Dalvíkingar stoltir af því að geta boðið upp á leik í efstu deild á „besta velli landsins“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. maí 2021 10:01 Úr leik á Dalvíkurvelli í blíðskaparveðri. mynd/jóhann már kristinsson Í fyrsta sinn í 24 ár fer fram leikur í efstu deild karla á Dalvík þegar KA tekur á móti nýliðum Leiknis R. í dag. „Af því við erum með besta völlinn,“ svaraði Kristinn Björnsson, framkvæmdastjóri Dalvíkur, hlæjandi er hann var spurður af hverju leikurinn í dag færi fram á Dalvíkurvelli. Svarið er gott en er þó aðeins flóknara en svo. Heimavöllur KA, Greifavöllurinn, er ekki tilbúinn og KA-menn leituðu því á náðir Dalvíkinga. „Þeir höfðu bara samband við okkur. Þeir hafa áður æft og leitað til okkar. Það lá beinast við fyrir þá að færa leikinn til Dalvíkur,“ sagði Kristinn. Dalvíkurvöllur í öllu sínu veldi.mynd/jóhann már kristinsson Nýr gervigrasvöllur var tekinn í notkun á Dalvík síðsumars 2019. „Þetta er nýjasta nýtt. Þetta er nákvæmlega eins völlur og hjá Fylki og Víkingi R. Upphitaður gervigrasvöllur í fullri stærð með innbyggðu vökvunarkerfi,“ sagði Kristinn. Fótboltatengd ferðaþjónusta Dalvíkingar sáu sóknarfæri í kórónuveirufaraldrinum og buðu liðum til sín í æfingaferðir þegar ekki var hægt að ferðast erlendis. „Við sáum okkur leik á borði þegar covid byrjaði. Þá sýndu lið áhuga á að fara í æfingaferðir innanlands. Í fyrra fengum við nokkur lið og núna áttum við að fá fimm eða sex lið en þá kom enn ein bylgjan og hún stöðvaði það. Við fengum bara eitt lið til okkar fyrir tveimur vikum,“ sagði Kristinn. Íþróttasvæðið á Dalvík.mynd/jóhann már kristinsson „Við vorum búnir að gera pakka fyrir liðin, með mat, gistingu, líkamsræktaraðstöðu, sund, völlinn og allt á sama blettinum. Við sjáum enn tækifæri í þessu á næstu árum og jafnvel að færa þetta niður í yngri flokka.“ Kristinn segir ekki ljóst hvort fleiri leikir KA fari fram á Dalvíkurvelli. KA-menn eru allavega ánægðir með völlinn og þjálfari liðsins, Arnar Grétarsson, lét hafa eftir sér að hann vildi spila alla leiki þar. Umdeild framkvæmd „Þeir taka þetta dag frá degi en vilja spila hérna. Okkur finnst hrikalega gaman að fá svona verkefni til okkar og lítum á þetta sem viðurkenningu fyrir svæðið,“ sagði Kristinn og bætti við að sú stóra framkvæmd að reisa nýjan völl sé að borga sig. „Þetta var lengi í bígerð, fór inn og út af borði hjá bæjarstjórn. Það voru smá átök og ekki endilega sátt um þetta enda risaframkvæmd í litlu bæjarfélagi. En þetta er mikil viðurkenning og völlurinn hefur verið gríðarlega mikið notaður.“ Leikur KA og Leiknis hefst klukkan 17:30. Áskrifendur Stöðvar 2 Sports geta fylgst með honum í beinni útsendingu í gegnum vefsjónvarp á stod2.is. Pepsi Max-deild karla KA Dalvíkurbyggð Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira
„Af því við erum með besta völlinn,“ svaraði Kristinn Björnsson, framkvæmdastjóri Dalvíkur, hlæjandi er hann var spurður af hverju leikurinn í dag færi fram á Dalvíkurvelli. Svarið er gott en er þó aðeins flóknara en svo. Heimavöllur KA, Greifavöllurinn, er ekki tilbúinn og KA-menn leituðu því á náðir Dalvíkinga. „Þeir höfðu bara samband við okkur. Þeir hafa áður æft og leitað til okkar. Það lá beinast við fyrir þá að færa leikinn til Dalvíkur,“ sagði Kristinn. Dalvíkurvöllur í öllu sínu veldi.mynd/jóhann már kristinsson Nýr gervigrasvöllur var tekinn í notkun á Dalvík síðsumars 2019. „Þetta er nýjasta nýtt. Þetta er nákvæmlega eins völlur og hjá Fylki og Víkingi R. Upphitaður gervigrasvöllur í fullri stærð með innbyggðu vökvunarkerfi,“ sagði Kristinn. Fótboltatengd ferðaþjónusta Dalvíkingar sáu sóknarfæri í kórónuveirufaraldrinum og buðu liðum til sín í æfingaferðir þegar ekki var hægt að ferðast erlendis. „Við sáum okkur leik á borði þegar covid byrjaði. Þá sýndu lið áhuga á að fara í æfingaferðir innanlands. Í fyrra fengum við nokkur lið og núna áttum við að fá fimm eða sex lið en þá kom enn ein bylgjan og hún stöðvaði það. Við fengum bara eitt lið til okkar fyrir tveimur vikum,“ sagði Kristinn. Íþróttasvæðið á Dalvík.mynd/jóhann már kristinsson „Við vorum búnir að gera pakka fyrir liðin, með mat, gistingu, líkamsræktaraðstöðu, sund, völlinn og allt á sama blettinum. Við sjáum enn tækifæri í þessu á næstu árum og jafnvel að færa þetta niður í yngri flokka.“ Kristinn segir ekki ljóst hvort fleiri leikir KA fari fram á Dalvíkurvelli. KA-menn eru allavega ánægðir með völlinn og þjálfari liðsins, Arnar Grétarsson, lét hafa eftir sér að hann vildi spila alla leiki þar. Umdeild framkvæmd „Þeir taka þetta dag frá degi en vilja spila hérna. Okkur finnst hrikalega gaman að fá svona verkefni til okkar og lítum á þetta sem viðurkenningu fyrir svæðið,“ sagði Kristinn og bætti við að sú stóra framkvæmd að reisa nýjan völl sé að borga sig. „Þetta var lengi í bígerð, fór inn og út af borði hjá bæjarstjórn. Það voru smá átök og ekki endilega sátt um þetta enda risaframkvæmd í litlu bæjarfélagi. En þetta er mikil viðurkenning og völlurinn hefur verið gríðarlega mikið notaður.“ Leikur KA og Leiknis hefst klukkan 17:30. Áskrifendur Stöðvar 2 Sports geta fylgst með honum í beinni útsendingu í gegnum vefsjónvarp á stod2.is.
Pepsi Max-deild karla KA Dalvíkurbyggð Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira