Banaslysið í Plastgerðinni: Þrír yfirmenn dæmdir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. maí 2021 16:29 Dómur var kveðinn upp í dag. Vísir/Vilhelm Þrír yfirmenn hjá Plastgerð Suðurnesja hafa verið dæmdir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því í júlí 2017 þegar undirmaður þeirra klemmdist í vinnuvél og dó í kjölfarið. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm sinn í dag. Dómurinn leit til þess að starfsmaðurinn hefði verið undir áhrifum fíkniefna og lyfja þegar slysið varð. Karlmaðurinn sem lést var að vinna á vinnuvél, svokallaðri frauðpressuvél, í Plastgerðinni. Öryggisbúnaður á vélinni sem hann starfaði við hafði verið gerður óvirkur sem leiddi til þess að hann klemmdist í vélinni við gangsetningu hennar með þeim afleiðingum að hann lést. Brutu ýmis lög Einn yfirmannanna, verkstjóri hjá verksmiðjunni, var ákærður fyrir manndráp af gáleysi og brot gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Hinir mennirnir tveir, annar framkvæmdastjóri og hinn verkstjóri en báðir eigendur verksmiðjunnar, voru ákærðir fyrir hlutdeild í manndrápi af gáleysi og brot gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Þá var framkvæmdastjórinn einnig ákærður fyrir að hafa gefið fyrirmæli um að gangsetja allar vélarnar í vinnslusal Plastgerðarinnar. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að þeir hefðu allir gerst sekir um það sem þeim var gefið að sök að því frátöldu að annar eigandinn var sýknaður af því að hafa ekki upplýst starfsmenn fyrirtækisins um að öryggisbúnaður vélarinnar hefði verið óvirkjaður. Hann hefði verið í sumarfríi og fjarri vinnustaðnum þegar verkstjórinn upplýsti hann um að hann hefði aftengt búnaðinn. Undir áhrifum fíkniefna og lyfja Verkstjórinn fékk sextíu daga skilorðsbundinn dóm en hinir tveir þrjátíu daga skilorðsbundna dóma. Einkaréttakröfum móður hins látna og bróður var vísað frá dómi. Við ákvörðun refsingar mannanna þriggja var horft til þess að þeir höfðu ekki áður sætt refsingu. Þá var tekið tillit til þess að við krufningu á líki mannsins mældist hár styrkur amfetamíns í blóði auk kannabisefna og lyfsins mídazólam. Sérfræðingur í réttarlæknisfræði taldi ekki loku fyrir það skotið að lyfið ásamt fíkniefnum hefði haft samverkandi áhrif á athyglisgáfu hans og árvekni. Í því ljósi þótti Héraðsdómi Reykjaness ekki óvarlegt að ætla að maðurinn hefði sjálfur átt nokkra sök á slysinu. Á hinn bóginn bæri einnig að líta til alvarleika brots ákærðu, en dómurinn sló því föstu að hver þeirra bæri á sinn hátt ábyrgð á því að mannsbani hlaust af gáleysi þeirra. Þótt rétt að skilorðsbinda refsinguna í samræmi við dómvenju í slíkum málum og því að útgáfa ákæru dróst úr hófi án þess að þremur ákærðu væri um að kenna. Hinn látni hét Pawel Giniewicz og hafði búið á Íslandi í nokkur ár þegar hann lést. Hann var fæddur árið 1985 og 32 ára þegar hann dó. Dómur Héraðsdóms Reykjaness. Dómsmál Vinnuslys Tengdar fréttir Tveir eigendur og verkstjóri Plastgerðarinnar ákærðir vegna banaslyss Þrír menn sem starfa sem yfirmenn í Plastgerð Suðurnesja hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í manndrápi af gáleysi eftir að undirmaður þeirra lést í vinnuslysi í Plastgerðinni í júlí 2017. 9. desember 2020 17:10 Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Keflavík Maðurinn sem lést í vinnuslysi í Plastgerð Suðurnesja í gær hét Pawel Giniewicz. 22. júlí 2017 14:22 Lést eftir vinnuslys í Keflavík Maðurinn sem slasaðist við vinnu sína í Plastgerð Suðurnesja í dag er látinn. 21. júlí 2017 19:17 Alvarlega slasaður eftir vinnuslys í Keflavík Starfsmaður hjá Plastgerð Suðurnesja er talinn alvarlega slasaður eftir vinnuslys sem varð um hádegisbil í dag. 21. júlí 2017 14:10 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Sjá meira
Karlmaðurinn sem lést var að vinna á vinnuvél, svokallaðri frauðpressuvél, í Plastgerðinni. Öryggisbúnaður á vélinni sem hann starfaði við hafði verið gerður óvirkur sem leiddi til þess að hann klemmdist í vélinni við gangsetningu hennar með þeim afleiðingum að hann lést. Brutu ýmis lög Einn yfirmannanna, verkstjóri hjá verksmiðjunni, var ákærður fyrir manndráp af gáleysi og brot gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Hinir mennirnir tveir, annar framkvæmdastjóri og hinn verkstjóri en báðir eigendur verksmiðjunnar, voru ákærðir fyrir hlutdeild í manndrápi af gáleysi og brot gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Þá var framkvæmdastjórinn einnig ákærður fyrir að hafa gefið fyrirmæli um að gangsetja allar vélarnar í vinnslusal Plastgerðarinnar. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að þeir hefðu allir gerst sekir um það sem þeim var gefið að sök að því frátöldu að annar eigandinn var sýknaður af því að hafa ekki upplýst starfsmenn fyrirtækisins um að öryggisbúnaður vélarinnar hefði verið óvirkjaður. Hann hefði verið í sumarfríi og fjarri vinnustaðnum þegar verkstjórinn upplýsti hann um að hann hefði aftengt búnaðinn. Undir áhrifum fíkniefna og lyfja Verkstjórinn fékk sextíu daga skilorðsbundinn dóm en hinir tveir þrjátíu daga skilorðsbundna dóma. Einkaréttakröfum móður hins látna og bróður var vísað frá dómi. Við ákvörðun refsingar mannanna þriggja var horft til þess að þeir höfðu ekki áður sætt refsingu. Þá var tekið tillit til þess að við krufningu á líki mannsins mældist hár styrkur amfetamíns í blóði auk kannabisefna og lyfsins mídazólam. Sérfræðingur í réttarlæknisfræði taldi ekki loku fyrir það skotið að lyfið ásamt fíkniefnum hefði haft samverkandi áhrif á athyglisgáfu hans og árvekni. Í því ljósi þótti Héraðsdómi Reykjaness ekki óvarlegt að ætla að maðurinn hefði sjálfur átt nokkra sök á slysinu. Á hinn bóginn bæri einnig að líta til alvarleika brots ákærðu, en dómurinn sló því föstu að hver þeirra bæri á sinn hátt ábyrgð á því að mannsbani hlaust af gáleysi þeirra. Þótt rétt að skilorðsbinda refsinguna í samræmi við dómvenju í slíkum málum og því að útgáfa ákæru dróst úr hófi án þess að þremur ákærðu væri um að kenna. Hinn látni hét Pawel Giniewicz og hafði búið á Íslandi í nokkur ár þegar hann lést. Hann var fæddur árið 1985 og 32 ára þegar hann dó. Dómur Héraðsdóms Reykjaness.
Dómsmál Vinnuslys Tengdar fréttir Tveir eigendur og verkstjóri Plastgerðarinnar ákærðir vegna banaslyss Þrír menn sem starfa sem yfirmenn í Plastgerð Suðurnesja hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í manndrápi af gáleysi eftir að undirmaður þeirra lést í vinnuslysi í Plastgerðinni í júlí 2017. 9. desember 2020 17:10 Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Keflavík Maðurinn sem lést í vinnuslysi í Plastgerð Suðurnesja í gær hét Pawel Giniewicz. 22. júlí 2017 14:22 Lést eftir vinnuslys í Keflavík Maðurinn sem slasaðist við vinnu sína í Plastgerð Suðurnesja í dag er látinn. 21. júlí 2017 19:17 Alvarlega slasaður eftir vinnuslys í Keflavík Starfsmaður hjá Plastgerð Suðurnesja er talinn alvarlega slasaður eftir vinnuslys sem varð um hádegisbil í dag. 21. júlí 2017 14:10 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Sjá meira
Tveir eigendur og verkstjóri Plastgerðarinnar ákærðir vegna banaslyss Þrír menn sem starfa sem yfirmenn í Plastgerð Suðurnesja hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í manndrápi af gáleysi eftir að undirmaður þeirra lést í vinnuslysi í Plastgerðinni í júlí 2017. 9. desember 2020 17:10
Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Keflavík Maðurinn sem lést í vinnuslysi í Plastgerð Suðurnesja í gær hét Pawel Giniewicz. 22. júlí 2017 14:22
Lést eftir vinnuslys í Keflavík Maðurinn sem slasaðist við vinnu sína í Plastgerð Suðurnesja í dag er látinn. 21. júlí 2017 19:17
Alvarlega slasaður eftir vinnuslys í Keflavík Starfsmaður hjá Plastgerð Suðurnesja er talinn alvarlega slasaður eftir vinnuslys sem varð um hádegisbil í dag. 21. júlí 2017 14:10