Bylgja Metoo-frásagna skiljanleg en erfitt að meta hvar mörkin liggja Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. maí 2021 13:00 Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar og formaður hóps um kynbundið ofbeldi hjá skóla-og frístundasviði borgarinnar. Vísir/Egill Formaður ráðgjafateymis um kynferðisofbeldi segir að hvorki hafi orðið nægar breytingar í dómskerfinu né í viðhorfum frá síðustu Metoo-bylgju og því skiljanlegt að þolendur stígi nú fram. Þolendur lýsi gjarnan geranda án þess að greina frá nafni sem geti haft þau áhrif að stór hópur saklausra sé grunaður um ofbeldið. Erfitt sé að ákveða hvar mörkin liggja í þessum málum. Hver einstaklingurinn á fætur öðrum hefur stigið fram á samfélagsmiðlum síðustu daga og deilt reynslusögum um kynferðisofbeldi undir myllumerkingu #metoo. Bylgjan er meðal annars tengd því að Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður tjáði sig um sögusagnir um kynferðisofbeldi á samfélagsmiðlum og í hlaðvarpi og var svo kærður af tveimur konum til lögreglu í vikunni. Konur eru í miklum meirihluta þeirra sem stíga fram og segja frá kynferðisofbeldi en karlar hafa líka sögur að segja. Frásagnirnar eiga það flestar sammerkt að meintur gerandi er karlmaður. Of litlar breytingar frá fyrri Metoo-bylgju Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir formaður ráðgjafateymis um kynferðisofbeldi hjá Skóla-og frístundasviði Reykjavíkurborgar og verkefnastýra jafnréttisskóla borgarinnar segir þetta afar skiljanlegt. „Þetta er bylgja sem er kraumandi undir vegna þess að það varð mikil vakning í samfélaginu við Metoo á sínum tíma en svo breyttist svo lítið. Þannig að reiðin og skömmin er enn á sínum stað og þörf fyrir að skila skömminni á réttan stað,“ segir Kolbrún. Hún segir að enn þurfi að verða miklar breytingar í samfélaginu vegna slíkra mála. „Það vantar enn mikið upp á að viðhorfin séu í lagi því enn er mikið um kynferðis- og kynbundið ofbeldi. Það er ennþá of mikil kvenfyrirliting í samfélaginu og því miður hafa litlar breytingar orðið í dómskerfinu því lang stærsti hluti þessara mála eru látin falla niður. Þau komast jafnvel aldrei inn í dómskerfið því sönnunarbyrði er svo erfið í þessum málum,“ segir Kolbrún. Erfitt að meta hvar mörkin liggja í frásögnum þolenda Einhverjir þolendur kynferðisofbeldis hafa stigið fram og lýst meintum geranda á nákvæman hátt þ.e. stöðu, menntun og svo framvegis án þess að nafngreina viðkomandi. Í einhverjum tilvikum hefur lýsingin átt við um stóran hóp sem hefur þá þurft að sverja ofbeldið af sér. Kolbrún segir erfitt að segja hvar mörkin liggja í slíkum frásögnum. „Þetta er eldfim umræða og ótrúlega viðkvæm. Það eru tvær hliðar á þessu. Annars vegar stór hluti þolenda sem hefur borið skömm í mörg ár. Þær hafa kannski verið að vinna í sínu ofbeldi sem hefur haft gríðarlega áhrif á þær. Á meðan hafa þær jafnvel vitað af gerandanum brjóta á fleirum. Þá hefur gerandinn það kannski bara fínt meðan þolandinn hefur liðið þjáningar. Fólk sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi langar að skila skömminni en mál þeirra fór kannski aldrei fyrir dómstóla. Það má því ekki nefna gerandann á nafn opinberlega því þá fær það bara kæru. Þannig að þolandinn reynir að skila skömminni til meints geranda með því að gefa upp eins nákvæmar upplýsingar og hægt er án þess að nafngreina hann. Fólk gerir þetta til að meintur gerandi viti af þjáningunni. Hin hliðin er að lýsingin getur átt við um marga þegar þolandi nefnir ákveðinn skóla, vinnustað eða annað. Það er líka ótrúlega vont. Það er erfitt að sverja af sér sakir fyrir eitthvað sem maður gerði ekki. Þannig að það eru margir sem líða líka fyrir þessa birtingarmynd Metoo-bylgjunnar,“ segir Kolbrún. Hún segir þetta vekja ýmsar spurningar. „Vandinn við svona frásagnir er spurningin um hvar eiga þolendur að segja sína sögu og hvernig þeir eigi að gera það. Það þarf líka að velta fyrir sér hvað snertir okkur í samfélaginu meira. Finnst okkur verra að saklaus maður sé sakaður um kynferðislegt ofbeldi en að saklaus stúlka hafi verið beitt gríðarlegu ofbeldi og reyni að skila skömminni til meints geranda með því að lýsa honum án þess að greina frá nafni? Hvar eru mörkin okkar og hvar er verðmætamatið okkar,“ spyr Kolbrún að lokum. MeToo Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Félagsmál Jafnréttismál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Sjá meira
Hver einstaklingurinn á fætur öðrum hefur stigið fram á samfélagsmiðlum síðustu daga og deilt reynslusögum um kynferðisofbeldi undir myllumerkingu #metoo. Bylgjan er meðal annars tengd því að Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður tjáði sig um sögusagnir um kynferðisofbeldi á samfélagsmiðlum og í hlaðvarpi og var svo kærður af tveimur konum til lögreglu í vikunni. Konur eru í miklum meirihluta þeirra sem stíga fram og segja frá kynferðisofbeldi en karlar hafa líka sögur að segja. Frásagnirnar eiga það flestar sammerkt að meintur gerandi er karlmaður. Of litlar breytingar frá fyrri Metoo-bylgju Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir formaður ráðgjafateymis um kynferðisofbeldi hjá Skóla-og frístundasviði Reykjavíkurborgar og verkefnastýra jafnréttisskóla borgarinnar segir þetta afar skiljanlegt. „Þetta er bylgja sem er kraumandi undir vegna þess að það varð mikil vakning í samfélaginu við Metoo á sínum tíma en svo breyttist svo lítið. Þannig að reiðin og skömmin er enn á sínum stað og þörf fyrir að skila skömminni á réttan stað,“ segir Kolbrún. Hún segir að enn þurfi að verða miklar breytingar í samfélaginu vegna slíkra mála. „Það vantar enn mikið upp á að viðhorfin séu í lagi því enn er mikið um kynferðis- og kynbundið ofbeldi. Það er ennþá of mikil kvenfyrirliting í samfélaginu og því miður hafa litlar breytingar orðið í dómskerfinu því lang stærsti hluti þessara mála eru látin falla niður. Þau komast jafnvel aldrei inn í dómskerfið því sönnunarbyrði er svo erfið í þessum málum,“ segir Kolbrún. Erfitt að meta hvar mörkin liggja í frásögnum þolenda Einhverjir þolendur kynferðisofbeldis hafa stigið fram og lýst meintum geranda á nákvæman hátt þ.e. stöðu, menntun og svo framvegis án þess að nafngreina viðkomandi. Í einhverjum tilvikum hefur lýsingin átt við um stóran hóp sem hefur þá þurft að sverja ofbeldið af sér. Kolbrún segir erfitt að segja hvar mörkin liggja í slíkum frásögnum. „Þetta er eldfim umræða og ótrúlega viðkvæm. Það eru tvær hliðar á þessu. Annars vegar stór hluti þolenda sem hefur borið skömm í mörg ár. Þær hafa kannski verið að vinna í sínu ofbeldi sem hefur haft gríðarlega áhrif á þær. Á meðan hafa þær jafnvel vitað af gerandanum brjóta á fleirum. Þá hefur gerandinn það kannski bara fínt meðan þolandinn hefur liðið þjáningar. Fólk sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi langar að skila skömminni en mál þeirra fór kannski aldrei fyrir dómstóla. Það má því ekki nefna gerandann á nafn opinberlega því þá fær það bara kæru. Þannig að þolandinn reynir að skila skömminni til meints geranda með því að gefa upp eins nákvæmar upplýsingar og hægt er án þess að nafngreina hann. Fólk gerir þetta til að meintur gerandi viti af þjáningunni. Hin hliðin er að lýsingin getur átt við um marga þegar þolandi nefnir ákveðinn skóla, vinnustað eða annað. Það er líka ótrúlega vont. Það er erfitt að sverja af sér sakir fyrir eitthvað sem maður gerði ekki. Þannig að það eru margir sem líða líka fyrir þessa birtingarmynd Metoo-bylgjunnar,“ segir Kolbrún. Hún segir þetta vekja ýmsar spurningar. „Vandinn við svona frásagnir er spurningin um hvar eiga þolendur að segja sína sögu og hvernig þeir eigi að gera það. Það þarf líka að velta fyrir sér hvað snertir okkur í samfélaginu meira. Finnst okkur verra að saklaus maður sé sakaður um kynferðislegt ofbeldi en að saklaus stúlka hafi verið beitt gríðarlegu ofbeldi og reyni að skila skömminni til meints geranda með því að lýsa honum án þess að greina frá nafni? Hvar eru mörkin okkar og hvar er verðmætamatið okkar,“ spyr Kolbrún að lokum.
MeToo Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Félagsmál Jafnréttismál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Sjá meira