Nýjum sáttmála ætlað að fækka árekstrum Atli Ísleifsson skrifar 8. maí 2021 12:50 Frá undirrituninni í Fáksheimilinu í morgun. Skjáskot Sérstakur sáttmáli hestafólks og fulltrúa annarra vegfarendahópa var undirritaður í félagsheimili Fáks í Víðidal í morgun. Er það gert í ljósi tíðra óhappa og slysa að undanförnu og ákváðu fulltrúar mismunandi hópar vegfarenda að taka höndum saman um sáttmála sem legið geti til grundavallar fræðslu fyrir alla hlutaðeigandi svo öryggi þeirra og annarra sé sem best tryggt. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra leiddi fundinn og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Samgöngustofu, kynnti séstaka fræðslumynd. Í hópi félaga sem undirrituðu sáttmálann má nefna samtök hestafólks, hjólreiðafólks, bifreiðaeigenda, hundaeigenda, bifhjólamanna, skíðafélaga, Samgöngustofu og Vegagerðarinnar svo einhver séu nefnd. Hafa verið árekstrar Guðni Halldórsson, formaður Landssambands hestamanna, segist mjög ánægður með hinn nýja sáttmála. „Já þetta er mjög gleðilegt og ánægjulegt og mikilvægt að nú höfum við aðilar allra útivistarhópa sem eru að nota stíga og troðninga og vegi í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og um landið allt ákveðið að hittast og gera með sér sáttmála, samkomulag sem byggir á jákvæðum grunni þannig að menn ætla að kappkosta við að bæta samskipti og lifa í sátt og samlyndi. Það hafa náttúrulega verið árekstrar og slys á milli hópa og samskiptin hafa oft ekki verið nógu góð. Nú á að snúa bökum saman og reyna bæta þetta með heildarhagsmuni allra sem njóta náttúrunnar að leiðarljósi.“ Hestar Hjólreiðar Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Óttast stórslys vegna mikils ágangs á reiðstígum Hestamenn hafa áhyggjur af auknum ágangi á reiðvegum í höfuðborginni, sem geti leitt til stórslysa. Dæmi eru um að hjólreiða- og motorcrossfólk nýti sér stígana sem hefur leitt til þess að knapar veigri sér við að fara í útreiðartúra. 29. apríl 2021 20:01 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra leiddi fundinn og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Samgöngustofu, kynnti séstaka fræðslumynd. Í hópi félaga sem undirrituðu sáttmálann má nefna samtök hestafólks, hjólreiðafólks, bifreiðaeigenda, hundaeigenda, bifhjólamanna, skíðafélaga, Samgöngustofu og Vegagerðarinnar svo einhver séu nefnd. Hafa verið árekstrar Guðni Halldórsson, formaður Landssambands hestamanna, segist mjög ánægður með hinn nýja sáttmála. „Já þetta er mjög gleðilegt og ánægjulegt og mikilvægt að nú höfum við aðilar allra útivistarhópa sem eru að nota stíga og troðninga og vegi í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og um landið allt ákveðið að hittast og gera með sér sáttmála, samkomulag sem byggir á jákvæðum grunni þannig að menn ætla að kappkosta við að bæta samskipti og lifa í sátt og samlyndi. Það hafa náttúrulega verið árekstrar og slys á milli hópa og samskiptin hafa oft ekki verið nógu góð. Nú á að snúa bökum saman og reyna bæta þetta með heildarhagsmuni allra sem njóta náttúrunnar að leiðarljósi.“
Hestar Hjólreiðar Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Óttast stórslys vegna mikils ágangs á reiðstígum Hestamenn hafa áhyggjur af auknum ágangi á reiðvegum í höfuðborginni, sem geti leitt til stórslysa. Dæmi eru um að hjólreiða- og motorcrossfólk nýti sér stígana sem hefur leitt til þess að knapar veigri sér við að fara í útreiðartúra. 29. apríl 2021 20:01 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira
Óttast stórslys vegna mikils ágangs á reiðstígum Hestamenn hafa áhyggjur af auknum ágangi á reiðvegum í höfuðborginni, sem geti leitt til stórslysa. Dæmi eru um að hjólreiða- og motorcrossfólk nýti sér stígana sem hefur leitt til þess að knapar veigri sér við að fara í útreiðartúra. 29. apríl 2021 20:01