Fyrsta tap Íslandsmeistara úti í Eyjum í átta ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2021 10:30 Delaney Baie Pridham, sem er kölluð DB, var valin besti maður vallarins af ÍBV en hún skoraði tvö fyrstu mörk Eyjaliðsins í leiknum. Instagram/@ibvstelpur Eyjakonur komu flestum á óvart með 4-2 sigri á Íslandsmeisturum Breiðabliks á Hásteinsvellinum í gær. Önnur umferð Pepsi Max deildar kvenna byrjaði á mjög óvæntum úrslitum og ÍBV, sem var spáð eitt af neðstu sætunum í deildinni, sýndi þá að liðið er stórhættulegt fyrir hvaða mótherja sem er. Blikakonur fengu draumabyrjun og komust í 1-0 í upphafi leiks en þegar þær gengu til hálfleiks þá voru þær 4-1 undir. ÍBV missti Olgu Sevcovu af velli með rautt spjald í uppbótatíma fyrri hálfleiks en hélt út manni færri í seinni hálfleik og vann leikinn 4-2. Þetta voru fyrstu stig Eyjakvenna í sumar. Nýju erlendu leikmennirnir í liði ÍBV eru mjög öflugir, framherjarnir Delaney Baie Pridham og Viktorija Zaicikova skoruðu báðar tvö mörk og miðverðirnir Antoinette Jewel Williams og Liana Hinds eru báðar kraftmiklir varnarmenn. Tveir allra bestu leikmenn vallarins voru þó markvörðurinn Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving og fyrirliðinn Hanna Kallmaier inn á miðjunni. Breiðablikskonur urðu þar með fyrstu ríkjandi Íslandsmeistararnir í átta ár sem tapa leik í deildinni á Hásteinsvellinum í Vestmannaeyjum. Íslandsmeistararnir frá og með árinu 2014 höfðu unnið sex leiki og gert eitt jafntefli út í Eyjum. Síðast unnu Eyjakonur ríkjandi Íslandsmeistara sumarið 2013 þegar Þór/KA mætti út í Eyjar og þurfti að sætta sig við 3-2 tap. Breiðablik hafði enn fremur unnið síðustu þrjá deildarleiki liðanna með markatölunni 21-2 þar af 8-0 á Kópavogsvellinum í síðasta leik liðanna í fyrra. Það er ljóst á þessum úrslitum að ÍBV liðið ætlar ekkert að vera í fallbaráttunni í sumar og spámenn landsins þurfa aðeins að endurskoða mat sitt á þessum baráttuglöðum Eyjakonum. Heimsóknir Íslandsmeistara út í Eyjar í Pepsi Max deildinni síðustu ár: 2021 Breiðablik: 4-2 tap 2020 Valur: 3-1 sigur 2019 Breiðablik: 2-0 sigur 2018 Þór/KA: 2-1 sigur 2017 Stjarnan: 1-1 jafntefli 2016 Breiðablik: 4-0 sigur 2015 Stjarnan: 1-0 sigur 2014 Stjarnan: 4-0 sigur 2013 Þór/KA: 3-2 tap Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Breiðablik Mest lesið Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Sjá meira
Önnur umferð Pepsi Max deildar kvenna byrjaði á mjög óvæntum úrslitum og ÍBV, sem var spáð eitt af neðstu sætunum í deildinni, sýndi þá að liðið er stórhættulegt fyrir hvaða mótherja sem er. Blikakonur fengu draumabyrjun og komust í 1-0 í upphafi leiks en þegar þær gengu til hálfleiks þá voru þær 4-1 undir. ÍBV missti Olgu Sevcovu af velli með rautt spjald í uppbótatíma fyrri hálfleiks en hélt út manni færri í seinni hálfleik og vann leikinn 4-2. Þetta voru fyrstu stig Eyjakvenna í sumar. Nýju erlendu leikmennirnir í liði ÍBV eru mjög öflugir, framherjarnir Delaney Baie Pridham og Viktorija Zaicikova skoruðu báðar tvö mörk og miðverðirnir Antoinette Jewel Williams og Liana Hinds eru báðar kraftmiklir varnarmenn. Tveir allra bestu leikmenn vallarins voru þó markvörðurinn Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving og fyrirliðinn Hanna Kallmaier inn á miðjunni. Breiðablikskonur urðu þar með fyrstu ríkjandi Íslandsmeistararnir í átta ár sem tapa leik í deildinni á Hásteinsvellinum í Vestmannaeyjum. Íslandsmeistararnir frá og með árinu 2014 höfðu unnið sex leiki og gert eitt jafntefli út í Eyjum. Síðast unnu Eyjakonur ríkjandi Íslandsmeistara sumarið 2013 þegar Þór/KA mætti út í Eyjar og þurfti að sætta sig við 3-2 tap. Breiðablik hafði enn fremur unnið síðustu þrjá deildarleiki liðanna með markatölunni 21-2 þar af 8-0 á Kópavogsvellinum í síðasta leik liðanna í fyrra. Það er ljóst á þessum úrslitum að ÍBV liðið ætlar ekkert að vera í fallbaráttunni í sumar og spámenn landsins þurfa aðeins að endurskoða mat sitt á þessum baráttuglöðum Eyjakonum. Heimsóknir Íslandsmeistara út í Eyjar í Pepsi Max deildinni síðustu ár: 2021 Breiðablik: 4-2 tap 2020 Valur: 3-1 sigur 2019 Breiðablik: 2-0 sigur 2018 Þór/KA: 2-1 sigur 2017 Stjarnan: 1-1 jafntefli 2016 Breiðablik: 4-0 sigur 2015 Stjarnan: 1-0 sigur 2014 Stjarnan: 4-0 sigur 2013 Þór/KA: 3-2 tap
Heimsóknir Íslandsmeistara út í Eyjar í Pepsi Max deildinni síðustu ár: 2021 Breiðablik: 4-2 tap 2020 Valur: 3-1 sigur 2019 Breiðablik: 2-0 sigur 2018 Þór/KA: 2-1 sigur 2017 Stjarnan: 1-1 jafntefli 2016 Breiðablik: 4-0 sigur 2015 Stjarnan: 1-0 sigur 2014 Stjarnan: 4-0 sigur 2013 Þór/KA: 3-2 tap
Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Breiðablik Mest lesið Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Sjá meira