„Ömurlegur völlur og vindur“ Atli Arason skrifar 9. maí 2021 22:08 Daníel Laxdal er fyrirliði Stjörnunnar. vísir/hulda margrét Eftir tvö leiki í deildinni hefur Stjarnan leikið við báða nýliðana og ekki enn þá skorað mark í þessum tveimur leikjum. Daníel Laxdal var eðlilega óánægður með 2-0 tapið í Keflavík í kvöld. „Ég er mjög fúll. Þetta voru erfiðar aðstæður, ömurlegur völlur og vindur. Það á reyndar við fyrir bæði lið. Þeir fá þetta víti sem ég veit ekki alveg með. Svo ætlum við að snúa þessu við í seinni hálfleik en það gekk ekki alveg upp hjá okkur og þeir voru mjög góðir í skyndisóknum. Þegar við missum boltann þá fáum við þá á fullu í andlitið á okkur oft og mörgu sinnum,“ sagði Daníel í viðtali eftir leik. Fyrsta mark Keflavíkur kom úr vítaspyrnu og það voru skiptar skoðanir á því hvort að Vilhjálmur Alvar átti að dæma vítaspyrnu eða ekki. Daníel fannst þetta skrítinn dómur. „Brynjar nær boltanum og svo klessa þeir á hvorn annan. Halli er stærri og sterkari og hann skýst af honum. Dómarinn var mjög lengi að hugsa þetta og ég veit ekki hvaða upplýsingar hann hefur fengið en ég var ósáttur, maður er svo sem alltaf ósáttur að fá á sig víti en ég veit ekki alveg með þetta,“ svaraði Daníel aðspurður út í vítaspyrnuna. Daníel slapp ekki úr viðtali án þess að vera spurður aðeins út í mál málanna í vikunni sem leið, brottrekstur Rúnars Páls. Þegar leið á leikinn í kvöld fór stuðningsmannasveit Stjörnunnar, Silfurskeiðin, að syngja nafn Rúnars meira og hærra. „Þetta var skrítið. Maður er búinn að vera lengi með honum og mér þykir vænt um kallinn. Við þurfum að gleyma þessu og einbeita okkur að mótinu fram undan.“ „Rúnar var búinn að vera lengi hérna og hann er goðsögn í klúbbnum. Það er allt skrítið við þetta og ég veit bara ekki hvað ég á að segja meira,“ sagði Daníel Laxdal, fyrirliði Stjörnunnar, að lokum. Pepsi Max-deild karla Stjarnan Keflavík ÍF Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Leik Lokið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira
„Ég er mjög fúll. Þetta voru erfiðar aðstæður, ömurlegur völlur og vindur. Það á reyndar við fyrir bæði lið. Þeir fá þetta víti sem ég veit ekki alveg með. Svo ætlum við að snúa þessu við í seinni hálfleik en það gekk ekki alveg upp hjá okkur og þeir voru mjög góðir í skyndisóknum. Þegar við missum boltann þá fáum við þá á fullu í andlitið á okkur oft og mörgu sinnum,“ sagði Daníel í viðtali eftir leik. Fyrsta mark Keflavíkur kom úr vítaspyrnu og það voru skiptar skoðanir á því hvort að Vilhjálmur Alvar átti að dæma vítaspyrnu eða ekki. Daníel fannst þetta skrítinn dómur. „Brynjar nær boltanum og svo klessa þeir á hvorn annan. Halli er stærri og sterkari og hann skýst af honum. Dómarinn var mjög lengi að hugsa þetta og ég veit ekki hvaða upplýsingar hann hefur fengið en ég var ósáttur, maður er svo sem alltaf ósáttur að fá á sig víti en ég veit ekki alveg með þetta,“ svaraði Daníel aðspurður út í vítaspyrnuna. Daníel slapp ekki úr viðtali án þess að vera spurður aðeins út í mál málanna í vikunni sem leið, brottrekstur Rúnars Páls. Þegar leið á leikinn í kvöld fór stuðningsmannasveit Stjörnunnar, Silfurskeiðin, að syngja nafn Rúnars meira og hærra. „Þetta var skrítið. Maður er búinn að vera lengi með honum og mér þykir vænt um kallinn. Við þurfum að gleyma þessu og einbeita okkur að mótinu fram undan.“ „Rúnar var búinn að vera lengi hérna og hann er goðsögn í klúbbnum. Það er allt skrítið við þetta og ég veit bara ekki hvað ég á að segja meira,“ sagði Daníel Laxdal, fyrirliði Stjörnunnar, að lokum.
Pepsi Max-deild karla Stjarnan Keflavík ÍF Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Leik Lokið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira