast að daglegt líf sé að færast aftur í eðlilegt horf í Mjanmar og þá aðallega vegna þess að þeir eru að drepa færri en þeir hafa verið að gera. Hins vegar sé það ekki hennar tilfinning eftir að hafa rætt við íbúa. Andstaðan við herstjórnina sé hins vegar ekki eins sýnileg og hún var. David Mathieson, annar sérfræðingur um málefni Mjanmar sem rætt var við segir að útlit sé fyrir að vegna þess mikla ofbeldis sem herstjórnin hafi beitt, séu andstæðingar hennar tilbúnir til að beita meira ofbeldi en áður. Hann segist þegar hafa séð ummerki um það og að sá möguleiki sé fyrir hendi að Mjanmar gæti gengið í gegnum mikið átakatímabil. AFP fréttaveitan segir frá því að margir andstæðingar herstjórnarinnar hafi flúið í faðm skæruliða á landamærum Mjanmar. Þar hafi átök aukist að undanförnu en skæruliðar hafi einnig veitt fólki þjálfun í vopnaburði. Mjanmar Tengdar fréttir Mótmælaskáld deyr eftir yfirheyrslur: Líkamsleifunum skilað án líffæra Eiginkona ljóðskáldsins Khet Thi segir hann hafa látist eftir að hafa verið handtekinn og færður til yfirheyrslu á laugardag. Líkamsleifum hans var skilað í kjölfarið en án innri líffæra. 10. maí 2021 08:11 Var læstur úti í eigin sendiráði og varði nóttinni í bílnum Sendiherra Mjanmar í London þurfti að eyða nóttinni í bíl sínum eftir að honum var neitað um inngöngu í sendiráðið þar sem hann alla jafna ræður ríkjum. 8. apríl 2021 06:51 Meira en 40 börn hafa látist í átökunum í Mjanmar Minnst 43 börn hafa verið drepin af mjanmarska hernum frá 1. febrúar síðastliðnum, þegar herinn rændi völdum í landinu. Frá valdaráninu hafa stuðningsmenn lýðræðislega kjörinnar ríkisstjórnar landsins og herinn tekist á og hundruð dáið í átökunum. 1. apríl 2021 17:44 Fordæma ofbeldið í kjölfar blóðugasta dags mótmælanna Morð stjórnvalda í Mjanmar á fjölda mótmælenda hafa vakið hörð viðbrögð annarra þjóða, en utanríkisráðherrar tólf þjóða hafa fordæmt athæfi herforingjastjórnarinnar í landinu, sem beitir mótmælendur hörðu ofbeldi í kjölfar valdaránsins sem framið var í landinu í upphafi febrúar. 28. mars 2021 13:25 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Þrátt fyrir töluverðan utanaðkomandi þrýsting hefur herstjórnin ekki sýnt fram á að meðlimir hennar hafi áhuga á að breyta um stefnu. Yfirvöld í Kína og Rússlandi hafa hingað til komið í veg fyrir refsiaðaðgerðir á vegum Sameinuðu þjóðanna. Hagkerfi Mjanmar hefur þrátt fyrir það beðið mikla hnekki vegna umfangsmikilla verkfalla. Herstjórninni hefur að mestu gengið vel í að loka á sjálfstæða fjölmiðla og koma í veg fyrir mjög fjölmenn mótmæli með því að beita miklu valdi. AP fréttaveitan segir til að mynda að talið sé að rúmlega 750 mótmælendur og aðrir borgarar hafi verið felldir af öryggissveitum Mjanmar frá valdaráninu. Blaðakonan Thin Lei Win segir að herstjórnin telji líklegast að daglegt líf sé að færast aftur í eðlilegt horf í Mjanmar og þá aðallega vegna þess að þeir eru að drepa færri en þeir hafa verið að gera. Hins vegar sé það ekki hennar tilfinning eftir að hafa rætt við íbúa. Andstaðan við herstjórnina sé hins vegar ekki eins sýnileg og hún var. David Mathieson, annar sérfræðingur um málefni Mjanmar sem rætt var við segir að útlit sé fyrir að vegna þess mikla ofbeldis sem herstjórnin hafi beitt, séu andstæðingar hennar tilbúnir til að beita meira ofbeldi en áður. Hann segist þegar hafa séð ummerki um það og að sá möguleiki sé fyrir hendi að Mjanmar gæti gengið í gegnum mikið átakatímabil. AFP fréttaveitan segir frá því að margir andstæðingar herstjórnarinnar hafi flúið í faðm skæruliða á landamærum Mjanmar. Þar hafi átök aukist að undanförnu en skæruliðar hafi einnig veitt fólki þjálfun í vopnaburði.
Mjanmar Tengdar fréttir Mótmælaskáld deyr eftir yfirheyrslur: Líkamsleifunum skilað án líffæra Eiginkona ljóðskáldsins Khet Thi segir hann hafa látist eftir að hafa verið handtekinn og færður til yfirheyrslu á laugardag. Líkamsleifum hans var skilað í kjölfarið en án innri líffæra. 10. maí 2021 08:11 Var læstur úti í eigin sendiráði og varði nóttinni í bílnum Sendiherra Mjanmar í London þurfti að eyða nóttinni í bíl sínum eftir að honum var neitað um inngöngu í sendiráðið þar sem hann alla jafna ræður ríkjum. 8. apríl 2021 06:51 Meira en 40 börn hafa látist í átökunum í Mjanmar Minnst 43 börn hafa verið drepin af mjanmarska hernum frá 1. febrúar síðastliðnum, þegar herinn rændi völdum í landinu. Frá valdaráninu hafa stuðningsmenn lýðræðislega kjörinnar ríkisstjórnar landsins og herinn tekist á og hundruð dáið í átökunum. 1. apríl 2021 17:44 Fordæma ofbeldið í kjölfar blóðugasta dags mótmælanna Morð stjórnvalda í Mjanmar á fjölda mótmælenda hafa vakið hörð viðbrögð annarra þjóða, en utanríkisráðherrar tólf þjóða hafa fordæmt athæfi herforingjastjórnarinnar í landinu, sem beitir mótmælendur hörðu ofbeldi í kjölfar valdaránsins sem framið var í landinu í upphafi febrúar. 28. mars 2021 13:25 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Mótmælaskáld deyr eftir yfirheyrslur: Líkamsleifunum skilað án líffæra Eiginkona ljóðskáldsins Khet Thi segir hann hafa látist eftir að hafa verið handtekinn og færður til yfirheyrslu á laugardag. Líkamsleifum hans var skilað í kjölfarið en án innri líffæra. 10. maí 2021 08:11
Var læstur úti í eigin sendiráði og varði nóttinni í bílnum Sendiherra Mjanmar í London þurfti að eyða nóttinni í bíl sínum eftir að honum var neitað um inngöngu í sendiráðið þar sem hann alla jafna ræður ríkjum. 8. apríl 2021 06:51
Meira en 40 börn hafa látist í átökunum í Mjanmar Minnst 43 börn hafa verið drepin af mjanmarska hernum frá 1. febrúar síðastliðnum, þegar herinn rændi völdum í landinu. Frá valdaráninu hafa stuðningsmenn lýðræðislega kjörinnar ríkisstjórnar landsins og herinn tekist á og hundruð dáið í átökunum. 1. apríl 2021 17:44
Fordæma ofbeldið í kjölfar blóðugasta dags mótmælanna Morð stjórnvalda í Mjanmar á fjölda mótmælenda hafa vakið hörð viðbrögð annarra þjóða, en utanríkisráðherrar tólf þjóða hafa fordæmt athæfi herforingjastjórnarinnar í landinu, sem beitir mótmælendur hörðu ofbeldi í kjölfar valdaránsins sem framið var í landinu í upphafi febrúar. 28. mars 2021 13:25